Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Freddy Got Fingered
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hömurleg að öllu leyti en samt skemmti ég mér bara mjög vel við að horfa á hana, þessi skítahúmor átti bara vel við mig og ég hló að þessu rugli. Engin leikur vel eins og mátti búast við ekkert í þessu er í raun og veru gáfulegt og þarf maðurinn sem skrifar svona handrit af svona mynd að vera mjög ruglaður en samt fyndinn. Því segi ég bara ekki sjá þessa mynd nema þú fílir Tom Green þættina en ef þú hatar þá, þá áttu bara að forðast þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Man Who Wasn't There
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er bara ágætis skemmtun sem er bara gaman að horfa á og er með fínum kaldhæðnis húmor sem kemur manni til að brosa. Er pínu hæg á köflum en persónan sem Billy Bob leikur heldur þessu uppi sem og hann sjálfur ,enda er hann að mínu mati einn af bestu leikurum allratíma. Hann leikur bara aldrei illa. Þessi mynd er samt ekki fyrir fólk sem vill hafa hasar, spennu eða mynd sem mikið gerist í en hún er aftur á móti fyrir fólk sem vill hægar svarthvítar og góðar myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Boondock Saints
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er næstum orðlaus, hvílík mynd og ég spyr bara afhverju kom hún ekki í bíó? Hún er frábær og ég vil mæla með henni til allra sem hafa gaman af góðum myndum. Pottþétt skemmtun tvímannalaust Fjórar störnur og ég skil ekki í þeim sem gefa minna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
High Heels and Low Lifes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom á óvart verð ég að segja, á góða spretti á tímabili og batnar þegar líður á hana. En ég held að konur hafi nú meira gaman af þessari mynd frekar en við karlarnir en þó eins og ég sagði kemur á óvart og á skilið tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Good Advice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er nú ekki leiðinleg manni leiðist allavega ekki á meðan maður er að horfa á hana. Leikurinn hefur nú verið betri hjá þeim öllum nema kannski Denise Richards því hún er alltaf léleg nema þegar hún sýnir smá hold, ef hún gerir það ekki þá er viðbbjóður að horfa á hana. En það besta við þessa mynd er hvað það er létt yfir henni, hún er ekki að taka sig hátíðlega heldur er hún full af ágætum bröndurum sem gerir þessa mynd af tveggja stjörnu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In the Bedroom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta var óskarsmynd eða hún var tilnefnd sem besta myndinn. En afhverju spyr ég bara, þessi mynd er ein langdregnasta mynd sem ég hef séð, í raun þá gerist voða lítið á þessum 130 mín. og er mitt mat að hún hafi ekki átt að vera tilnefnd sem besta myndinn aðeins bestu leikarana, sem stóðu sig allir með brýði sérstaklega Tom Wilkinson sem hefði alveg átt að fá óskar og hinir eru fínir líka en þessi mynd er of löng og alltof hæg. Ég mæli ekki með henni nema þú sért hrifinn af hlutum sem taka langan tíma og þú vilt eyðileggja tíman þinn í einhverja vitleysu. En þessar stjörnur fá leikaranir fyrir góða framistöðu, ekkert annað er gott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mean Machine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að Vinnie Jones er bara nokkuð góður leikari þótt þetta hlutverk gat nú ekki passað betur fyrir hann, því þessi mynd er um gamlan fyrirliða enska landsliðsins sem hefur aðeins farið út af strikinu og lendir í fangelsi. Þar skapast skemmtileg atburðarrás þar sem breski húmorinn leikur lausum hala og er það mitt mat að hann er mun betri en annar húmor. Ég verð að segja að ekki hef ég hlegið jafn mikið af mynd og þessari í langan tíma og mæli ég eindregið með þessari mynd fyrir alla sem fannst Lock Stock... og Snatch góð mynd, því þessi er mjög svipuð bara betri og eins og er sagt að ofan þá hlær maður mjög mikið. Pottþétt fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
State and Main
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd fjallar um kvikmyndagerðafólk og samskipti þeirra við bæjarbúa í litlum smábæ sem það er að fara að gera kvikmynd í. Myndinn á góða spretti og er fyndinn á göflum, leikurinn er góður sem og handritið og er þetta frábær hugmynd að gera mynd um sem fjallar um mynd, en ég vill bara segja þrjár stjörnur og vill bara mæla með henni fyrir alla sem hafa húmor og vilja sjá góða mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Yards
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skildi þessa mynd ekki, mér finnst hún leiðileg að öllu leiti. En ég var fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd því ég bjóst við óvæntum smell en í staðinn fékk ég mynd sem var bara ömurleg að öllu leiti, kannski var góður leikur og gott hantrit en mér bara leiddist og maður eins og Mark Wahlberg er bara leiðinlegur því hann er fastur í Boogie Nights hlutverkinu og það er að gera mig brjálaðan. Ég segi ein fokking stjarna og mér er allveg sama hvað hver segir, þetta er ömurleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Contact
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Áður en ég sá þessa mynd hafði ég ekki heyrt mikið um hana og vissi í raun ekkert um hana nema að hún gerist í geimnum. Því sem ég bjóst við var ömurleg geimmynd en ég fékk eitthvað allt annað. Því þótt hún fjalli í raun um kynni manna við geimverur þá fer hún yfir margt meira en það. Það eina sem kemur í veg fyrir að hún fái betri einkunn er það að hún er langdreginn en annars er þetta góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kiss of the Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd hefur svipaðan söguþráð og Art of War: háttsettur maður er drepinn og síðan er verið að reyna koma sökinni á aðalsöguhetjuna sem er Jet Li en eins og sönn hetja lætur hann ekki menn komast upp með það. Þetta er ein af þessum myndum sem maður gengur að og veit alveg hvernig mynd þetta er, það er að segja hasarmynd sem hefur mikið af slagsmálum í sem er gott og hún heppnast vel sem slík. Allir eru sannfærandi og leika ágætlega og því fær þessi mynd þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er rosaleg, hún hefur allt sem maður vill hafa í grín- oghasar mynd og verð ég að segja að hún er mun betri en fyrri myndinn. Chris Tucker er örugglega einn fyndnasti maður sem til er, ég hló næstum alla myndina og síðan kemur þetta þarna með mistökunum í lokinn sem er allveg snild, þá er það líka frábært að hún hefur smá spennu inn á milli sem er gott líka en ég verð að mæla með þessari mynd fyrir alla sem hafa gaman af Tucker því ef þér leiðist hann þá muntu hata þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
15 Minutes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem kemur á óvart í alla staði, allt sem skeður býst maður ekki við. Edward Burns sýnir góðan leik sem og rússinn og tékkinn. Góð mynd í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chill Factor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki nógu góð spennumynd því maður verður aldrei spenntur. Vondi gaurinn er svo asnalegur og illa leikinn. Hún reynir og tekst svona sæmilega upp, heldur manni ágætlega við efnið en manni er alveg sama hvað skeður í raun og veru. Eru nokkrir fínir fimm aura brandarar en annað er það ekki og á heildina litið er þetta frekar slöpp mynd en samt leiðist manni ekki, því segi ég ein og hjálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Forrester
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að byrja að segja að þessi mynd er of löng og allt of fyrirsjáanleg þó á hún góða spretti en ég verð að segja að myndinn gat ekki endað öðrivísi annars hefði maður orðið fúll og séð eftir tímanum sem maður sat yfir henni. Fínn leikur og ágætt handrit en lítið annað reinir of mikið að líkjast Good Will Hunting en nær aldrei sömu hæð. Þessi mynd er ágætis afþreing en ekkert annað, tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef verið tregur að sjá þessa mynd en er loks búinn að sjá hana og ég verð að segja að þessi mynd er sú fallegasta og sú sorglegasta sem ég hef séð. Aldrei hefur mig langað að grenja yfir mynd eða fundið samúð með neinum í mynd en í þessari mynd var ég nálægt tárum. Það er frábær leikur hjá hverjum leikara í þessari mynd sama hver á í hlut, það besta við þessa mynd er það að hún fær mann til að hlæja inn á milli og svo kemur þessi kaldhæðni húmor sem er allveg frábær, því verð ég að segja 4 stjörnur og á hún ekki skilið minna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vertical Limit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þetta er ömurleg mynd sem er fyrirsjánleg og með ömurlegum leikurum sérstaklega Chris O´Donell og allar myndir með honum geta ekki verið góðar. Eitt það ömurlegasta við þessa mynd er það að það getur ekkert heppnast í fyrstu tilraun það verður eitthvað að fara úrskeðis fyrst en ég held að það hafi alltaf skeð í þessari mynd og á heildina litið er þetta ömurleg mynd en þessi stjarna er fyrir hvað myndinn er flott myndatakan og annað og síðan voru gaurarnir sem léku bræðurna góðir en annað ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Way of the Gun
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég byrjaði að horfa á þessa mynd þá held ég að ég hafi búist við of miklu og hafi orðið fyrir vonbrigðum en í heildina litið var þetta ágæt skemmtum en svona pínu öðrivísi en venjulegar myndir sérstaklega karateranir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Brother
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá þessi mynd var rosaleg. Þessi mynd kom mér á óvart en samt er hún svoldið lengi í gang en það skiptir engu máli því þegar hún byrjaði þá getur maður sagt að hún hafi byrjar hún með látum og hætta þeir ekki fyrr en kretid listinn kemur í ljós. og aldrei hef ég séð eins svalan karakter eins og aðalgaurinn í myndinni. Ég vill mæla með þessari mynd fyrir alla aðdáendur hasarmynda. Topp skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Elliot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Besta mynd seinasta árs. Frábær mynd, allt er gott í henni sérstaklega leikurinn, Fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raging Bull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þetta er besta boxmynd sem ég hef séð og hef ég séð þær margar. Það er ekkert verra að hafa hana svarthvíta eigilega bara nauðsyn en annars er þetta frábær leikur hjá Robert De Niro eins og alltaf annars, og er Joe Pesci ekkert síðri í hlutverki bróðir hans, en annars segi ég bara: Ef þú ert ekki búinn að sjá bestu boxmynd allra tíma þá hefurðu misst af miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Driven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er illa leikinn mynd og sögþráðurinn er lélegur en ég verð að segja að hún gerði allt sem ég bjóst við var bíla mynd með flottum srnum og það var ástæðan fyrir því að ég fór í bíó mér var sama um allt annað en ef þú hefur ekki mikinn áhuga um bíla ekki fara á þessa mynd svo einfalt er það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Perfect Storm
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er var nú ágætis mynd þótt þeim sem gerðu hana gátu nú gert betur því marga galla er nú að finna í henni. Og fyrir mína parta þá verð ég nú að segja að bátur sem hefur að geyma mann eins og Mark Wahlberg Þá er manni sko sama hvort hann muni sökkva eða ekki og aldrei sína hinir neitt góðan leik en í heildina var þetta ágætis mynd, en ég held að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum með myndina því þeir bjuggust við of miklu en persónulega bjóst ég ekki við neitt góðri mynd og því var ég ekki fyrir vonbrigðum og það var ástæðan fyrir því að ég sá hana svona seint. En annars er þetta bara ok mynd sem er allt í lagi að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Little Nicky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að þessi mynd kom mér mjög á óvart og varð ég hissa hvað hún var fyndinn þótt hún sé algjör þvæla út í gegn. Þetta er nú ekki mynd sem maður á að taka alvarlega og ef maður gerir það ekki þá er hægt að hlægja að henni og persónu lega fannst mér Bretinn lang bestur en annars var Adam Sandler orðin býsna þreittur með þetta andlit og þennan hreim og varð ég orðin létt piraður á honum undir lokinn en annars var þetta góð mynd. Enda er líka gott að hlægja að smá rugli svona stöku sinnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Friday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er þvílík snilld að það er ekki hægt að lýsa því og hef ég séð hana þó nokkrum sinnum. En ekki láta blekkjast af framhaldinu sem er annars ekki gott en þessi mynd er frábær og maður hlær endalaust af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Friday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er þvílík snilld að það er ekki hægt að lýsa því og hef ég séð hana þó nokkrum sinnum. En ekki láta blekkjast af framhaldinu sem er annars ekki gott en þessi mynd er frábær og maður hlær endalaust af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Donnie Brasco
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er góð mynd engan veikan hlekk að sjá á henni. Leikaranir standa fyrir sínu sérstaklega Johnny Depp og aldrei bregst Al Pacino handrit gott. Mæli með þessari mynd fyrir alla sem vilja sjá góða mynd fyrir framan kassann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að ég frekar hissa hvað þessi góða mynd hefur fengið lélega dóma því hún er vantagóð og hef ég ekki séð svona góða mynd lengi í bíó nema kannski memento. Leikurinn í þessar mynd er góður sérstaklega hjá Johnny Depp og ég verð að segja að ég fann til með honum í myndinni því ég vildi að honum myndi vegna vel. Það voru líka allir vontir við hann nema pabbi hans meira segja mamma hans var á móti honum og hvernig getur maður ekki fundið til með svoleiðis manni. Mér fannst allt gott við þessa mynd og mæli ég sterklega með henni fyrir alla sem vilja sjá góða og öðri vísi mynd en er verið að sýna í bíó núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Deer Hunter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er án efa ein sú besta mynd sem framleitt hefur verið. það er allt gott við þessa mynd það er meira en gott það er frábært, þessi mynd fjallar um allt ást,ummhyggju,stríð og hatur og síðan er Robert De Niro í henni hvað getur maður beðið um meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
GoodFellas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er besta mafíósa mynd sem gerð hefur verið síðan Guðföðurinn kom. Ekki er leikara úrvalið lélegt þannig að það hlaut að koma góð útkoma. Þessi mynd hefði átt að fá óskar á sínum tíma en Dansað við úlfa fékk hann og nú man enginn eftir henni nema hvað hún var löng. Toppmynd sem er skilda að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd sem allir ættu að hafa gaman af sem hefur góðan húmor mikla spennu og frábæra fléttu sem kemur manni sífellt á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Bronx Tale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd um strák sem lítur upp til mafíósa en pabbi hans bannar honum að umgangast svoleiðis líð. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla De Niro aðdáendur sem og alla aðdáendur góðra kvikmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taxi Driver
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær mynd þarsem Robert De Niro fer alveg ákostum og ég skil ekki afhverju hann fékk ekki óskar fyrir þessa mynd og ég vill bara spyrja hver fékk óskarinn þetta árið. Ekki má gleyma Jodie Foster sem er fantagóð í hlutverki ungu mellunar. Takið vel eftir Harvey Keitel í hlutverki pipsins. Pottþétt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypse Now
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er nú ekki allveg sammála þeim hérna fyrir ofan því ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd því ég hélt að ég væri að fara að horfa á mynd sem færi hrein snillt en það er hún ekki. Þótt sviðsmyndinn og myndatakann sem og klippingar í myndinni hafi verið snillt og ekki má gleyma tónlistinni þá er þetta ekki meira en þriggja stjörnu virði. Martin Sheen er ágætur sem og Marlon Brandon þótt hann hafi nú ekki sést mikið í myndinni en hann er samt eftirminnilegur en annars er það Robert Duvall sem stelur senunni hann er frábær í þessari mynd og líka má nefna Dennis Hopper sem sýnir fínan leik. En málið er bara að þessi dýra og stjörnum prýdda mynd er ekki eins góð og þeir hér að ofan segja. Þessi mynd er ekki nema þriggja stjörnu virði og er það Robert Duvall og Goppola að þakka og líka tónlistinni sem er eftir Doors að ég best veit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú að segja að þessi mynd er ekki eins góð og fyrri myndin, það gerist varla neitt í myndinni munað við að þessi mynd er í þrjá klukkutíma en annars er hlutinn þar sem Robert De Niro leikur Vito á yngri árum er annars stórkoslegur en hinn hlutinn þar sem Al Pacino leikur soninn og erfingjan er ekki nógu góður og að mínu mati tregur sá hluti myndina niður. En annars er myndinn mjög góð og ættu allir að sjá þessa mynd sem hafa gaman af góðum kvikmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er án efa besta glæpa mynd sem hefur verið gerð ef ekki bara besta mynd sem hefur verið gerð. Aldrei hefur eins góður leikur sést og er Marlon Brandon þar fremstur í flokki marga stórleikara. Þetta er hreinasta meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei