Columbia og Escape Artists vilja He-Man

Fyrr í mánuðinum hættu Warner Brothers algerlega við framleiðslu á leikinni bíómynd um He-Man sem átti að heita Grayskull: The Masters of the Universe. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir það „hype“ sem hafði skapast í kring um verkefnið á netinu vegna þess að handrit Justin Marks hafði verið lýst sem blanda af Lord of the Rings, Matrix og Batman Begins. Ekki var verra að þeir höfðu fengið leikstjóra Kung-Fu Panda, John Stevenson til þess að leikstýra myndinni.

Nú freista Columbia og Escape Artists þess að fá kvikmyndaréttinn frá Mattel. En ef þeir fá réttinn þá fylgja hvorki Marks né Stevenson með. Það verður því forvitnilegt að vita hvað verður úr þessari mynd. Conan the Barbarian setur ótvírætt markið mjög hátt.. en aftur á móti er varla hægt að gera verri mynd en He-Man myndina frá 1987 þar sem Dolph Lundgren fór með aðalhlutverkið (læt hér atriði úr þeirri mynd fylgja fréttinni).

Stóra spurningin er hins vegar sú…. HVER ætti að leika He-Man eiginlega ??