Chuck Norris kominn á ellilaun

Gamla brýnið og slagsmálamyndaleikarinn Chuck
Norris
varð sjötugt í gær og getur því sest í helgan stein og notið
ellilaunanna. Það er ekki úr vegi við þessi tímamót að senda honum
síðbúnar kveðjur hér á síðunni, þó að vitað sé að Norris er hið mesta
hörkutól og vill ekkert tilfinningakjaftæði eins og til dæmis það að fá
sendar væmnar afmæliskveðjur.

Norris er til dæmis svo mikið
hörkutól að sagt er, að hann þarf aldrei sjálfur að blása á
afmæliskertin sín, honum nægir að stara á
þau og þau slökkva á sér sjálf.

Við megum þakka Norris fyrir
ýmislegt. Eins og allir vita er alheimurinn fullur af geimverum sem
dauðlangar að heimsækja jörðina, en meðan Chuck Norris er á jörðinni,
láta þær sér ekki detta í hug að koma.

Eins og sést á myndinni
sem fylgir fréttinni þá er Norris með óaðfinnanlega hárgreiðslu. Hann
þarf samt aldrei að greiða sér sjálfur, því hárið þorir ekki öðru en að
greiða sér sjálft.

Og einu sinni heimsótti Chuck Norris
Jómfrúareyjar. Eftir það eru þær bara kallaðar, Eyjarnar.

Strákum
finnst gaman að pissa í snjóinn og skrifa þannig nafnið sitt. Chuck
Norris gerir það sama, en beint á steinsteypu.

Chuck Norris
sefur aldrei – hann bíður.

Chuck Norris getur eytt ruslafötunni í
tölvunni. ( Recycle Bin )

Chuck Norris dó í raun og veru fyrir
tíu árum síðan, en Dauðinn sjálfur, maðurinn með ljáinn, þorir ekki að
segja honum frá því.

Ef þið kunnið fleiri sögur af Chuck Norris þá megið þið endilega deila þeim með okkur í kommentakerfinu.