Óskar Örn Arnarson hefur sent frá sér nýtt myndband á Youtube þar sem hann gerir góðlátlegt grín að Tom Cruise og nýju Mission Impossible-myndinni hans.
Vísindakirkjan, sem Cruise hefur aðhyllst, og sjónvarpsstöðin CNN koma þar við sögu.
Óskar sló í gegn fyrr á árinu með myndbandi þar sem leikarinn Matthew McConaughey brást á tilfinningaríkan hátt við nýrri stiklu úr Star Wars. Yfir tíu milljónir manna hafa séð það á Youtube.
Einnig gerði hann brúðumyndband sem var tileinkað Arnold Schwarzenegger og Terminator-myndunum. Það hlaut ekki eins góð viðbrögð.
Hér má sjá nýja myndbandið frá Óskari: