Nýgræðingurinn Michael Bassett leikstýrir kvikmyndinni No Mans Land/The Untitled Trench Drama/Who Goes There? (með öðrum orðum, endanleg ákvörðun um titil hefur enn ekki verið tekin) en mynd þessi skartar Russell Crowe og drengnum úr Billy Elliot, Jamie Bell heitir hann. Myndinni hefur verið lýst sem bræðingi úr All´s Quiet on the Western Front, The Thing og The Legend of Hell House. Söguþráðurinn er á þá leið, að í síðari heimsstyrjöldinni er Y-hópurinn verulega grisjaður eftir misheppnaða árás. Aðeins níu manns eru eftir á lífi, og þeir eru fastir í skotgröfum Þjóðverja. Þeir komast brátt að því að þeir eru ekki einir þar á ferð, því eitthvað óhugnarlegt leynist í skuggunum. Myndin er nú í tökum í hinni fallegu borg Prag.

