Enn ein ofurhetjumyndin?

Konungur heimsins, James Cameron ( Titanic ) er nú að hugsa um að skella sér í ofurhetjubransann. Framleiðslufyrirtæki hans, Lightstorm Entertainment var að kaupa kvikmyndaréttinn á hinni arfaslöppu myndasögu, Fathom, eftir Michael Turner. Fjallar hún um unga, fallega og barmmikla unga stúlku sem finnst fljótandi á bát, minnislaus. Hún gerist sjávarlíffræðingur, og kemst smám saman að furðulegum hlutum og sjálfa sig og þá hluti sem lifa á hafsbotninum.