Danes leikur búðarstúlkuna

Það er afskaplega langt síðan það hefur heyrst af einhverju viti í Claire Danes. Nú hins vegar er allt vitlaust að gera hjá henni. Hún hefur að undanförnu leikið í myndunum Igby Goes Down, Terminator 3: Rise Of The Machines, The Hours, og nú mun hún leika í rómantískri gamanmynd Steve Martin sem nefnist Shopgirl. Myndin, sem byggð er á bók eftir Martin sjálfan, fjallar um búðarstúlku eina sem getur ekki valið á milli ríka eldri mannsins ( Martin ) eða unga, fátæka tónlistarmannsins. Tökur á myndinni eiga að hefjast í janúar á næsta ári, og verður henni leikstýrt af Anand Tucker ( Hilary and Jackie ).