Ný ofurhetjumynd, Antboy ( ekki Ant-Man eftir Edgar Wright sem er í undirbúningi ) verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto nú í september. Um er að ræða barnvæna mynd um sanna ofurhetju með ofurkrafta eins og sjá má í stiklunni hér fyrir neðan:
Myndin er dönsk og er byggð á bókum Kenneth Bøgh Andersen og leikstýrt af Ask Hasselbalch.
Myndin fjallar um feiminn tólf ára gamlan strák sem verður ofurhetja eftir að hann er bitinn af maur.
Með helstu hlutverk fara Oscar Dietz, Nicolas Bro, Samuel Ting Graf og Amalie Kruse Jensen.