David Duchovny og Demi Moore ásamt Amber Heard munu leika fjölskyldu í dramamyndinni The Joneses. Gary Cole mun einnig leika í myndinni. Söguþráðurinn er ansi spes, en Jones fjölskyldan flytur í nýtt hverfi og er dáð af öllum nágrönnunum. Það sem nágrannarnir vita hins vegar ekki er að fjölskyldan er sett saman af markaðsfyrirtækjum til að selja ýmsar sérvaldar vörur.
Tökur hefjast í október en útgáfudagsetning hefur ekki enn verið ákveðin.

