Edward Norton í Birdman.

Nú þykir ljóst að Edward Norton mun leika í næstu kvikmynd leikstjórans Gonzalez Innaritu, sem ber heitið Birdman. Hér er um kolsvarta gamanmynd að ræða sem fjallar um fyrrum leikara sem setur upp leiksýningu á Broadway en lendir svo í erfiðleikum þegar aðalleikari í leiksýningunni , leikinn af Norton, vill fara sínar eigin egósentrísku leiðir. Það er enginn annar en Michael Keaton sem mun leika fyrrum leikarann sem setur upp leiksýninguna en auk þeirra Keaton og Norton munu Emma Stone, Naomi Watts og Zach Galifianakis fara með hlutverk í myndinni.

Það má segja sem svo að hvorki Edward Norton né leikstjórinn Gonzlaez Innaritu séu vanir gamanmyndunum en báðir eiga þeir farsælan feril að baki þegar kemur að dramatískar kvikmyndum og sjónvarpsþáttagerð. Það eru framleiðslufyrirtækin Fox Searchlight og New Regency  sem standa fyrir myndinni sem kemur út á næsta ári.

Það var vefurinn Deadline New York sem greindi frá þessu.