Föstudaginn 9.janúar verður A Most Wanted Man frumsýnd í Sambíóunum.
Téténskur flóttamaður sem komist hefur ólöglega til Hamborgar í Þýskalandi vekur athygli gagnnjósnarans Gunthers Bachmann sem ákveður að nýta sér aðstæður hans til lausnar á enn stærra máli.
A Most Wanted Man var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor og hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda sem segja margir hverjir að hér sé kominn einn besti njósnatryllir síðari ára.
Myndin er gerð eftir samnefndri bók meistara njósnasagnanna, Johns le Carré, sem sjálfur starfaði í bresku leyniþjónustunni á sínum tíma og skrifaði m.a. bækurnar The Russia House, The Tailor of Panama, The Constant Gardener, The Little Drummer Girl og Tinker Tailor Soldier Spy.
Með aðalhlutverk fer Philip Seymour Hoffman heitinn og er þetta eitt síðasta hlutverk sem hann lék á ferlinum. Með önnur meginhlutverk fara Rachel McAdams, Daniel Brühl, Robin Wright, Willem Dafoe, Grigoriy Dobrygin og Nina Hoss.