Liam Neeson setur sér aldeilis kröfur um að leika harðnagla. Á rúmum áratugi hefur hann leikið Jedi-meistara, þjálfara Leðurblökumannsins, riddara í Kingdom of Heaven, goðsögnina Aslan frá Narniu, stríðsmann í Gangs of New York, ofurmenni í Taken og svo loks núna guðinn Seif í hinni væntanlegu Clash of the Titans endurgerð.
Með helstu hlutverk fara þau Sam Worthington (Terminator Salvation, Avatar), Gemma Arterton (Quantum of Solace, Prince of Persia), Ralph Fiennes (sem lék einmitt á móti Liam í Schindler’s List), Danny Huston (The Aviator, X-Men Origins: Wolverine) og auðvitað Neeson.
Núna er hægt að skoða fyrsta trailerinn úr myndinni. Hann er að finna á forsíðunni í stórfínum gæðum. Myndin er annars væntanleg í mars á næsta ári.

