Bresku sjónvarpsþættirnir Sherlock njóta mikilla vinsælda í heimalandinu, en það má segja að þær vinsældar komast ekki í hálfkvisti við vinsældir þáttanna í Kína. Þess má geta að kínverjanir eru búnir að skýra Sherlock Holmes og Doctor Watson yfir í nöfnin Curly Fu og Peanut.
Curly Fu er gælunafn Holmes og er heimasíða sem ber heitið Baidu Curly Fu Bar, tileinkuð honum þar í landi. „Curly“ vísar til hárgreiðslu Benedict Cumberbatch í hlutverki Holmes og „fu“ er stytting á Holmes. Aftur á móti er „Peanut“, sem er kínversk þýðing á nafninu Martin Freeman, ástæðan er sú að þýðingin fer villigötur þegar hún er svo aftur þýdd af kínverjunum yfir á ensku.
Kínverskir aðdáendur hafa sett Cumberbatch í guðatölu. „Hann er þakinn visku og fegurð, og það jafnast ekkert á við það þegar hann spilar á fiðlu.“ er haft eftir einum aðdáenda.
Fyrsti þáttur í þriðju seríu var frumsýndur í Bretlandi á nýarsdag, og fékk glimrandi viðtökur.