Nýjustu vinirnir í Hollywood, þeir Jonah Hill og Leonardo DiCaprio virðast ekki fá nóg af hvor öðrum og eru nú staðfestir í nýja kvikmynd saman.
Um er að ræða kvikmynd með Jonah Hill í aðalhlutverki, og fjallar myndin um öryggisvörðinn Richard Jewell, sem fann grunsamlegan bakpoka nálægt íþróttaleikvangi á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996. Jewell tók engar áhættur og sagði viðstöddum að halda sér frá bakpokanum, sem sprakk síðan stuttu síðar.
Seinna meir var Jewell grunaður um að hafa skipulagt verknaðinn og var hann i kjölfarið rifinn í sundur af fjölmiðlum, þar kemur DiCaprio við söguna í hlutverki lögfræðings Jewell. Lögfræðingurinn var kunningi Jewell og var ekki með mikla reynslu af sakamálum og hafði aðeins unnið við fasteignasamninga og þess lagað, en hann stóð með Jewell í gegnum þrjá mánuði af yfirheyrslum og að lagalegum málum.
Hill er orðinn einn af eftirsóttustu leikurum í Hollywood og er m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street.