Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Blade II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja.. fyrsti kvenmaðurinn til að skrifa um Blade II :) alveg í takt við áhorfendur í salnum í gær en það voru 99% karlmenn! Það er líka greinilegt að Blade er stílaður inn á karlkynið og ekkert slæmt um það að segja svosem. Ég bjóst nú aldrei við að fara að sjá Blade II því ég gafst upp á að horfa á forverann, alveg fannst mér það hriiiiiikalegt bull og aðalhetjan vægast sagt glötuð. En svo urðu aðstæður til þess að ég skellti mér í bíó og mér fannst bara alveg ágætt :) Kannski vegna þess að ég hafði akkúrat ENGAR væntingar til myndarinnar, bjóst eiginlega við að deyja úr leiðindum. Myndin er fínn hasar og flott bardagaatriði (fyrir utan þetta altölvugerða sem var hörmulegt) og í stuttu máli sagt fínasta afþreying, svo lengi sem maður hefur það í huga að taka myndina ekki of alvarlega.. :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd í alla staði! Ævintýri af allrabestu gerð. Þessi mynd er óóóóóóótrúleg veisla fyrir augað og þvílíkt spennandi! Leikararnir standa sig allir geysivel, myndatakan og brellurnar eru æðislegar, og vá hvað staðurinn er fallegur, Nýja-Sjáland!! Allir geta haft gaman að þessari, hvort sem þeir eru kunnugir sögunni eða ekki. Ég reyndar nagaði mig í handarbökin fyrir að vera ekki búin að lesa söguna eins og hún leggur sig og hef ákveðið að skipta öllum jólabókunum í Hringadróttinssögu, ég hef jú ár til að lesa næsta hluta :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Adventures of Baron Munchausen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær ævintýramynd! Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum frá því að ég var lítil, reyndar svolítið langt síðan ég sá hana síðast.. verð að fara að leigja hana aftur.. mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman að ævintýramyndum og góðum fjölskyldumyndum. Brilliant skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins, loksins, eftir að vera búin að bíða og bíða :) Þá er hún komin í bíó. Og ekki olli hún neinum vonbrigðum!! Maður er nú kannski ekki alveg hlutlaus, þar sem ég er einlægur aðdáandi bókanna og þar af leiðandi þótti mér mjög vænt um karakterana frá fyrstu sekúndu sem þeir birtust á tjaldinu. Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson eru frábær sem Harry Potter, Ron og Hermione, þau tvö síðastnefndu með gott sens á gamanleik og svo geisla þau öll af leikgleði sem skilar sér svo sannarlega í gegn til áhorfandans. Tæknibrellurnar voru skemmtilegar og bara mjög sannfærandi, ég var mjög ánægð með útfærsluna á Quidditch leiknum og svo fannst mér skákatriðið sérlega skemmtilegt. Alan Rickman er sniðinn í hlutverk Snape, þrátt fyrir að hlutverk hans sé mun minna í kvikmyndinni en í bókinni sjálfri. Svo var bara sumt nokkuð spúkí.. og þá verður gaman að sjá hvernig það þróast í framhaldsmyndunum ef þær verða gerðar því dimmu öflin verða sífellt meira áberandi í bókunum. Auðvitað saknaði maður ýmissa smáatriða sem skiljanlega er ekki hægt að koma á hvíta tjaldið nema með 5-6 tíma mynd... en ég hefði glöð setið undir því :) Mér fannst líka í byrjun vera fullmikið sleppt af samskiptum þeirra Dursleys hjóna og Harrys, kom ekki nógu vel fram hversu leiðinleg þau voru við hann.. og að einni þrautinni í endann skyldi vera sleppt fannst mér algjör óþarfi. Í heildina var ég samt hæstánægð og ég sat í salnum með bros allan hringinn allan tímann! Hálfa stjarnan sem vantar uppá er bara vegna þess að ég ELSKA bækurnar og mynd mun aldrei geta orðið betri en þær, geta sagt alla söguna. Svo þeir sem hafa gaman að myndinni ættu endilega að lesa bækurnar og upplifa ævintýrið í heild :) En samt sem áður er hægt að mæla hiklaust með myndinni fyrir alla, krakka, konur og kalla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nikita
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi er frábær!!! hefði örugglega aldrei fattað að taka hana útá leigu en horfði á hana í frönskutíma.. þvílík snilld snilld snilld.. perla frá Luc Besson.. varist hinsvegar amerísku útgáfuna, The Assassin..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
O Brother, Where Art Thou?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, ég verð að vera í algjörum minnihluta.. mér fannst þessi mynd alveg drepleiðinleg, karakterarnir fóru í taugarnar á mér og ég hafði bara mjög takmarkaðan húmor fyrir þessu öllu saman! Mér drepleiddist! myndin fær hálfa stjörnu fyrir tónlistina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stuart Little
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jesús minn, þetta var algjör hörmung.. ógeðslega væmin.. alveg viðbjóðslega sko.. og bara sérlega amerísk. Hélt ég væri að fara að sjá sæta og fyndna mynd fyrst hún var svona svakalega vinsæl.. en nei, guð minn góður.. varist þessa!! Fær hálfa stjörnu fyrir brellur..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Elliot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Maður brosir allan hringinn eftir þessa, falleg og feelgood. Jamie Bell sýnir snilldarleik sem hinn ungi Billy Elliot, aðrir leikarar standa sig líka dúndurvel.. þessa mynd verða allir að sjá! frekar svekkt yfir að hafa misst af henni í bíó, þá hefðu hughrifin örugglega verið enn meiri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monty Python and the Holy Grail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi er alveg hriiiiiikalega fyndin, algjört möst!!! endirinn mjög svo öðruvísi, ég hélt að það væri einhver galli í spólunni.. og varð að spyrja aðra hvort hún endaði virkilega svona :) en já, hélt ég yrði ekki eldri í atriðinu þar sem kóngurinn er að segja vörðunum hvað þeir eiga að gera.. hehehehhehe....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crouching Tiger Hidden Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórkostleg mynd! ótrúlega falleg og mikið fyrir augað. Vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast þegar ég sá hana fyrst og það sló mig útaf laginu að sjá fyrsta bardagaatriðið því ég hélt að ég væri að sjá einhverja svona klassíska asíska bardagamynd.. en annað kom heldur betur á daginn. Leikararnir standa sig allir mjög vel (síst fannst mér sú sem lék Jade Fox)og gaman að sjá mynd á máli sem maður heyrir aldrei. Þessi er yndisleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Independence Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi er alveg fín.. ég hef einhverja hluta vegna séð hana mjög oft og á nokkrum tungumálum og maður getur alveg haft gaman að henni. Fínir brandarar og svona.. en það sem fer í mínar fínustu við þessa mynd er dýrkun Ameríkana á sjálfum sér.. þeir spara sig ekkert sko! Það er bara öll heimsbyggðin sem elskar Ameríku og finnst þeir æðislega snjallir og gera allt sem þeir segja the Americans have found out how we can fight back.. blabla og öll heimsbyggðin hlustar á forseta Bandaríkjanna í útvarpinu.. og ræðan sem forsetinn heldur fyrir flugmennina er sú allra væmnasta ever.. stundum langaði mig að öskra! og í þessari mynd upplýsa Kanarnir sinn helsta draum, að gera 4. júlí að hátíðardegi allra í heiminum.. úff.. En þrátt fyrir þetta er hægt að hafa lúmskt gaman að þessu..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
George of the Jungle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi er alveg þrælskemmtileg, svo yndislega heilalaus eitthvað. Ég er búin að horfa á hana oft og mörgum sinnum og alltaf kemur hún manni í skínandi skap :) Horfði á hana í fyrsta skiptið alveg mjööööög skeptísk.. bjóst við alveg hrikalegri mynd og kannski þess vegna kom hún svona á óvart.. ég get alltaf hlegið að fyrsta atriðinu aftur og aftur þegar sögumaður kynnir George hehehehe kannski er ég bara með svona furðulegan húmor.. :) En Brendan mætti alveg koma sér aftur í það líkamlega form sem hann er í þarna!! :) Þessi er fyrir alla aldurshópa, börn sem léttgeggjaða fullorðna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman and Robin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Almáttugur. Þessi mynd er hreinasta hörmung. Og ég sem er alltaf dáldið veik fyrir Batman.. ojojojoj varist þessa eins og heitan eldinn.. George Clooney er vonlaus Batman, hvað í fjandanum voru þeir að troða Batgirl inní þetta (akkuru er Batman svona sáttur við að einhver unglingsgella api svona eftir honum) og Arnold Schwarzenegger er vægast sagt hrikalegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Armageddon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi er algjörlega vonlaus.. og viðbjóðslega væmin og asnaleg. Fannst hún nógu slæm í fyrsta skipti sem ég sá hana en neyddist svo til að sjá hana döbbaða á ítölsku og svo á frönsku í rútuferð milli Frakklands og Ítalíu!! Skelfing.. fær hálfa stjörnu fyrir það að manni stökk nú stundum bros yfir hallærislegheitunum...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Knight's Tale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æi, ég veit ekki.. frekar mikil vonbrigði. Mér fannst hugmyndin að myndinni mjög góð og þess vegna fannst mér sorglegt að horfa uppá hvernig hún var gerð miklu lélegri en hún hefði getað verið. Alveg ótrúlega týpísk mynd bara, kemur lítið á óvart. Shannyn Sossamon getur engan veginn leikið.. Og mjög pirrandi karakter, til hvers í fjandanum var gert eitthvað stelpuhlutverk úr járnsmiðnum, var ekki alveg að skilja það, hún þjónaði einstaklega litlu hlutverki. Aukaleikararnir stóðu sig hinsvegar vel, margir brandarar sem fuku og fyrir það fær myndin þessar eina og hálfu.. og af því að það er alveg gaman að horfa á Heath Ledger á tjaldinu :) Hann er fínn leikari en ekkert spes í þessari mynd. En þessi mynd er mjög gleymanleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mary Poppins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Aaaaahhh þessi er ÆÐISLEG!! ég hef barasta ekki tölu á því hvað ég hef séð þessa mynd oft, bara reglulega frá því að ég var lítil. Myndin fjallar um Mary Poppins, sem ræðst sem barnfóstra inn á breskt heldrimannaheimili til að líta eftir Jane og Michael, tveimur börnum sem hafa hrakið hverja barnfóstruna á fætur annari á brott með hrekkjum. Pabbi þeirra er starfsmaður í banka í London og hefur lítinn tíma til að sinna krökkunum og móðirin er líka eithtvað upptekin. Mary Poppins er engin venjuleg barnfóstra, hún er göldrótt í meira lagi! Í myndinni fylgjumst við með ævintýrum Mary og krakkanna og sótarans vinar Mary, lögin eru stórskemmtileg og boðskapur myndarinnar er ósköp fallegur. Tæknibrellurnar eru bara mjög fínar :) Þetta er algjör skylda fyrir hvern sem hefur gaman að smá nostalgíu og góðum barna- og fjölskyldumyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Daddy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa ein leiðinlegasta mynd sem ég hef séð.. akkúrat ekkert fyndin (ég er ekkert mjög hrifin af Adam Sandler svona yfirleitt), mjög væmin mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Big Blue
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Aaaaahhhh þessi er yndisleg.. hægt að horfa á hana aftur og aftur.. seiðandi söguþráður og frábær tónlist.. maður verður eitthvað svo dreyminn eftir að hafa horft á þessa :) Meistaraverk frá Luc Besson.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bridget Jones's Diary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fínasta gamanmynd, maður skellihlær.. en ég er sammála um það að það var ekki frá því að ég óskaði þess að ég hefði ekki verið búin að lesa bókina. Ég er einlægur Bridget-fan, maður liggur einn yfir bókunum uppí rúmi og grenjar af hlátri. Mér fannst vanta ýmislegt í myndina sem var mjög mikilvægt í bókinni.. til dæmis eru samskipti Bridget og vina hennar einhvern veginn algjört aukaatriði í myndinni en hinsvegar í bókinni snýst allt um ráðin sem þær gefa hvorri annarri, hversu fáranleg sem þau eru.. og það er alveg bráðfyndið. Kannski voru væntingar mínar til myndarinnar of miklar en ég varð fyrir vissum vonbrigðum. Þetta vill gerast þegar maður dýrkar svona bókina :) En það er hiklaust hægt að mæla með myndinnni, hún er alveg stórskemmtileg og fyndin, leikararnir standa sig mjög vel. Rene Zellweger er góð Bridget, Hugh Grant er hinn fullkomni Daniel Cleaver og Colin Firth frábær sem Mark Darcy. Góð hugmynd að nota hinn eina sanna Mr. Darcy í hlutverkið :) (hvernig þau ætla svo að leysa hina sjúklega fyndnu viðtalssenu við Colin Firth í framhaldinu verður spennandi. þið Bridget-aðdáendur verðið bara að gleyma bókinni um stund og njóta hennar á hvíta tjaldinu. Og ykkur sem skemmtið ykkur á myndinni.. lesiði bókina, hún er trilljón sinnum fyndnari, believe it or not!! :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fifth Element
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af mínum uppáhalds.. litadýrð og frumlegheit, ótrúlega skemmtileg í alla staði og leikararnir hafa greinilega mjöööög gaman af þessu öllu saman. Þessa mynd er hægt að sjá aftur og aftur og aftur.. Luc Besson er snillingur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík upplifun! Frábær mynd!!! Maður sat sem negldur í sætið og reyndi eftir megni að missa ekki af neinu, stöðug keyrsla frá upphafi til enda og þvílíkt show!! þetta er svona ekta mynd sem höfðar til mín, litagleði og flott tónlist, leikgleði og frumlegheit í fyrirrúmi! Ég var persónulega mjög hrifin af bæði Romeo + Juliet og Strictly Ballroom og þessi mynd ber mjög sterk leikstjóraeinkenni, svona hraðspól-fílingur yfir mörgum atriðum og leikurum sem var mjög áberandi í Romeo+Juliet. Maður var smá stund að komast inní hraðspól-fílinginn í R+J en svo er hann snilld :) tónlistin er meiriháttar, frábært að heyra nýjar útsetningar á popplögum.. þau eiga fullkomlega heima í myndinni! Söngur þeirra Ewan og Nicole var mjög góður en persónulega fannst mér Ewan ekkert stela senunni með söng sínum, hann syngur svolítið kreist.. en alveg ágætlega samt :) Baz virðist vera hrifinn af svolítilli dramatískri tónlist, hún var mjög svipuð eins og í R+J, næstum því stundum sömu stefin.. Þessi mynd er skylda í bíó, EKKI bíða eftir henni á video!! Og eitt í lokin.. AFNEMA HLÉ TAKK FYRIR!!! alveg óþolandi hvernig hlé var sett á í atriði þar sem það átti ALLS EKKI við og eyðilagði hápunktsstemninguna algjörlega. Það er misþyrming við myndir að setja hlé..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei