David Cronenberg, leikstjóri myndarinnar Eastern Promises hefur opinberað áhuga sinn fyrir mögulegri framhaldsmynd, en Eastern Promises kom út árið 2007 og var talin af mörgum ein af betri myndum þess árs.
,,Við erum að halda áfram með þetta því við erum öll gríðarlega spennt fyrir hugmyndinni að framhaldsmynd. Við ætlum að halda fund mjög fljótlega og velta fyrir okkur handritshugmyndum, ég hef mjög sérstakar hugmyndir um það sem ég vil sjá gerast, ef allt gengur vel mun Steve Knight vinna að gerð handritsins. “ sagði Cronenberg í viðtali við MTV. Þegar hann segir ,,við“ á hann við hann sjálfan, Viggo Mortensen, Steven Knight (handritshöfundur), Paul Webster (framleiðandi) og Focus Features.

