Doctor Octopus í Spider-Man 2

Nýlega var afhjúpað fyrsta kynningarplakatið fyrir væntanlegt framhald af Spider-Man. Á plakatinu, sem sýnt er hér fyrir neðan, sést Doctor Octopus, sem leikinn verður af gerseminni Alfred Molina og hvernig hann mun líta út í myndinni. Samkvæmt fréttum, mun leikstjórinn Sam Raimi hafa breytt persónunni þannig að hver armur (sem festust við mænu hans eftir dularfullt slys á rannsóknarstofu) hefur sinn eiginn persónuleika og hlutverk.