Dagar VHS taldir

Síðustu óáteknu VHS spólurnar eru nú til sölu í nokkrum raftækjabúðum landins, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag. Í fréttinni segir að þær raftækjaverslanir sem blaðið ræddi við séu löngu hættar að selja slíkar spólur, en nokkrir pakkar hafi fundist baka til hjá Sjónvarpsmiðstöðinni í Síðumúla, en þar var um að ræða 120 mínútna og 180 mínútna spólur.

300px-VHS-cassette

Þetta eru vafalaust sorgarfréttir fyrir marga, enda eiga margir hlýjar minningar frá tíma VHS spólanna, þar sem hægt var að taka upp efni og horfa á það síðar.

Í fréttinni kemur fram að þegar þessar síðustu spólur hafi selst þá verði lagerinn ekki endurnýjaður, enda sé Funai Electric að hætta framleiðslu VHS í lok mánaðarins.

Ennfremur segir í Morgunblaðinu að Elko hafi selt síðustu VHS spólurnar sínar í lok síðasta mánaðar, og síðasta VHS tækið hafi selst í lok síðasta árs. „Spólurnar kláruðust í byrjun mánaðarins þegar viðskiptavinur gekk að kassanum með síðasta pakkann af 240 mínútna spólum,“ segir að endingu í fréttinni.

Stikk: