Aðstandendur Næturvaktarinnar eru nú á fullu að undirbúa sjálfstætt framhald sem heitir Dagvaktin. Eins og flestir muna þá gerðist Næturvaktin á Shell stöðinni við Laugarveg en Dagvaktin mun hins vegar gerast út á landi á Hótel Bjarkalund. Nú eru handritshöfundarnir Ragnar Bragason, Jóhann Ævar Grímsson ásamt aðalleikurunum Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon og Jörundur Ragnarsson ný komnir frá Bjarkalundi til að kanna aðstæður. Svo að ekkert virðist standa í vegi fyrir því að tökur hefjist í apríl, en þær munu standa yfir í um 6 til 7 vikur að sögn Ragnari leikstjóra.
Frétt fengin af www.visi.is

