DVD RÝNI – Death Race

Það er alveg hægt að fullyrða að Death Race virki álíka vel sem brútal „guilty pleasure“ jólamynd yfir hátíðirnar og sem sumarafþreying, og þar sem að myndin gerist í kreppu gæti varla verið meira viðeigandi að skella henni í tækið akkúrat núna.


Myndin fjallar um harðjaxlinn Jensen Ames (Jason Statham),
sem er fyrrverandi fangi og er neyddur af fangelsisverði (Joan Allen) til að
keppa í lífshættulegum kappakstri sem gengur frekar útá það að eyða
keppinautunum heldur en að komast í mark.

Death Race kemur út á DVD í
dag (18. des). Hér eftirfarandi er gagnrýni á diskinn, sem er single-disk
útgáfa.

Myndin (7/10)

Þessi
mynd er útötuð í testósterón-flæði, hraða, ofbeldi og dæmigerðri notkun á
fallegu kvenfólki, og ég fíla það! Enda varla hægt að gera hærri kröfur af
bíómynd sem ber nafn eins og „Death Race.“

„Myndin er e.t.v. blautur draumur fyrir alla karlkyns unglinga sem eru of
ungir til að mega sjá myndina, en annars bara hin þokkalegasta afþreying fyrir
okkur hin sem kunna að meta smá poppkornsskemmtun, og sem slík finnst mér þessi
mynd virka!.“

Lesa restina af dómnum
hér.

AUKAEFNI:

– YFIRLESTUR (Commentary) leikstjóra og
framleiðenda:

Leikstjórinn Paul W.S. Anderson og framleiðandinn Jeremy
Bolt koma með óvenju fræðandi og líflega spjallrás. Anderson hefur almennt miklu
meira að segja og talar um h.u.b. allt frá fyrri myndum sínum til reynslunar á
bakvið gerð þessarar myndar. Mæli alveg með þessu ef þið hafið ÞAÐ mikinn áhuga
á myndinni.

– START YOUR ENGINES – MAKING DEATH RACE:

Ágætt
„making-of“ vídeó sem segir manni slatta um gerð myndarinnar, en myndin er hvort
eð er frekar einföld.
Fínt áhorf, en kommentin frá leikurunum eru
skemmtilegust. Ég á samt bágt með að trúa að Paul Anderson skuli vera ’65
módel. Gaurinn lítur út fyrir að vera tvítugur!

– BEHIND THE WHEEL
– DISSECTING THE STUNTS

Nokkuð meira af því sama. Það er ekki hægt að
hafa aukaefni á þessari mynd án þess að einblína á bílaatriðin. Hér fáum við 7
mínútna vídeó sem fræðir mann sæmilega mikið um hvernig þeir fóru að ýmsum
atriðum. Sennilega möst fyrir þá sem eru með
bíladellu.

Niðurstaða:

Ég veit um marga sem hötuðu myndina, en
persónulega fannst mér myndin vel standa undir nafni. Um að gera að kaupa
helling af snakki og nammi og horfa á ræmuna í góðum vinahópi.
Aukaefnið er
frekar aumt og voða standard, en það er varla hægt að búast við öðru af svona
mynd.