Divergent stjarna borðar leir

Bandaríska leikkonan Shailene Woodley, sem þekkt er úr myndum eins Divergent, sem sýnd er hér á landi um þessar mundir, viðurkenndi það í tímaritsviðtali á dögunum að hún borðaði leir.

woodley

Yfirlýsingin birtist í viðtali við leikkonuna í glanstímaritinu Gloss og ástæðuna sagði Woodley vera þá að leirinn „bindur sig við neikvæðar samsætur.“

David Letterman fékk leikkonuna í heimsókn á dögunum, og spurði hana nánar út í þetta áhugaverða mataræði, en hann spurði spurninga eins og „hvar færð þú leirinn“ ( hún fær hann í Colorado ) og hver er munurinn á skít og leir?

Kíktu á spjallið hér fyrir neðan: