Við hjá Kvikmyndir.is viljum eindregið benda þeim sem hafa pínu steiktan (og kannski smá svartan) húmor á að tékka á nýrri sketchaþáttaseríu, sem nefnist Punkturinn. Nokkrir af aðstandendum síðunnar hafa komið að þessum þáttum og virðast þeir hafa vakið talsverða athygli síðan Facebook-síða þeirra var stofnuð.
Fyrir stuttu síðan fór upp fyrsti þátturinn á netið og var hann bæði settur saman úr nýjum og gömlum sketchum (þeir gömlu voru teknir úr samnefndri vefþáttaseríu sem var gerð fyrir Menntaskólann í Kópavogi – sem útskýrir myndgæðamuninn sumstaðar). Viðtökur þóttu heldur fínar og það leiddi til þess að annar þáttur var gefinn út, svo núna í gær kom út sá þriðji, sem er nánast alfarið settur saman úr nýju efni. Ef jákvætt „feedback“ heldur áfram verður meira gert.
Þessir þættir eru annars tilvalnir handa þeim sem hafa áhuga að spreyta sig aðeins í súrri leiklist þannig að ef einhverjir hafa áhuga á því að taka þátt í þessu þá mega þeir senda á mig póst (tommi@kvikmyndir.is).
Þið getið skoðað Punktinn hér.


