Gagnrýni eftir:
Whatever Works
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein sú skemmtilegasta á árinu Ég átti satt að segja alls ekki von á svona góðri mynd frá Woody Allen, ég get ekki sagt að ég sé aðdáandi.
Það var einhver bragur yfir þessari mynd allri sem hélt manni brosandi allann tímann og það alveg frá því að fyrstu rammarnir fóru að rúlla yfir skjáinn. Það var líka töluvert hlegið.
Sögupersónur myndarinnar eru allar svipmiklar stereótýpur. Samræður eru vel skrifaðar og hnittnar. Þetta er mynd sem ber yfir sér ákveðinn 'fullorðins' brag. Það er ólíklegt að þeim sem líkaði 'American Pie 3' eigi eftir að skilja helminginn af samræðunum eða ná þeim undirliggjandi húmor sem býr að baki.
Það er jú eitthvað af 'Slapstick' húmor, en myndin gerir ekki út á það er varla hægt að segja að þetta sé gamanmynd fremur en drama (gaman-drama). Þetta er mynd sem segir sögu af venjulegu fólki á stundum húmorískan hátt. Ef ekki væri fyrir litríkar persónur og furðuleg samskipti þeirra, þá væri þetta líklega mjög alvöruþrunginn söguþráður. Það er eitthvað mjög mennskt við hvernig sögupersónur takast á við lífið.
Það var örlítill kjánahrollur í endann, en hann var svo innilega 'camp' að maður gat ekki annað en brosað samt, enda var hann í sjálfu sér mjög eðlilegur miðað við gang myndarinnar. Þetta er samt ekkert endilega 'feel good' mynd ársins eða neitt slíkt, ég held menn geti bara ráðið hvernig menn vilja túlka það. En ég var amk. mjög sáttur við myndina og tel hana með þeim bestu sem ég hef séð á þessu ári. Amk. klárlega mesta surprise ársins. Myndin skilar vel af sér því sem hún er að reyna og er vel leikin. Söguþráðurinn er ekki frumlegur yfirborðinu, en útfærslan er það sem gerir hann áhugaverðan.
Einkunn: 9.7/10
Avatar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flottari en hún er góð Þessi mynd er vissulega eitt mesta sjónarspil sem sést hefur á bíótjaldi. Söguþráðurinn er eins og samsuða úr nokkrum Star Trek þáttum eða einhverju álíka sem Sci-Fi unnendur ættu að kannast við úr ýmsum áttum. Þó er tengingin við nútímasamfélagið það sterk að það ætti ekki að þurfa mikið ímyndunarafl til að líka þessi mynd.
Söguþráðurinn minnir líka óneitanlega á innrás evrópubúa til ameríku og þá vanvirðingu sem átti sér stað gegn indjánum, náttúrrunni og öðrum frumbyggjum ameríku. Það má því segja að það sé ákveðinn pólitískur þráður í myndinni, fyrir þá sem vilja sjá hann. Þrátt fyrir að þessi tenging væri mér augljós fór hún alls ekki í taugarnar á mér, heldur var farið mjög skemmtilega í þetta, smá dramatík og síðan uppgjör í endan að týpískum Hollywood sið.
Þetta er rússíbanaferð sem er vel þess virði að sjá, sérstaklega í 3D. Eftirvinnslan er öll með þeim hætti að maður er ekkert að spá í að þetta sé tölvugert. Söguþráðurinn ristir ekki djúpt, en þeir fá prik fyrir að reyna.
Einkunn: 8/10
Up
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
ágætis afþreying Pixar er löngu farið að vera tákn um gæði, þegar kemur að kvikmyndum. Það eru því miklar væntingar við það að fara á Pixar mynd.
Myndin stenst fyllilega undir væntingum hvað varðar teikningarnar, tæknina, stílbragð og áferð. Stundum eru smáatriðin í teikningunum svo fínpússuð að það veldur verki í kjálka að rína í þau lengi.
Söguþráðurinn er frumlegur svona í grófum dráttum og myndin byrjar mjög vel, en eitthvað fannst mér vanta upp á framkvæmdina og hvernig sagan er sett fram. En myndin er stundum svolítið brokk geng, fyrirsjáanleg og fékk maður á tilfinninguna stundum að það vantaði meira púður í söguna til að láta hana endast í heila kvikmynd.
Myndin nær nokkrum sinnum góðu flugi með stórkostlega vel samsettum senum, en svo koma á milli senur sem virðast bara vera þarna til að vera fyndnar eða einhverskonar uppfyllingarefni sem tekst ekki alveg nógu vel upp.
Einnig eru nokkrar klisjur í myndinni sem hefði mátt sleppa (ég nefni hér: vondi fasteignabraskarinn sem er að reyna að kaupa húsið af saklausa fólkinu), en það virðist vera ómögulegt að sleppa klisjunum alveg í amerískum myndum. Einn mínus fyrir það.
Myndin nær samt ákveðnum frumleika þrátt fyrir ofnotað uppfyllingarefni af hollywood færibandinu, það er t.d. eitthvað mjög kómískt við það að gamli karlinn sé með húsið í eftirdragi næstum alla myndina.
Svo er aauðvitað stórkostlegt að sjá svona mynd í 3D. Ég held að myndin verði ekki nærri eins góð á DVD. Svo ég mæli með að allir skelli sér í bíó!