Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Get Over It
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd geðveikt skemmtileg! Þegar ég sá Bring it on hélt ég að Kristen Dunst væri bara klappstýra en svo þegar hún kom í þessari mynd þá fannst mér hún leika bara þó nokkuð vel miðað við byrjanda. Myndin er fyndin og rómantísk í senn og gaman að fara á hana eitt rigningarlaugardagskvöldið í sumarfríinu. Ég fór á hana með bestu vinkonu minni og við fíluðum hana í botn. Ég viðurkenni að ég hélt að Sisqo væri ömurlegur leikari, en hann var bara frábær og ég sé ekki eftir að hafa farið á þessa mynd! Frábær mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Elliot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vááá! Frábær mynd sem gerist á áttunda áratugnum í litlum bæ í Bretlandi og fjallar um 13 ára strák sem ætlar í boxtíma en villist í balletttíma byrjar að fara í ballett í staðinn fyrir box. Hann er ungur og efnilegur hann Jamie Bell sem lagði sig örugglega mikið fram svo ekki sé talað um leikstjórann Stephen Daldry. Þeir sem ekki hafa séð hana ættu að skella sér á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei