Margir muna eftir teiknimyndaþáttunum Sögur úr Andabæ sem sýndir voru á Stöð 2 um margra ára skeið. Þættirnir fjölluðu um hinn moldríka Jóakim Aðalönd, eða Scrooge McDuck eins og hann heitir á frummálinu sínu, en hann er móðurbróðir Andrésar Andar.
Disney tilkynnti á dögunum, mörgum til mikillar gleði, að gerð á nýrri seríu af þessum sívinsælu þáttum sé í vinnslu og verður hún sýnd árið 2017.
Í þáttunum eru bræðurnir Ripp, Rapp og Rupp aldrei langt undan og fylgja þeir frænda sínum í hvaða ævintýri sem er. Andabær er einnig heimkynni Bjarnabófanna, en þeir gera Jóakimi oft lífið leitt. Hábeinn heppni, Hexía de Trix, Pikkólína, Andrésína Önd, Gull-Ívar Grjótharði og margir fleiri búa einnig í bænum.
Hér að neðan má sjá upphafsatriði gömlu þáttanna sem sýndir voru á Stöð 2.