Framleiðslufyrirtækið Screen Gems gaf í dag út fyrsta sýnishornið fyrir uppvakningamyndina Resident Evil: The Final Chapter, þar sem við sjáum Milla Jojovich í ham, og segist ætla að drepa hvern og einn einasta þeirra, og á þá væntanlega við hina lifandi dauðu.
Von er á fyrstu stiklunni í fullri lengd eftir helgi, eða 9. ágúst nánar tiltekið.
Myndin hefst þar sem síðasta mynd, Resident Evil: Retribution, endaði. Mannkynið er að líða undir lok í Washington D.C. Sem eini eftirlifandi þeirra sem áttu að vera síðasta mótspyrna gegn uppvakningunum, þá snýr Alice nú aftur til þess staðar þar sem martröðin hófst – Raccoon City, þar sem Regnhlíffyrirtækið er að safna liði fyrir lokasókn sína gegn síðustu eftirlifendum alheimshamfaranna. Alice á nú í kappi við tímann og þarf að vinna með gömlum vinum, og ólíklegum bandamönnum.
Myndin kemur í bíó 27. janúar nk. Kíktu á kitluna hér fyrir neðan, og á stikluna úr síðustu mynd þar fyrir neðan:
Teaser for #ResidentEvilFinalChapter: 4 days to the official trailer everyone!!! Can’t wait! pic.twitter.com/uTj5s2nJdr
— Milla Jovovich (@MillaJovovich) August 5, 2016