tæknibrellur og lítið meira
Þegar ég sá þessa myndi í bíó þá fannst mér hún geðvek, en síðan fór ég að hugsa um hana og fattaði að hún er bara með tæknibrellur og lítið meira, ég horfði á hana aftur og...
"Enter the World"
Avatar gerist í framtíðinni og segir frá fyrrum hermanninum Jake Sully sem lamaðist í bardaga á Jörðinni og er bundinn við hjólastól.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
HræðslaAvatar gerist í framtíðinni og segir frá fyrrum hermanninum Jake Sully sem lamaðist í bardaga á Jörðinni og er bundinn við hjólastól. Er hann sendur út í geim til að taka þátt í Avatar-verkefninu á fjarlægri plánetu sem heitir Pandora. Er það undurfögur, skógi vaxin pláneta sem býr yfir miklu magni af verðmætum málmi. Er ætlun jarðarbúa að nýta þær auðlindir sem þar eru og græða óheyrilega í leiðinni. Hins vegar stendur eitt vandamál í vegi fyrir þeim: þeir sem búa þar. Á Pandoru býr ættbálkur vera sem líkjast manninum í útliti og nefnast Na‘vi. Eru þær taldar frumstæðari en mannfólkið, þrátt fyrir að vera með líkamlega yfirburði. Na‘vi búa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og vilja alls ekki flytja sig um set svo mannfólkið geti nýtt málmana sem leynast undir heimkynnum þeirra. Því er Jake fenginn til að taka þátt í verkefni þar sem líkami hans er sameinaður líkama Na‘vi og hann sendur til plánetunnar sem svokallaður Avatar til að njósna fyrir hermennina sem eru að undirbúa árás á frumbyggjana. Þegar Jake kynnist og verður ástfanginn af hinni fallegu Na‘vi-prinsessu Neytiri flækist leikurinn og hann þarf að ákveða hvoru megin víglínunnar hann ætlar að standa.



Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur, kvikmyndatöku og listræna stjórn. Tilnefnd einnig sem besta mynd, fyrir leikstjórn, tónlist, klippingu, hljóð og hljóðvinnslu.
Þegar ég sá þessa myndi í bíó þá fannst mér hún geðvek, en síðan fór ég að hugsa um hana og fattaði að hún er bara með tæknibrellur og lítið meira, ég horfði á hana aftur og...
Ár er liðið frá að Avatar var gefin út í kvikmyndahús þar til að þessi umfjöllun er skrifuð. Mín fyrstu viðbrögð á myndinni á þeim tíma voru blendin, ég var sammála þeim sem fa...
Pocahontas og Battlefiled Earth koma saman í afþreyingu sem er um margt í lagi. Þríviddargleraugun eru margnota og kámug og sjálfsagt hefði verið að þrífa þau fyrir sýningu eða láta fy...
Þessi mynd er vissulega eitt mesta sjónarspil sem sést hefur á bíótjaldi. Söguþráðurinn er eins og samsuða úr nokkrum Star Trek þáttum eða einhverju álíka sem Sci-Fi unnendur ættu a...
Næst þegar grámygla hversdagsleikans þjakar mig get ég lokað augunum og ferðast í huganum til Pandóru. Þvílíkur heimur sem Cameron hefur skapað, það liggur við að manni hafi fundis...
FOKK JÁ! Þetta er sjúk mynd! Alveg klárlega í öðru sætu yfir bestu myndir á þessu ári (basterds í fyrsta). Myndin er klárlega besta mynd Cameron ásamt T2 og hann er kominn aftur! Besta c...
Ég labbaði spenntur inn í TROÐfullan sal í Laugarásbíó á þessu fallega föstudagskvöldi. Spenningurinn var mikill og hef ég sjaldan á ævi minni fengið meira út úr kvikmynd sem ég er ...
AVATAR Vá hvar á ég að byrja?! Held ég komi því bara strax á framfæri að þessi mynd er MUST SEE í 3D, það er ekkert um annað að ræða. Langt áður en þessi mynd kom í bí...
þessi mynd er hreint og beint mögnuð, fyrri helmingurinn er rólegur og góður og söguþráðurinn er frábær svo eftir hlé þá ríghélt ég mér í sætið með galopinn munn 10/10 !!!
Avatar er frábær mynd eftir leikstjóran james Cameron. Avatar er næst besta mynd sem james Cameron hefur gert af mínu mati er Terminator 1 besta myndin. Avatar er MUST SEE Í 3D!!!. Flestir leika...
Hmmmm Avatar...Vá Avatar...nei ég meina Avatar VÁÁÁÁÁÁÁÁ! Avatar er...hún bara er. Það er erfitt að lýsa hvað Avatar er , en þau þrú orð sem lýsa henni best er (á góðri og slæ...
Í framtíðinni verður James Cameron skráður sem einn allra besti og kjarkmesti "blockbuster" leikstjóri kvikmyndasögunnar. Hver einasta mynd sem hann gerir er svo miklu meira en bara bíómynd,...