Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Maður brosir allan hringinn eftir þessa, falleg og feelgood. Jamie Bell sýnir snilldarleik sem hinn ungi Billy Elliot, aðrir leikarar standa sig líka dúndurvel.. þessa mynd verða allir að sjá! frekar svekkt yfir að hafa misst af henni í bíó, þá hefðu hughrifin örugglega verið enn meiri.
Fjöldi leikara fer á kostum í þessari bresku úrvalsmynd. Jamie Bell leikur hér strák (Billy Eliott) sem rekst einn dag inn á ballett æfingu og fær mikin á huga á þeirri íþrótt. En pabbi hans vill að hann æfi box svo hann verði maður með mönnum í myndinni er Billy að reyna að fá pabba sinn til að leyfa sér að vera í ballett. Það er söguþráður myndarinnar Billy Eliott sem fer í flokk bestu mynda ársins 2000.
Besta mynd seinasta árs. Frábær mynd, allt er gott í henni sérstaklega leikurinn, Fjórar stjörnur.
Þetta er mesta þvæla sem ég hef séð. Mynd um strák sem fer í ballett getur ekki verið skemmtileg
Hér er á ferðinni afar vöndu bresk kvikmynd. Hún fjallar um Billy nokkurn Elliot sem býr í litlum breskum bæ á Thatcher tímabilinu þar sem verkföll eru tíð og lágstéttarfólk hefur það skítt en Billy tilheyrir einmitt þeim þjóðfélagshópi. Hann er að æfa box (vegna þess að pabbi hans vill það) en heillast fljótt af ballett og fer að stunda það í laumi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Billy Elliot er afskaplega mannleg mynd sem að hrífur áhorfandann frá fyrstu mínútu og heldu manni við skjáinn allt til enda. Myndin er titluð sem gamanmynd og vissulega má hlæja að einu og einu atriði en fyrst og fremst er hér um að ræða drama. Toppmynd fyrir alla aldurshópa.