Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Hours 2002

Frumsýnd: 7. mars 2003

Three Different Women. Each Living a Lie.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 80
/100
Nicole Kidman hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki.

Laura Brown er ófrísk húsmóðir árið 1951. Hún er að skipuleggja veislu fyrir eiginmann sinn en getur ekki hætt að lesa skáldsöguna Mrs. Dalloway. Clarrisa Vaughn, nútímakona, sem er uppi í samtímanum, er að skipuleggja veislu fyrir vin sinn Richard, frægan rithöfund sem er að deyja af völdum alnæmis. Þessar tvær sögur tengjast lífi og starfi rithöfundarins... Lesa meira

Laura Brown er ófrísk húsmóðir árið 1951. Hún er að skipuleggja veislu fyrir eiginmann sinn en getur ekki hætt að lesa skáldsöguna Mrs. Dalloway. Clarrisa Vaughn, nútímakona, sem er uppi í samtímanum, er að skipuleggja veislu fyrir vin sinn Richard, frægan rithöfund sem er að deyja af völdum alnæmis. Þessar tvær sögur tengjast lífi og starfi rithöfundarins Virginia Woolf, sem er að skrifa skáldsöguna sem minnst var á hér að framan.... minna

Aðalleikarar

Ofboðslega þung dramatík
The hours er verðlaunamynd um þrjár konur sem í upphafi virðast ekki eiga neitt sameiginlegt, en eiga þó margt sameiginlegt þegar á myndina líður.

Clarissa býr með kærustu sinni og dóttur í New York 2001 og hugsar um Richard vin sinn sem er langt leiddur af alnæmi. Þennan dag langar hana til þess að halda veislu til að heiðra hann út af verðlaunum sem hann fékk fyrir ljóðin sín. Laura er húsmóðir á 6. áratugnum sem að á einn son og er með annað barn á leiðinni og er að halda upp á afmæli mannsins síns. Virginia Woolf er frægur rithöfundur sem er langt leidd af þunglyndi og er hálf geðveik og er að skrifa eina af sínum frægustu bókum. Myndin fer fram og tilbaka yfir einn dag í lífi þessara kvenna og skýrir hvað tengir þær allar.

Myndin er vel gerð, leikararnir eru í gæðaflokki og kemur Nicole Kidman manni virkilega á óvart í hlutverki sínu, þar sem hún er nánast óþekkjanleg. Það er samt eins og vanti eitthvað í myndina, hún ber ekki beint skýrann boðskap og skilur ekki mikið eftir sig, nema þungar hugsanir. Tónlistin í myndinni er frábær og passar alveg við hvert atriði. Þetta er ekki mynd sem ég myndi mæla með fyrir fólk sem vill skemmta sér, þetta er frekar mynd fyrir þá sem hafa áhuga á drama.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svolítið skrítin mynd, en mjög góð hugmynd. Í mjög stuttu máli er hún um 3 konur sem eiga það sameiginlegt að þjást af miklu þunglyndi en lifa allar á mismunandi tímum. Myndin er frábærlega vel skrifuð. Hér er mikið verið að fjallað um hamingjuna í lífinu og þunglyndi, hvenær hamingjan blómstrar og að kunna að meta lífið. Leikaravalið er alls ekki í verri endanum en þeir voru allir frábærir. Nicole Kidman sýndi m.a. frábæran leik og Ed Harris var góður í sínu aukahlutverki. Ég var mjög ánægður með tónlistina en hún var mjög nett og róandi. Þetta er engin afþreyingamynd, maður þarf að setjast niður í ró og næði og gefa sér smá tíma til að horfa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Hours er samblanda af frábærri leikstjórn,frábæru handriti,kyngimögnum leik margra úrvalsleikara og æðislegri tónlist frá meistaranum Phillip Glass.Það hvernig myndin tvinnast saman er ótrúlega flott.Eins góður leikur og Kidman sýnir þá fannst mér Julianne Moore stela senunni en þó aðeins naumlega.Ed Harris er ótrúlega traustur og magnaður leikari sem nýtur sín oftast best í aukahlutverkum(sjáið hann í Just Cause)og fer með hlutverk alnæmissmitaða skáldsins óaðfinnanlega.Líka gaman að sjá John C. Reilly(sjáið hann í P.T. Anderson myndinni Hard Eight sem því miður er ekki á skrá á Kvikmyndir.is).En í stuttu máli:Sagan virkar,leikurinn virkar,einfeldnin í tónlistinni gerir myndina bara áhrifameiri og þetta er mannleg mynd en ekki kellingarmynd einsog ég sjálfur hélt.Það sorglega er hvað hún er raunverulega mannleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tvær stundir með úrvals leikurum
Að útliti er hér alveg einstaklega heillandi pakki á ferðinni. En hér höfum við tilbúið Óskarsdrama þar sem nokkrir af albestu leikurum samtímans sýna sterkustu hliðar sínar.

The Hours er alveg vel útfærð kvikmynd frá nærri öllum hliðum. Sagan er góð, vel sögð, og jafnvel á köflum áhrifarík. Hins vegar er stærsti galli hennar sá að hún nær ekki að snerta mann eins djúpt og maður á von á. Maður upplifir dramað í sögunni, en aldrei verður maður gripinn af því. Þar að auki hefði mátt stytta myndina um svona stundarfjórðung, þótt hún sé kannski ekkert endilega langdregin.

Tæknivinnslan, og þar helst klippingarnar eru þó glæsilegar, þótt það sé nú aðallega leikurinn sem skiptir helstu máli hér, og hann er bara vægast sagt frábær. Leikhópurinn er einnig einn sá traustasti sem ég hef séð mjög lengi, og leikurinn sjálfur varla verri. Meryl Streep, Julianne Moore og Nicole Kidman (nánast óþekkjanleg undir þessu furðulega gervinefi...) bregðast ekki frekar en fyrri daginn og sýna allar snilldarleik, og aukaleikarar (þ.á.m. Ed Harris, John C. Reilly (það er ekki fyndið hvað maðurinn leikur vel, og er núna orðinn einn uppáhalds leikarinn minn), Toni Collette o.fl.) fylla líka vel upp í minni hlutverk.

Svo má ekki gleyma tónlistinni, sem leikur víst stórt hlutverk í myndinni, og skapar einmitt öll þau áhrif sem ætlast til var af myndinni, en þetta er eitthvað það magnaðasta tónlistarstef sem ég hef heyrt í mynd af svona tegund. The Hours er semsagt, í stuttu máli, mjög fín mynd, kannski dálítið ofmetin og óminnisstæð, en það er margt verra sem hægt er að gera en að fórna tveimum tímum í hana.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Erfið mynd að lýsa!!!


The Hours fjallar um þrjár konur á þremur mismunandi tímum. Þær lifa mismunandi lífum en eiga þó fleira sameiginlegt en ætla mætti.

Virginia Woolf (Nicole Kidman), einn af frægustu rithöfundum 20. aldar, glímir við geðsjúkdóm á sama tíma og hún er að skrifa eina af sínum merkustu skáldsögum, Mrs. Dalloway árið 1929

Árið 1951 í Kaliforníu býr húsmóðirin Laura Brown (Julianne Moore) við velsæld í úthverfi með ástríkum eiginmanni (John C. Reilly) og ungum syni. Hún elskar ekki eiginmann sinn og finnst hún vera gjörsamlega óhæf móðir drengs sem hún skilur ekki hvernig á að umgangast. Í einu skiptin sem hún er frjáls er þegar hún er að lesa skáldsögu Woolfs, Mrs. Dalloway, og þegar hún hittir nágrannakonuna, Kitty (Toni Collette), sem virkar mestmegnis hamingjusamlega fattlaus í sínu úthverfalífi.

Árið 2001 í New York er Clarissa Vaughan (Meryl Streep) ásamt kærustu sinni (Allison Janney) að undirbúa veislu fyrir vin þeirra Richard (Ed Harris) sem er að deyja úr alnæmi. Clarissa hefur annast Richard, sem hún var áður fyrr gift, í mörg ár og hefur alltaf sett upp grímu gagnvart öllum sem þessi sterka, sjálfstæða kona á meðan hún er í alvörunni viðkvæm og óörugg. Það að hún sé að halda veislu og það hvernig hún kemur fyrir og hvernig hún er í alvörunni samsvarar Mrs. Dalloway í bókinni. Bókin tengir þessar þrjár óhamingjusömu konur saman og óvæntir hlutir munu gerast á endanum.

Eins og ég sagði, þetta er erfið mynd að lýsa vegna þess hversu mikið hún er inn á sig svo að ég sjálfur veit ekki almennilega hvað ég var að skrifa núna rétt áðan. En það skiptir ekki máli. Hér kemur það sem mér finnst um hana.

Myndin hefur hæga uppbyggingu. Lengi vel finnst manni ekkert sérstakt vera að gerast. Og ekkert sérstakt gerist kannski á yfirborðinu. En það ríkir sannkallaður fellibylur í höfðum og tilfinningum flestallra persónanna. Fólk er ekki vant að opinbera tilfinningar sínar mikið gagnvart öðrum. Woolf getur ekki tjáð tilfinningar sínar við eiginmann sinn (Stephen Dillane), Brown getur það ekki gagnvart sínum eiginmanni eða gagnvart nágrannakonunni og Vaughan ekki gagnvart Richard eða við kærustu sína og dóttur (Claire Danes). Óhamingjan kraumar alltaf undir niðri og vegna þessa tjáningarleysis brýst hún upp þar sem síst skyldi, til dæmis með sjálfsmorðstilraunum.

Það eru þrjár sjálfsmorðstilraunir sem eiga sér stað í myndinni og tvær af þeim heppnast. Ég ætla ekki að ljóstra upp um það hverjar þær eru eða hvaða fólk á í hlut en hvernig myndin rennur áfram virkar það sem óumflýjanleg örlög persónanna, allavega í þeirra eigin huga.

Á endanum held ég að myndin fjalli um óbærileika þess að geta ekki elskað einhvern í kring um sig.

Þetta er hugsanlega best leikna mynd ársins. Frábært handrit David Hare eftir sögu Michael Cunningham og örugg en látlaus leikstjórn Stephen Daldry ásamt ótrúlega öflugri tónlist Philip Glass, í öllum sínum stórbrotna einfaldleika (einföld píanóstef), renna stoðum undir frammistöður leikaranna sem allir eru í essinu sínu.

Nicole Kidman, sem lengi vel var stöðugt í skugganum af fyrrverandi eiginmanni sínum, Tom Cruise, hefur nú skilið hann eftir í skugganum af sér. Hennar hlutverk, sem Virginia Woolf, er sennilega það erfiðasta í allri myndinni. Hún er sú persóna sem þarf að vera hvað mest inn á sig, hún lifir í sínum eigin heimi, sínum hugarheimi innan sinna eigin bókmennta, svo Kidman verður að tjá tilfinningar þessarar flóknu, marbrotnu konu mestmegnis með svipbrigðum. Hún gerir það hreint út sagt alveg stórkostlega. Á hún skilið Óskarinn fyrir, að mínu mati.

Julianne Moore, sem hefði í rauninni átt að vera búin að fá Óskarinn fyrir löngu síðan á að fá hann núna fyrir aðra snilldarframmistöðu. Laura Brown er sennilega sá karakter myndarinnar sem við finnum mest með. Hún er okkar tilfinningalegi hlekkur við hinar tvær. Moore gerir ótrúlega hluti með hlutverkið.

Og Streep hefur ekki verið jafn góð í ég veit ekki hvað mörg ár sem Clarissa, sem er frjáls gagnvart sínu samfélagi á máta sem að hinar tvær gátu aðeins látið sig dreyma um en hefur samt sem áður fangelsað sjálfa sig með þeirri grímu sem hún setur upp gagnvart öllum. Og Ed Harris er einnig frábær sem hið áður fyrr bóhemíska ljón sem Clarissa og fleiri drógust að sem hefur nú breyst, vegna sjúkdóms, í gamlan mann langt fyrir aldur fram sem þarf nú að lifa meðal sinna eigin minninga. Hann tengir einnig miðkaflann og seinasta kaflann saman á mjög óvæntan og afar sorglegan hátt.

Þetta er erfið mynd að horfa á, hún er lengi að byggjast upp og ekki mjög margt gerist. En fyrir fólk sem er óhrætt að sjá mynd um tilfinningar gefur hún yfrið nóg til baka.

Mynd sem snertir mann afar djúpt, geysilega öflug.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.08.2017

Obi-Wan kvikmynd komin af stað

Samkvæmt fréttum í The Hollywood Reporter þá er framleiðslufyrirtækið Lucasfilm byrjað að undirbúa sérstaka Star-Wars hliðarkvikmynd um Stjörnustríðsmanninn Obi-Wan Kenobi. Allt er þetta þó á frumstigi, og óví...

04.08.2015

Nýtt upphaf hjá ofurhetjum - Frumsýning!

Sena frumsýnir á morgun, miðvikudag, ofurhetjumyndina The Fantastic Four, en um er að ræða "nýtt upphaf eins þekktasta ofurhetjuteymis Marvel", eins og segir í frétt frá Senu. The Fantastic Four er sýnd í Smárabíó...

09.04.2012

Nicole Kidman verður Grace Kelly

Ástralska leikkonan Nicole Kidman er sögð hafa samþykkt að taka að sér hlutverk þokkagyðjunnar Grace Kelly í kvikmyndinni Grace of Monaco. Olivier Dahan leikstýrir myndinni, en hann leikstýrði síðast La vie en rose. ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn