Fyrsta stikla úr hinni mjög áhugaverðu Swiss Army Man kom út í dag, en von er á myndinni í bíó í Bandaríkjunum í sumar.
Eins og sést strax í byrjun stiklunnar þá fjallar myndin um mann sem hefur misst lífslöngunina og ákveður að hengja sig, þegar hann skyndilega sér mann liggjandi á ströndinni, og ákveður að tékka á honum. Sá maður er látinn, en lifnar svo við og reynist vera til margra hluta nytsamlegur ( rétt eins og svissneskur hnífur ) en sjón er sögu ríkari!
Opinber söguþráður myndarinnar er þessi: Hank, sem Paul Dano leikur, er skipreka á eyðieyju, og búinn að missa alla von um að komast aftur heim til sín. En þetta breytist allt þegar lík að nafni Manny, sem Daniel Radcliffe leikur, skolar á land. Þeir tveir verða bestu vinir og lenda í ótrúlegum ævintýrum, sem að lokum mun færa Hank draumadísina.