De Niro þjálfar Steinhendur

Í fyrra var Creed aðal boxmyndin, en nú er komið að Steinhöndum, eða Hands of Stone!

Myndin er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Jonathan Jakubowicz, en í henni leikur Edgar Ramirez hinn þekkta atvinnuboxara frá Panama, Roberto Duran, en Robert De Niro, sem vann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í boxmyndinni Raging Bull, leikur þjálfarann Ray Arcel.

Hands-of-Stone-1-620x349

Duran keppti við þekkta kappa eins og Sugar Ray Leonard, Thomas Hearns, Marvin Hagler og fleiri, og vann 103 viðureignir af 119 alls, sem setur hann á stall með þeim allra bestu í íþróttinni.

„Ég held að þetta sé frábær mynd,“ sagði Ramirez við Variety kvikmyndaritið. „Hún segir ekki einungis sögu af goðsagnakenndum latínó -bandarískum hnefaleikamanni, heldur einnig af manni sem varð hetja í heimalandinu.“

Fyrsta kitlan er nú komin út fyrir myndina en í henni sést smá hasar innan og utan hringsins.

Aðrir helstu leikarar eru Usher Raymond, Ana de Armas, Ellen Barkin og John Turturro,.

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan.

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum í ágúst nk.

Hands-of-Stone-poster-620x920