Disney kynnir næstu verkefni Pixar

Um helgina hélt Disney ráðstefnu þar sem var sagt frá næstu verkefnum fyrirtækisins. Um var að ræða kynningarráðstefnu sem er haldin ár hvert fyrir aðdáendur teiknimynda. Pixar lék þar stórt hlutverk og kynnti meðal annars teiknimyndina The Good Dinosaur.

pixargooddinosaur_616

The Good Dinosaur er byggð á sögu þar sem risaeðlur dóu aldrei út. Risaeðlan Arlo, sem er táningur verður aðalpersóna myndarinnar, ásamt strák sem heitir Spot. Myndin verður frumsýnd 30 maí, 2014.

Meðal þeirra sem raddsetja myndina verða: Neil Patrick Harris, Frances McDormand og Bill Hader.

insideout

Inside Out er annað verkefni sem er á döfinni hjá Pixar og fjallar um táningsstelpu sem er tekin út úr sínu þægilega umhverfi í Minnesota yfir til San Fransisco. Þar taka tilfinningarnar yfir og umbreytist stelpan. Í lýsingu Pixar vilja þeir einnig nefna að myndin fari með áhorfandann í ferðalag um huga stelpunnar, allt frá hæstu hæðum Tepui fjalla og svo alveg undir sjávarmál.

Meðal þeirra sem raddsetja myndina verða: Bill Hader, Amy Poehler og Mindy Kaling.

Inside Out verður frumsýnd í júní, 2015.

dory

Finding Dory ættu flestir að þekkja, en myndin mun fjalla um blaðurskjóðuna Dory sem fylgdi föður Nemo í leitinni miklu. Ellen DeGeneres léði Dory rödd sína í fyrri myndinni og er staðfest að hún muni endurtaka leikinn. Diane Keaton og Eugene Levy hafa einnig verið staðfest sem foreldrar Dory.

Einnig segir í tilkynningu frá Pixar að allar helstu persónurnar snúi aftur í Finding Dory og að myndin gerist einu ári eftir að Nemo týndist.

Finding Dory verður frumsýnd 25. nóvember, 2015.