Náðu í appið
Titanic

Titanic (1997)

"Nothing On Earth Could Come Between Them."

3 klst 14 mín1997

Stórmynd um eitt hrikalegasta sjóslys sögunnar.

Rotten Tomatoes88%
Metacritic75
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Stórmynd um eitt hrikalegasta sjóslys sögunnar. Sagan hefst 84 árum eftir slysið. 100 ára gömul kona að nafni Rose DeWitt Bukatar segir ömmubarni sínu, Lizzy Calvert, reynslusögu sína þegar hún fór í jómfrúarferð farþegaskipsins Titanic þann 10. apríl 1912. Hin unga Rose fer um borð í skipið ásamt efri stéttar farþegunum, og móður sinni Ruth DeWitt Bukater, og kærasta sínum Caledon Hockley. Á sama tíma er flækingspiltur og myndlistarmaður, Jack Dawson einnig að koma um borð í skipið, ásamt vini sínum Farbrizio De Rossi, en þeir vinna miða á þriðja farrými skipsins í happdrætti. Rose DeWitt segir alla söguna frá því að landfestar eru leystar, og þar til Titanic siglir á borgarísjaka og sekkur í sinni fyrstu og einu ferð, þann 15. apríl 1912, kl. 2.20 eftir miðnætti.

Aðalleikarar

Vissir þú?

James Cameron kafaði tólf sinnum niður að flaki Titanic og segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. Í fyrstu ferðinni var hann svo kappsamur að hann náði að kvikmynda öll þau atriði sem hann vantaði. Um leið og hann kom upp á yfirborðið fór hann að gráta þegar hann áttaði sig á hvað hann hafði í raun upplifað mikinn sögulegan harmleik. Að lokum eyddi hann meiri tíma með skipinu en farþegarnir sem lifðu slysið af.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
20th Century FoxUS
Lightstorm EntertainmentUS

Verðlaun

🏆

11 Óskarsverðlaun (besta mynd, leikstjórn, tæknibrellur, hljóð, hljóðvinnsla, myndataka, sviðshönnun, klipping, frumsamda tónlist, frumsamda lag, búningar)

Gagnrýni notenda (14)

Myndin sem fólk hatar að elska eða elskar að hata

★★★★☆

Á ráfi mínu um Hagkaup (þeirri fallegu búð) tók ég eftir borði sem var útatað í DVD diskum á útsölu, og voru margir helvíti sætir titlar þarna. Á einungis 799 keypti ég skemmtilega...

Þetta er góð mynd ég sem 11 að verða 12 ára stelpa hef mínar skoðannir og þessi mynd er tvímanalaust mynd ævinnar eða alla vega ein af þeim ég mæi viða alla að horfa á þessa mynd.....

★★★★★

Tæknibrellurnar smá ofnotaðar, leikararnir eru svona fifty-fifty og mynd alltof langdregin! En þrátt fyrir það verður þessi mynd betri og betri. Samt ekki svo góð.

Þetta er ekki góð mynd. Hún er svo rosalega löng. Svo er líka bara verið að tala. Eini góði kablinn í myndinni er þegar skipið er að sökkva. Passið ykkur þið gætuð sofnað í byrju...

★★★★★

Þessi mynd fær hiklaust fjórar stjörnur útaf hér er eitt af bestu myndum sem hafa verið gerðar á ferðinni. Þetta er að mínu mati besta mynd eftir James Cameron þótt af Alien 2 og Termin...

Það er orðið nokkuð langt síðan ég sá þessa í mitt annað skipti. Ég fór fyrst á hana í bíó og auðvitað bjóst ég við þeirri stórmynd sem ég fékk. Hin sanna saga sem er túlku...

★★★★★

Ég gef Titanic hiklaust fjórar stjörnur enda er hér á ferðinni en af þeim bestu myndum sem gerðar hafa verið. Leonardo DiCaprio fer á kostum sem Jack Dawson og sömuleiðis Kate Winslet sem ...

Þessi mynd er alveg ágæt en samt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þessi mynd nær ekki til mín. Minn dómur: Ágæt.

Þetta er bara svona meðal mynd. Þessi mynd vann þvílíkt mikið af Óskurum, 11 ef mig minnir. En það er bara svo lítið að gerast í myndinni ekki fyrr en í endirinum þegar að skipið er ...

Óskarsverðlaunamyndin um skipið TITANIC er feiknagóð og fara þau Leonardo DiCaprio, Kate Winslet og Gloria Stewart feiknavel með sínar rullur í myndinni. Enda segir það sig sjálft að kvik...

Titanic er ein besta mynd síðari ára og dýrasta. Þetta er blanda af drama og ástarsögu. Þar sést hvernig mismunnur á ríku og fátæku fólki var í gamla daga, maður sér t.d. að þegar ...

Þessi mynd var frábær í bíói en þegar maður sér hana á spólu í annað skipti þá er þetta langdregin og leiðinleg mynd. Frábærar myndir verða að vera þannig að maður getur séð ...

Það er verið að færa hið hræðilega sjóslys þegar Titanic sökk og mörg þúsund manns dóu, upp í búning tæknibrellna og snoppufríðra leikara. Svei mér þá, nú hljóma ég eins og ...