Cruise deyr, aftur og aftur og aftur

Hvað er Tom Cruise búinn að koma sér í hér? Myndin er úr kvikmyndinni All You Need Is Kill, og það er ekki laust við að mann langi að sjá meira, eftir að hafa séð þessa einu mynd úr myndinni!

All You Need Is Kill er gerð eftir skáldsögu japanska rithöfundarins Hiroshi Sakurazaka.  Í myndinni leika einnig þau  Emily Blunt, Bill Paxton og Charlotte Riley.

 

Myndin gerist í nálægri framtíð og geimverur hafa komið niður á Jörðina og gert árás og milljónir manna hafa dáið. Engin her er tiltækur á Jörðinni sem ræður við skrýmslin, og nú er komið að ögurstundu í baráttunni við innrásarherinn.

Cruise leikur hershöfðingja sem aldrei hefur lent í stríði, og er umsvifalaust hent í djúpu laugina í bardaga, og er drepinn eftir nokkrar mínútur. 

En það skrýtna gerist að hann vaknar aftur og aftur í það helvíti sem þetta stríð er, á sama deginum í sama bardaganum, og þarf að deyja, aftur og aftur, og aftur.

Það góða við það er að hann verður alltaf betri og betri í hvert sinn sem hann vaknar aftur til lífsins, og þar með betur hæfur til að takast á við geimverurnar.

Hljómar dálítið eins og Groundhog Day ekki satt!

All You Need Is Kill kemur í bíó 14. mars árið 2014.