Christian Bale í The Fighter

Stórleikarinn Christian Bale og leikstjórinn David O. Russell hafa ákveðið að slást í lið með Mark Wahlberg og taka þátt í gerð myndarinnar The Fighter. Relativity Media mun fjármagna myndina að fullu en Paramount Pictures mun sjá um dreifingu hennar innan Bandaríkjanna.

Myndin fjallar um bardagakappann Mickey ,,Irish“ Ward frá Boston sem vinnur heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Marky Mark mun leika boxarann og Bale mun leika hálfbróður hans og þjálfara, Dicky Eklund.

Ýmislegt hefur gengið á í gerð myndarinnar. Upphaflega átti Darren Aronofsky að leikstýra og Matt Damon að leika hlutverk en báðir hættu þeir við. Þá var reynt að fá Brad Pitt til að taka að sér hlutverk en allt kom fyrir ekki.

Framleiðsla mun hefjast í júlí á þessu ári.