Netflix þættirnir Stranger Things hafa vakið mikla athygli að undanförnu, enda eru þeir bæði spennandi og vel leiknir, og hafa ýmsar skemmtilegar vísanir í „eitís“ tímabilið, til dæmis eru sterkar vísanir til kvikmynda þess tímabils eins og E.T., Goonies, Stand By Me og verka Stephen Kings. Þættirnir gerast árið 1983, og fjalla um undarlega atburði í bandarískum bæ, þar sem bæði yfirskilvitlegir atburðir og skrímsli koma við sögu.
Leikkonan Millie Brown þurfti að raka af sér allt hárið fyrir hlutverk Eleven, sem er ein aðalpersóna þáttanna, og í dag leyfði hún heiminum að sjá myndband þar sem hún er í rakarastólnum að láta raka hárið af sér. Undir myndbandinu hljómar lag Beyoncé Knowles, Pretty Hurts.
Hér má lesa meira um þættina í Fréttatímanum.
Smelltu hér til að skoða myndabandið.
Here it is!! The video of me getting my hair shaved for #StrangerThings. Enjoy!