Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Atonement
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín bresk sápuópera
Atonment er gerð eftir samnefndri skáldsögu Ian McEwan og hefst árið 1935 og snýst um líf þriggja persóna Briony Tallis (sem er aðalpersónan), Cecilia Tallis og Robbie Turner. Í stuttu máli fjallar myndin um að Briony sakar Robbie (sem er elskhugi Cecilia) um glæp sem hann framdi ekki og snýst svo myndin um hvernig lygin hefur áhrif á líf persónanna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Revenge of the Sith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins er komið að því. Hulunnni er sveipt af einu best geymda leyndarmáli kvikmyndasögunar. Það er, af hverju gekk Anakin Skywalker á vit myrku aflana og umbreitist í Darth Vader. Svarið við þeirri spurningu og mörgum öðrum finnst í þessari mynd. Revenge of the Sith hefst þremur árum eftir að Attack of the Clones lauk. Lok klónastríðsins er í námd og við fylgumst með því þegar Jeda meistarinn Obi wan Kenobi er sendur til að hantaka einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, General Grievous. Á meðan er Anakin falið að fylgast með kanslara Lýðveldisins, Palpatine, sem stöðugt reynir að eitra huga Anakin gegn Jedunum. George Lucas tekst hér að skapa sömu stemingu sem maður hreifst með í gamala þríleiknum. Hasarinn er sem fyrir magnaður og þá nefnir maður sérstaklega geislasverða bardagana, en þeir eru flottari í þessari mynd en í nokkur annari. Tæknibrellunar eru stórkostlega og hafa aldrei verið flottari. Kvikmyndatakan, klippingin og hljóðið koma vel út. Það sem stendur samnt upp úr í þessari mynd eru þá sagan og leikararnir. Handritið er gríðalega þétt og vel skrifað og er falli Anakins fylt eftir af ýtrustu nákvæmi og held ég að þetta sé besta handrit sem gert hefur verið fyrir Star Wars mynd. Leikararnir standa sig nær allir frábærlega og ber þá fyrst að nefna þau Ewan McGregor og Natalie Portman. McGregor er traustur að vanda í hlutverki Obi wan Kenobi og Portman hefur aldrei verið betri sem Padmé. Einnig verður maður að hrósa Frank Oz fyrir frábæra talsetningu á snillingnum Yoda. Það eru þó tveir leikarar sem standa sig best í myndini og bera þeir hana á stórum hluta uppi. Það eru þeir Hayden Christensen og Ian McDiarmid. Christensen fer á kostum í hlutverki hins djarfa Anakins. Hann tjáir innri baráttu á einstakan hátt og svo fer hann á kostum eftir umbreitinguna yfir í Svarthöfða. Ian McDiarmid er þó senuþjófurinn í myndinni. Hann túlkar hinn gjörspilta Palpatin á magnaðan hátt og það fer um mann hrollur þega hann skítur upp kollinum sem í hlutverki gamlla keisrainn. Star Wars: Episode III - Revenge of the Sith er langabesta myndin í síðari þríleiknum og sú næst besta í bálknum (á eftir The Empire Strikes Back ). Ekki láta þetta meistarastykki framhjá ykkur fara. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Million Dollar Baby
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Million Dollar Baby er meistarstykki Clint Eastwood. Myndin fjallar um gamall boxþjálfari (Eastwood) tekur að sér að þjálfa þrítuga konu (Hilary Swank), þvert ofan í eigin vilja, eftir áeggjan vinar síns og samstarfsmanns (Morgan Freeman). Geysi sterkt handrit lætur þessa sögu ganga eins og smurð vél og er það einkum snild Clint Eastwood að þakka. Hann sýnir hér og sannar í eitt skiptið fyrir öll að hann er einn besti leikstjóri í heiminum í dag og ef fólk sanfærðist ekki eftir að hafa séð Unforgiven og Mystic River þá sanfærast þau við að sjá þessa. Eastwood leikstýrir myndinni með styrkri hendi og hlaut hann verðskulduð óskarsverlaun fyrir leikstjórn sína. Leikurinn í myndini er frábær og fer Eastwood fyrir hópi gæðaleikara. Ber þar fyrst að nefna Hilary Swank sem er mögnuð sem boxarinn og þjónustustúlkan Maggie Fitzgerald. Hlaut Swank sín önnur óskarsverðlaun fyrir framistöðu sína í myndinni og þar sem hún er aðeins 30 ára gömul þá eigum við án efa eftir að sjá hana meira í náinni framtíð. Annar leikari sem fær að blómstra í þessari mynd er Morgan Freeman. Í rauninni sýnir hann aldrei slakan leik en í Million Dollar Baby sýnir hann eina bestu framistöðu sýna á ferlinum og hlaut hann sýn fyrstu óskarsverðlaun á ferlinum fyrir hlutver sitt. Síðast en ekki síst er það svo gamli refurinn Clint Eastwood sem sínir að hann er alveg jafn góður leikari og hann er leikstjóri og var hann tilnefndur til óskarsverðlaunana fyrir leik sinn í myndinni. Útlit myndarinar er mjög flott og tekst Eastwood mjög vel upp við það að færa upp á hvít tjaldið líf fólksins í úthverfum í borgum Bandaríkjana. Million Dollar Baby var sigurvegari nýafstaðinar óskarsverðlaunahátíðar og hreppt hún fjögur verðlaun, fyrir bestu mynd ársins, besti leikstjóri (Clint Eastwood), besta leikona í aðalhlutverki (Hilary Swank) og fyrir besta leikara í aukahlutverki (Morgan Freeman). Hér er á ferðini einn af bestu myndum síðari ára og er hún besta boxmynd sem komið hefur út síðan Raging Bull kom út. Sem sagt, hér er á ferðinnimynd sem er skyldu áhorf fyrir alla sem hafa gaman af góðum kvikmyndum. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Aviator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vill byrja þessa umfjöllun með því að lísa því yfir að ég er ekki Martin Scorsese aðdáandi, í raun hef ég bara séð eina myndi eftir hann (fyrir utan The Aviator) og það er Gangs of New York. Ég ætla nú að bæta úr þessu og sjá fleiri myndir eftir karllinn. The Aviato fjallar um líf kaupsýslumannin Howard Hughes á árunum í kringum 1930-1947 þegar hann framleidi kvikmyndir og var frumkvöðull í flugvélagerð. Einig er fjallað um geðveiki hans, ástarsambönd hans við margar af frægustu kvikmyndastjörnum þess tíma og deilur hans við þingmaninn Ralph Owen Brewster. Myndin er í alla staði mjög vel gerð og tekst Scorsese mjög vel upp með það að skapa andrúms loftið sem ríkti á þessum tíma. Leikurinn í myndinni er í einu orði stórkostlegur og leiðir þar Leonardo DiCaprio hóp fríðra leikara. Áður en ég sá þessa mynd þá fannst mér Leonardo DiCaprio vera mjög misjafn leikari en hér er hann FRÁBÆR. Hann túlkar Howard Hughes af slíkri innlifun að manni bregður. Tekst honum sérstaklega vel til þegar kemur að þættinum um geðveiki Hughes. DiCaprio hefur verið hlaðin lofi fyrir framistoðu sína og var han m.a. tilnefndur til óskarsverðlaunana fyrir leik sinn. Aðrir leikarar standa sig mjög vel og eru það þá sérstaklega þau Alan Alda og Cate Blanchett sem stela senunni. Alan Alda leikur hinn gjörspilta Ralph Owen Brewster á mjög skemtilegan hátt og hlaut hann óksarsverðlauna tilnefningu fyrir hlutverkið. Cate Blanchett gerði þó gott betur og hirti hún óskarsverðlaunin fyrir leik í aukahlutverki kvenna. Blanchett sýnir stórleik sem goðsögnin Katharine Hepburn og er hún vel að verðlaununum kominn. The Aviator hefur verið hlaðinn lofi gagrýnenda og hefur hún sópað til sýn verðlaunum. Hún vann meðal annars á nýafstaðinni óskarsverðlauna hátíð til 5 verðlauna en þau voru fyrir besta leikona í aðalhlutverki (Cate Blanchett), besta kvikmyndataka, besta klipping, bestu búningar og besta listræna stjórnunin. Einig van hún til BAFTA og Golden Globes verðlaunana sem besta myndin. Sem sagt, hér er á ferðini mynd sem er skylduáhorf fyrir alla kvikmyndaáhugamenn. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Neverland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Finding Neverland er meistaraverk frá uppphafi til enda og er hún tilnefnd til 7 óskarsverðlauna nú í ár og þar á meðal sem besta mynd, besti leikari í aðalhlutverki (Johnny Depp) og besta handrit. Myndin fjallar um rithöfundin James M. Barrie og fjölskylduna sem veitti honum innblástur til að skrifa eina af dáðustu sögum allra tíma, nefnilega söguna um Peter Pan. Leikstjóri þessarar myndar er Marc Forster( Monster's Ball) og tekst honum mjög vel að flytja söguna yfir á hvíta tjaldið og ég undra mig á því að hann fái ekki óskarstilnefningu fyrir leikstjórn sína. Leikararnir í myndini standa sig mjög vel og ber þar helst að nefna Johnny Depp sem er hreint útsagt magnaður í hlutverki James M. Barrie og hlaut hann verðskuldaða óskarsverðlauna tilnefngu fyrir leik sinn í myndini. Aðrir leikarar standa sig vel og tekst Kate Winslet vel upp í sínu hlutverki og einnig sýnir Dustin Hoffman fínan leik. Senuþjófur myndarinar (ásamt Depp) er þó óskarsverðlaunahafinn Julie Christie sem sýnir snildartakta í Mrs. Emma du Maurier og kom það mér á óvart að hún skildi ekki fá óskarsverðlauna tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni. Útlit myndarinar er mjög flott og hefur mikil vinna verið lögð í að skapa andrúmsloftið sem ríkti undir lok Viktoríutímans. Eins og áður segir er Finding Neverland tilnefnd til 7 óskarsverðlauna og eru tilnefningarnar eftirfarandi: Besta mynd, besti leikari í aðalhlutverki (Johnny Depp), besta handrit byggt á áður útgefnu efni, besta klipping, bestu búningar, besta tónlist og besta listræna stjórnunin. Þrátt fyrir allar þessar til nefningar er ég voða hrædur um að Finding Neverland fari tómhent heim af verðlaunahátíðinni en maður vonar samt að hún taki eina til tvær stitur heim með sér. Í heildina litið er Finding Neverland hugljúf mynd sem allir ættu að elska, jafnvel hörðustu töfarar. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Back to Gaya
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ALveg hrikalega léleg mynd sem fær hárinn til að rísa á hnakkanum á manni að sökum þess hve hrikaleg illa hún er gerð. Mydin fjallar um vinsælar teiknimynda persónur úr frægum sjónvarpsþætti sem rænt er úr þættinum og settar í hinn ,,raunverulega'' heim og verða þær að snúa aftur til Gayu. Fáránlegar teiknigar á aðalpersónunum og afspyrnu slakt handrit gera þetta eina af verstu myndum allra tíma. Ég mæli með henni fyrir krakka á aldrinum 3-6 ára (fór með systur minni á hana og hún skemti sér vel). Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Incredibles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Incredibles er nýjasta afurð samstarfs Disney og Pixar sem hafa skilað af sér meistaraverkum á borð við Toy Story, Monsters inc og nú síðast óskarsverðlaunamyndina Finding Nemo. The Incredibles toppar þær allar. Myndin fjallar í stuttu máli um ofurhetjuna Mr. Incredible/Bob Parr (Craig T. Nelson) sem er dáð ofurhetja. En einn dag bjargar hann manni sem vill ekki láta bjarga sér og kærir hann Mr. Incredible fyrir að bjarga sér og í kjölfarið fylgja hundriðir ákæra á ofurhetjur alstaðar og áhveða stjórnvöld að ofurhetjur eiga draga sig í hlé og fara í felur. 15 árum seinna sjáum við svo Bob aftur en hann er hamingusamlega giftur Helen Parr/Elastigirl (Holly Hunter) sem er einnig fyrum ofurhetja. Þau eiga þrjú börn Dashiell “Dash” getur hlaupið á ofurhraða og Violet getur gert sig ósýnilega og gert aflsvið (force field). Bob leiðist mjög að lifa venjulegu lífi en þegar hann fær óvænt tilboð um að sinn smá ofurhetju störfum stlær hann til. En ekki fer allt eins og hann ætlaði. Það sem gerir þessa mynd betri en hinar Pixar myndirnar er trúlega þrælskemtilegt handrit leikstjórans Brad Bird en blandar hann inn í söguna smá James Bond fýling sem og smá Indiana Jones fýling og kemur þessi blanda frábær lega út. Einnig er mjög góður húmor í myndini sem höðar jafnt til barna sem og fullorðina. Útlit myndarinnar kemur mjög vel út og er allt frá gróðri og til gríðalegra sprenginga unnið af mikilli fagmensku og gefur það ekkert öðrum Pixar myndum eftir. Talsetningin er mjög vel útfærð og fara þer stórleikarar á borð við Craig T. Nelson, Holly Hunter, Samuel L. Jackson og Jason Lee. Senuþjófurinn í talsetninguni er þó leikstjórin sjálfur Brad Bird sem talar fyrir hina létt gegjuðu Ednu Mode og skapar hann með framistöðu sinni ógleymalega persónu. Þegar upp er staðið hefur Pixar fyrirtækinu en á ný tekist að skapa fullkomna fjölskyldu mynd og ég gef The Incredibles 10 í einkun enda er hér á ferðinni besta mynd ársinis 2004. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Í takt við tímann
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í takt við tíman er óbeint framhald myndarinar Með allt á hreinu sem sló í gegn árið 1982. Myndin er nú aðeins lakari enn forveri hennar en hún hefur þó áhveðið skemmtana gildi sem er það sem skiptir máli. Leikurinn í myndinni er svona lon og don og eiga þeirr Stuðmenn alveg ágætis leik þó að þeir geri lítið annað en að syngja og dansa. En þeirr falla allir þó allir algjörlega í skuggan af Eggerti Þorleifssyninn en hann á magnaðan leik sem Dúddi rótari en í leik sínum gerir hann grín af mörgum þjóðþekktum Íslendingum og tekur hann þá Þórhall miðil svolítið í gegn. Eggert heldur uppi myndini alveg eins og hann gerði í Með allt á hreinu og er mokkuð ljóst að þessar stuðmanna myndir væru glataðar án hans. Löginn í myndini eru nokkuð skemmtileg og hafa stuðmenn sinnt lagasmíðinni af mikilli fagmennsku. Það sem fór helst í taugarnar á mér við þessa mynd hversu illa hún var klippit og var oft skippt mjög furðulega á milli atriða. Þegar í heildinna er litið er hér á ferðinni ágætis mynd sem er allveg fínn í það að drepa tíman með. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Collateral
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Collateral er frábær mynd í alla staði og er hún besta mynd ársins á eftir Kill Bill vol.2 það sem af er árs. Myndin fjallar um dreymin leigubílstjóra að nafni Max (Jamie Foxx) sem dreymir um betra líf. Eitt kvöld fær hann upp í bílin sinn mann að nafni Vincent (Tom Cruise) sem er líka á leigumarkaðinum nema það að hann vinnur sem leigumorðingi. Hann tekur Max í gíslingu og þarf Max að keyra hann á milli staða þar sem Vincent hefur verið ráðinn til þess að kála vitnum í stóru eiturlyfjamáli. Hann þarf að stoppa á fimm stöðum og nú verður Max að beita öllum sínum ráðum til þess að komast lífs að frá Vincenti og kannsik að ná að bjarga lífi einhverja af fórnalömbum Vincents. Myndin geris að nóttu til í stórborginni Los Angeles og var hún því nær öll tekin upp á stafrænar vélar því að sú tækni nær nóttinni miklu betur en filman gerir. Þetta gerir það að verkum að myndin er mjög raunveruleg og sér maður L.A. í mun skýrara ljósi en í öðrum myndum og er bogin því eitt að aðalhlutverkum myndarinar og er það mjög flott. Michael Mann er mjög virtur leikstjóri í kvikmyndabrasanum en verð ég að viðukenna að Collateral er fyrsta myndin sem ég sé eftir hann og skil ég vel afhverju hann er talinn einn af bestu spennumynda leikstjórum í brasanum enda er Collateral gæða spennu mynd þar sem spennan eykst með hverju andartaki sem líður. Handrit myndarinar er skrifað af Stuart Beattie sem virðist vera mjög góður handrits höfundur og vonandi eigum við eftir að sjá meira af honum í framtíðinni. Leikurinn í myndinni er mjög góður og eru það leikarar á borð við Jada Pinkett Smith, Mark Ruffalo, Peter Berg, Bruce McGill og Irma P. Hall sem koma fram í myndini og eiga þau öll fínan leik en þau falla þó öll í skuggan af þeim félögum Tom Cruise og Jamie Foxx en eiga þeir báðir stjörnuleik í myndini og er samleikur þeira eitt af þeim atriðum sem gerir myndina jafn góða og hún er. Samleikur þeirra byggist á svona týpiskri baráttu góðs og ills. Tom Cruise sýnir það og sannar í þessari mynd að hann er einn af fremstu leikurum í bransanum og túlkar hann hann hinn bráðsnjalla, miskunnarlausa brjálaðing sem Vincent er af stakri snilld og á Cruise skilið að fá óskarsverðlauna tilnefnigu fyrir myndina en hann sýnir hér og sannar að hann getur bæði leikið hetju og illmenni. Þetta er að ég held fyrsta mynd sem ég sé með Jamie Foxx innanborðs og hann sýnir það í þessari mynd að hér er á ferðinni einn af skærustu stjörnum framtíðarinar og stendur hann sig með stakri prýði í hlutverki leigubílstjórans Max og finnst mér að hann eigi eins og Cruise að verða tilnefndur til óskarsverðlaunana fyrir leik sinn í myndinni enda gefur hann stórstjörnunni ekkert eftir. Reyndar er hann að gera það gott í mynd sem heitir Ray og fjallar um blinda tónlistamanni Ray Charles en það eru margir á því að hann eigi að fá óskarinn fyrir þá mynd og má það vel vera en mér finnst að hann eigi að vera tilnefndur til verðlaunana fyrir Collateral. Í heildinna litið er Collateral trúlega best leikna mynd ársins það sem af er og er hún mjög góð spennumynd en hún er ekki bara spennumynd heldur er hún mynd sem fjallar um taugatrekkjandi aðstæður og álagið sem fellur á einstaklinginn sem er hótaður að gera rangt af sér af leigumorðingja. Einni galli myndarinar er sá að myndin er full lengi í gang og dettur hún stundum niður á milli atriða fyrir hlé en eftir hlé fer hún á fullt. Það að myndin fer full hægt af stað kemur í veg fyrir að hún fær fullt hús hjá mér. Og svona í lokinn ælla ég að enda þessa gagnrýni með minnstæðustu setningunum úr myndini: Max : You... you killed him?

Vincent : No, I shot him. The bullets and the fall killed him. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pulp Fiction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Önnur myndinn sem snillingurinn Quentin Tarantino gerði og næst besta mynd hans að mínu mati á eftir Kill Bill vol.2. Myndin skiptist í þrjár sögur og segja þær frá skósveinum mafíósa í Hollywood sem sinna ýmisum erindum fyrir hann, skötuhjú sem ræna sér til viðurværis matvöruverslanir og veitingarhús og spilltur boxari. Útlit myndarinar er mjög flott og er myndin full af rugli eins og t.d. dópi og villeysu og gerir það myndina bæði mjög áhugaverða og mjög viðbjóðslega. Það kemur mikið úrval af leikurum fram í myndini og þ.á.m. John Travolta, Bruce Willis, Samuel L. Jackson, Tim Roth, Harvey Keitel, Cristopher Walken, Ving Rhames, Uma Thurman og sjálfur Quentin Tarantino sem leikur nokkuð stæra hlutverk í þessari mynd en hann lék í Reservoir Dogs og skilar hann hlutverkinu af sér á mjög góðan hátt. Þrír leikarar í myndinni voru tilnefndir til óskarsverðlauna fyrir myndina og voru það þau: John Travolta sem á frábæran leik í myndinni og var hann tilnefndur til verðlaunana fyrir leik í aðalhlutverki karla. Uma Thurman sem á magnaðan leik og var hún tilnefnd til verlaunana fyrir leik í aukahlutverki kvenna. Og svo var Samuel L. Jackson tilnefndur til óskarsverðlaunana fyrir leik í aukahlutverki karla og hefði hann átt skilið að hreppa verðlaunin enda á hann stórleik í myndinni. Pulp Fiction hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1994 ásamnt því að fá 7 tilnefningar til óskarsverðlauna það sama ár og hlaut hún einn verðlaun og vöru þau fyrir besta frumsamnda handit. Hér er á ferðinni algjört meistara verk sem allir verða að sjá. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reservoir Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Reservoir Dogs er fyrsta myndin sem snillingurinn Quentin Tarantino gerði og kom hún honum á kortið sem einn fremsti kvikmyndagerðamaður sögunar. Myndin fjallar um hóp af mönnum sem skipuleggja gimsteinarán en svo fer allt sem getur farið úrskeðis úrskeðist. Það er greinnilegt að einhver í hópnum hefur svikið þá og sagt lögreglunni frá ráninu. Svo rennur myndin áfram með flas-back atriðum við og við þar sem maður fær að kynnast mönnunum og maður fylgist með skipulagningu ránsins. En stærsta spurningin myndarinar er sú: hver er svikarinn. Myndin gerist nær öll í vöruhúsi og kemur það mjög vel út að mínu mati. Það er mikið úrval leikara sem leikur í þessari mynd og fer þar fremstur í flokki Harvey Keitel sem leikur Mr. White/Larry Dimmick og gerir hann það á listalega vel. Önnur stór hlutverk í myndini leika Tim Roth (Freddy Newandyke aka.Mr. Orange), Chris Penn (Nice Guy Eddie Cabot), Lawrence Tierney (Joe Cabot) og Michael Madsen sem leikur Vic Vega (aka. Mr.Blonde) en sú persóna er trúlega einn sú viðblóðslegasta í kvikmyndasöguni og túlkar Madsen hana virkilega vel. Svo er gaman að sjá sjálfan Tarantino í hlutverki Mr. Brown og verður bara að segjast að hann skilar því hlutverki mjög vel. Sennuþjófur myndarinar er að mínu mati Steve Buscemi sem leikur Mr. Pink en það er svona persóna sem getur eiginlega aldrei haldið kjafti og leikur Buscemi hann frábærlega. Tæknilega hlið myndarinar er mjög vel unnin og stendur upp úr tónlistin sem er mjög flott. Sem sagt er hér á ferinni gæða glæpa- og spennumynd sem allir ættu að sjá. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Terminal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Terminal kom mér skemmtilega á óvart og er hér óhætt að mæla með einni af skemmtilegustu myndum ársins. Myndin fjallar um Viktor Navorski (Tom Hanks) er er frá landinu Krakoziu. Hann kemur í upphafi myndarinar til Bandaríkana en vegna þess að stríð hefur brotist út í heimalandi hans er hann kyrrsettur á flugvellinum vegna þess að vegabréfi hans er hafnað. Og eftir það verður hann að búa á flugvellinum um óákveðinn tíma. Myndin er í alla staði mjög vel gerð tæknilega séð. Svo eiga leikararnir mjög góðan dag og stendur Tom Hanks þar upp úr enda á hann stórleik sem útlendingurinn Viktor Navorski og gætti ég vel trúað því að hann fá óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt. Catherine Zeta-Jones sýnir ágæta takta í hlutverki flugfreyjurnar Amelia Warren en hlutverk hennar er full lítið að mínu mati. Allir hinnir leikararnir eiga fínan leik. Í heildina litið er The Terminal mjög góð mynd og sæmir hún sér vel meðal annara mynda Steven Spielberg. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mystic River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mystic River er algjört meistaraverk sem hlotið hefur einróma lof gagrýnenda og hlaut hún tvö óskarsverðlaun á síðastliðinni óskarsverðlaunahátíð. Myndin fjallar um þrjá æskuvinni, stráka að nafni Sean, Jimmy og Dave. Myndin byrjar þegar þeir eru smá pollar og eru þeir að leika sér á götunni sinni í hokký þegar Jimmy fær þá til að skrifa nöfnin sín í blauta steipu. En þá kemur maður út úr bíl og segist hann vera lögga og skammar hann strákana og tekur svo Dave upp í bíllinn og ekur með hann á brott. Það liðu fjórir dagar þangað til að hann slap úr prísundinni en hann varð aldrei samur eftir atburðinn. Myndin heldur svo áfram um 25 árum seinna þegar dóttir Jimmy er myrt á hrotalegan hátt. Sean er orðinn lögga og er hann fenginn til að rannsaka morðið. Jimmy er með sambönd í undiheiminn og sver hann að finna morðingja dóttur sinnar á undan lögreglunni og drepa hann. Dave liggur undir grun sem morðingi hennar. Meira læt ég ekki upp um söguþráðinn. Myndin er í alla staði vel gerð. Tónlistin er frábær sem og kvikmyndatakan. Öll tæknilega hlið myndarinar er vel gerð. Leikstjórn myndarinar er frábær og á Clint Eastwood hrós skilið. Svo er komið að leiknum sem er einn kafli út af fyrir sig, enda er Mystic River best leikna mynd ársins 2003 að mínu mati. Sean Penn á stórleik sem Jimmy og fékk hann verðskulduð óskarsverðlaun fyrir framistöðu sína sem er hreint út sagt mögnuð. Kevin Bacon er einnig frábær sem löggan Sean og er það skandall að hann skyldi ekki hafa verið tilnefndur til óskarsverðlaunana sem besti leikarai í aukahlutverki fyrir þennan miklia leiksigur sinn. Allir hinnir leikararnir standa sig mjög vel en senuþjófur myndarinar er án vafa Tim Robbins en hann á stórleik sem Dave, drengurinn sem var beittur kynferðislegu ofbeldi og hefur alldrei náð sér af því. Tim Robbins hlaut verðskulduð óskarsverðlaun fyrir framistöðu sína í myndinni. Í alla staði er Mystic River frábær mynd sem allir sannir kvikmyndaáhugamenn verða að sjá. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter and the Prisoner of Azkaban er betri en mynd númer 2 en er munn slakari en fyrsta myndin. Harry Potter og fanginn frá Azkaban er að mínu mati lang lélegasta bókinn og því bjóst ég ekki við góðri mynd og myndin st´pð þær væntingar en þó bara naumlega. Nýr leikstjóri hefur tekið við taumunum og verður að segjast að hann stendur forvera sínum langt að baki. Það er eins og hann þekki ekki söguna og bitnar það gífurlega á myndini. Handritið er líka hræðilegt. Ég er samála því sem sumir segja að fyrstu tvær myndirnar voru of mikið copy-paste af bókunum en þessi er of mikið bara hápunktanir en svo eru atriði eins og fortíð Siriusar og mömmu og pabba mjög illa útskýrð og ég mæli með því að fólk eigi að vera búið að lesa bókinna áður en það sér myndina því annars mun það ekki botna upp né niður í myndinni. Leikurinn er alment góður en þó eru sumir leikarar sem eiga lélegan leik. Best er að byrja á þeim sem er að mínu mati einn lélegasti leikari í heiminum í dag en það er eingin annar en Daniel Radcliffe sem leikur sjálfan Harry Potter. Hann pasar svo einganvegin í hlutverkið, hann sýnir einginn leiktilþrif og hann gerir Harry að nær tilfiningarlausri persónu. Emma Watson er loksins fain að sín góðan leik sem Hermione Granger en persóna hennar hefur verið mjög illa skrifuð í hinum myndunum en loksins er komin hinn sanna Hermione Granger þó að Watson sé en svolítið pirandi. Rupert Grint á stórleik einn einna ferðina í hlutverki Ron Weasley og hann á eftir að gera það gott í framtíðinni. Svo er komið að einnum sennuþjófinum en þeir voru tveir í myndini og er sá fyrir Tom Felton í hlutverki Draco Malfoy. Hann á magnaðan leik og hélt hann myndini görsamlega uppi fyrir hlé og á mikið hrós skilið. Hinn senuþjófurinn er óskarsverðlauna leikonan Emma Thompson sem á snildar tilþrif í hlutverki hinnar létt gegguðu Sybil Trelawney. Svo eiga þeir Gary Oldman og David Thewlis frábæran leik í hlutverkum vinanna Siriusar Black og Remusar Lupin. Helstu vonbrigðin í leikara hópnum er Michael Gambon sem leikur Albus Dumbledore og verður að segjast að hann sýnir aldrei jafn góða takta og Richard Harris gerði í fyrstu tveimur myndunum. Allir hinnir leikaranir eiga góðan leik. Tæknilega hilð myndarinar er mjög vel unnin og stendur upp úr tónlist John Williams sem er mögnuð. Tæknibrellunar eru hins vegar frekar slakar og eru verur eins og vitsugunar og varúlfurinn illa unnin. Ef það á að takast að búa til jafn góða Harry Potter mynd og sú fyrsta er atriði númer eitt, tvö og þrjú að losa sig við Daniel Radcliffe. En þangað til læt ég mér þessar sem komnar eru nægja og ég gef því Harry Potter and the Prisoner of Azkaban tvær og hálfa stjörnu fyrir góðan leik og vel unna tæknilega hlið. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef séð Shrek tvisvar og ég er ekki að fatta snildina við hana. Fyrst þegar ég sá hana fannst mér hún ömurleg (kannski útaf því að það var Íslensk talsetning) og svo sá ég hana aftur um daginn (á ensku). Myndin fjallar í hnotskurn um Shrek (Mike Myers)sem er tröll sem vill ekkert með annað fólk eða aðrar verur hafa. Hann lyfir hamingjusamur í feninu súnu enda er þar nóg af öllu sem hann þarfnast. Aðalskemtun hans er að hræða líftóruna úr mönnum. En einn daginn fyllist fenið hans af ævintýraverum og er það verk hins illa Lord Farquaad (John Lithgow). Shrek er vitaskult hundfúll með það og arkar hann af stað til að hitta Lord Farquaad og fær hann í lið með sér málóðan asna (Eddie Murphy). Þegar á hólminn er kominn gerir Lord Farquaad samning við Shrek um að hann eigi að bjarga hinni fögru Fionu (Cameron Diaz) og ef honum tekst það fær hann fenið sitt aftur. Og leggja þeir Shrek og Asni upp í mikla svaliðför til að bjarga prinsesunni. Þessi mynd er svakalega vel gerð og hafa teiknaranir staðið sig mjög vel og er ekkert rangt að tæknileguhlið myndarinar. Það er hinns vegar sagan og handritið sem draga myndina niður. Sagan er blanda af mörgum sögum sem eru fléttaðar inn í nýa og er þetta mjög góð hugmynd en því miður virkaði hún alls ekki. Gömlu góðu persónunar eins og Gosi og fleiri eru svo miklar aukapersónur að maður tekur vart eftir þeim og maður fær einga tilfingu fyrir þessari sögu. Svo verður væminn yfirþyrmandi í lokinn að manni verður óglat. Talsetningin í myndini er góð og standa þau Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz og John Lithgow öll fyrir sínu og þá sérstaklega Eddie Murphy sem á stórleik sem Asnin. Brandaranir í myndini eru ágætir og eru þeir einir af fáum björtu ljósunum í handritinu. Shrek hlaut óskarsverðlaunin 2001 sem besta teiknimyndin og var það mjög óverðskulda þar sem Monsters inc. var sama ár og er það mun betri mynd. Niðurstaðan er semsagt sú að Shrek er myndin sem á sína góðu punkta en hún er samt ekkert meistaraverk. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Troy er fín mynd sem hefði geta orðið stórfenglegt meistaraverk hefði handritið verið sterkara. Myndin fjallar um eitt stærsta stríð sem sögunar eða stríðið milli Grikkja og Trójumanna. Sanarlega krefjandi verkefni að gera en því miður heppnaðist það ekki sem skildi. Það er best að byrja á því að fjalla um handritið sem er Achillesarhæll myndarinar. Ég hef ekki lesið Ilionskviðu (bara lesið myndasögu byggða á henni) en ég veit að það er ýmirslegt í þeirri bók sem kemur ekki fram í myndini eða var breitt. Trójustríðið stóð t.d. yfir í 10 ár en ekki tvær vikur eins og það er í myndini. Svo koma guðirnir mikið við sögu í Ilionskviðu en það er varla minnst á þá í myndini. Svo dóu margir of seint eða of snemma. En annars slepur handritið. Þýski leikstjórin Wolfgang Petersen leikstýrir myndini og tekst honum ágætlega upp. Leikurinn í myndini er yfir höfuð mjög góður þó að sumir eigi slakan leik. Brian Cox er frábær sem hinn valdasjúki Agamemnon og Brendan Gleeson er góður sem bróðir hans sem vill endurheimta eiginkonu sína Helenu úr höndum Trójumanna. Orlando Bloom og Diane Kruger eru fín sem elskendurnir Paris og Helena þó að þau geri ekki mikið annað en að líta vel út. Bloom á þó sínar bestu stundir í lokinn þegar hann mundar bogan líkt og hann gerði svo vel í Lord of the Rings. Sean Bean á svo frábæra takta sem Odyseifur en það var eimitt hann sem fann upp á því að smíða tréhestin fræga. Svo er komið að einum af allra bestu leikurum myndarinar en það er Eric Bana í hlutverki Trójuprinsins Hectors. Hann á stórleik í myndini og finnur maður til með persónu hans allan tíman og verðskuldar Eric Bana svo sannarlega óskarsverðlauna tilnefningu fyrir leik sinn í myndini. Svo er komið að senuþjófi myndarina en það er enginn annar en gamlabrýnið Peter O'Toole sem leikur hinn aldraða konung Tróju Priam. Hann vinur algjöran leiksigur í myndini og er hann með eina af bestu leik framistöðum ársins og á hann sannarlega skilið að verða tilnefndur til óskarsverðlaunana ef ekki bara að hljóta þá því að röðin er kominn að honum. En í öllum góðum leik hópum er alltaf einhver Achillesarhæll og í þetta skiptið er það Brad Pitt í hlutverki sjálfs Achillesar. Achilles var maður sem gerði allt til að koma nafni sínu á spjöld sögunar og honum tókst það en hann hlýtur að snúasér við í gröf sinni ef hann fréttir af leik Brad Pitt. Pitt gerir Achilles að algjörum skíthæl og mann er algjörlega sama um allt sem hann gerir. Pitt passar alls ekki í hlutverkið og hefði verið hægt að fá miklu betri leikara í hans stað. Tæknilega hlið myndarinar er mjög flott og á myndin örugglega eftir að hreppa einhverja óskara fyrir hana (líklega fyrir búninga). Troy er fín sumarmynd og er hægt að hafa mjög gaman af henni ef horft er framjá einu og einu smávægilegum atriðum. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Van Helsing er fyrsta stórmynds sumarsins og sem slík stendur hún vel að vígi en hvað varðar sögu þá er hún afar slök. Myndin fjallar um mann að nafni Van Helsing sem vinnur fyrir leynifélag á vegum vatikansins og fellst vinna hans í því að uppræta allt illt í heiminum. Hann er sendur til Transilvaníu til að uppræta óvinn númer 1. sjálfan Drakúla greifa. Myndin hefur að bjóða upp á frábæran hasar og tæknibrellur en það er einn af stærstu göllum myndarinar að tæknibrellurnar eru ofnotaðar og hasarin er of mikill. Þegar maður var að vonast eftir löngum og góðum samtölum stóðu þau í mestalagi yfir í 3 mínutur og þá gerðist eithvað svakalegt sem stóð í um 10-15 míutur. Stærsti galli myndarinar er án vafa handritið sem er hrikalega illa skrifað og vantar mjög mikið í það. Þegar leikstjóri myndarinar Stephen Sommers skrifaði það hefur hann greinilega bara verið að hugsa um hassarin en ekki um söguna. Það sem fór mest í taugarnar á mér í sambandi við handritið var að það var alltaf verið að tala um fortíð Van Helsing en svo þegar myndini lauk var maður ekkert búinn að fá að vita um fortíð hans. Fyrir utan þetta sem ég var að telja upp er þetta alveg ágætis mynd. Leikurinn í myndini er fín og stendur Hugh Jackman þar fremstur í flokki sem Van Helsing og oft á tíðum heldur hann myndini uppi. Richard Roxburgh leikur sjálfan Drakúla greifaog á hann ágætan leik þó hann ofleki stundum. Um húmorinn í myndini sér David Wenham algjörlega um sem munkurinn Carl. Flestir ættu að þekkja David Wenham sem Faramir í Lord of the Rings þríleiknum og verð ég að segja að hann ætti frekar að halda sig við þannig hlutverk en hann á þó góðan dag hér. Svo er leikonan Kate Beckinsale í einu af aðalhlutverkunum og leikur hún hinna ótalausu Önnu Valerious og verð ég að segja að hún á slakan leik. það er gaman að sjá í þessari mynd nokkur af helstu skrímslum kvikmyndasögunar og má þar nefna Drakúla, Frankenstein skrímslið, úlfmaninn og svo kemur Dr. Jekyll og Mr. Hyde við sögu. Van Helsing verður trúlega tilnefnd til einhverja óskarsverðlauna fyrir tæknilegu hliðina og á hún mestan séns á að vinna förðunarverðlaun. Í heildina litið er Van Helsing ágætis sumarmynd sem hægt er að hafa gaman ef litið er framhjá ofnotkun á tæknibrellum og mein gölluðu handriti. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ben-Hur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ben-Hur er í einnu orði sagt STÓRFENGLEG. Myndin varð kalssísk dagin sem hún var frumsýnd. Myndin heitir einnig Ben-Hur: A Tale of the Christ og vísr það nafn í þáttökku Jesús Krists í myndini en hlutverk hans i myndini er lítið en þó örlagaríkt. Myndin byrjar á því að maður sér Maríu og Jósef á leiðinni til Betlihem. Svo fer þar fram fæðing frelsarans. Myndin heldur svo áfram 26 árum síðar og maður kynnist Júda Ben-Hur (Charlton Heston) sem er auðugur Gyðingur í Jerúsalem. Svo fylgist maður með ævintýrunum sem hann lendir í. Hvernig hann slítur vináttu sinni við æskuvinn sinn hinn volduga rómverska hershöðinga Messala (Stephen Boyd). Svo sér maður þegar Júda er handtekinn og sendur á galeiðunar og þegar hann lendir í orustu og bjargar lífi rómverska ráðsmannsins Quintus Arrius (Jack Hawkins)og það hvernig Quintus Arrius tekur Júda undir sinn vendar væng og ættleiðir hann. Svo fær maður að sjá hvernig Ben-Hur verður einn fremsti hestakeru ekill í öllu Rómaveldinu og margt fleira. Þetta hljóma eins og langdreginn og leiðinlegur söguþráður en það er hann síður en svo. Myndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut hún 11 verðskulduð óskarsverðlaun og voru þau fyrir bestu myndina, besti leikstjóri (William Wyler), besti leikari í aðalhlutverki (Charlton Heston), besti leikari í aukahlutverki (Hugh Griffith), listræn stjórnun, kvikmyndataka, búningar, klipping, tónlist, hljóð og tæknibrellur. Myndin var einnig tilnefnd fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni. Leikstjóri myndarinnar er William Wyler og vissi hann upp á hár hvað hann var að gera og hlaut hann verðskulduð óskarsverðlaun fyrir leikstjórn sína. Leikurin í myndini er ótrúlegur. Charlton Heston springur út í hlutverki Júda Ben-Hur og hlaut hann óskarsverðlaunin fyrir leik sinn. Jack Hawkins er traustur sem rómverski ráðsmaðurinn Quintus Arrius og hefði hann átt fullt erindi í slagin um óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki en var hann því miður ekki tilnefndur. Sennuþjófur myndarinar er Stephen Boyd sem er hreint og beint ótrúlegur sem rómverski hershöfðinginn Messala sem í uppahafi myndarinar er vinnur Ben-Hur en óvinnur í lokinn. Að mínu matti átti hann hað hljóta óskarsverðlaunin sem besti leikari í aukahlutverki en svo furðulega vill til að hann var ekki einu sinni tilnefndur en hann hlaut þó Golden Globe verðlaunin í sárabætur. Hugh Griffith er mjög góður sem Arabinn Sheik Ilderim og hlaut hann nokkuð verðskulduð óskarsverðlaun fyrir leik sinn þó mér finnist persónulega að Stephen Boyd hefði átt að fá þau. Finlay Currie er góður sem Balthasar sem var einn af vittringunum þrem og er einnig Frank Thring góður sem Pontus Píaltus. Einnig vil ég hrósa Martha Scott og Cathy O'Donnell fyrir frábæran leik sem móðir og systir Ben-Hur. Tæknilega hlið myndarinar er mjög vel gerð og stendur þar upp úr kvikmyndatakan og búningahönnunin. Það eru persónur í myndini sem koma úr biblíuni sem og nokkur atriði svo sem krossfestingin, byrjunin á Fjallræðuni og fæðing frelsarans og er mjörg gaman að sjá þessi atriði. Ben-Hur er mynd sem ég mæli með fyrir alla og ef þú hefur ekki séð hana farðu út í næstu búð og fáðu þer hana á DVD því að hún er þess virði að eiga. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Master and Commander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Master and Commander: The Far Side of the World er sankallað meistaraverk og er hún besta mynd ársins 2003 á eftir The Lord of the Rings: The Return of the King. Ástralinn Peter Weir(Witness og The Truman Show) leikstýrir myndinni og fékk hann verðskuldaða óskarsverðlauna tilnefningu fyrir leikstjórn sína. Myndin gerist árið 1805 og eiga Frakkar og Englendingar í stríði. Myndin segir svo frá áhöfn breska herskipsins Surprise. Skipstjórinn, Jack Aubry (Russel Crowe), kallar ekki allt ömmu sína og þekkir skipið út og inn og veit hvað það þolir. Hann hefur fengið fyrirmæli um að elta franska herskipið Acheron uppi og stöðva það með öllum ráðum í því að breiða stríðið út. Einni gallin er að Acheron er mun stæra skip en Surprise, það hefur helmingi fleiri fallbyssur og er áhöfnin mun fjölmennari. Þegar Acheron gerir óvænta árás á Surprise og skilur það eftir stórlaskað ákveður Jack Aubry að elta skipið uppi. Nú hefst eltingarleikur út af við stönd Brasilíu og berst hann út um allt haf og jafnvel til Galapogoseyja. Þótt að þessi eltingarleikur virðist frekar ójafn lumar Jack Aubry á nokkrum brögðum sem hann áætlar að muni virka eða hvað? Master and Commander er frábær kvikmynd í alla staði. Leikurinn er ótrúlegur og á Russel Crowe stórleik sem Jack Aubry og er þetta einn besti leikur hans á ferlinum (mun betri í þessari mynd en t.d. í Gladiator). Þeir Lee Ingleby, Max Pirkis, James D'Arcy og Billy Boyd eiga allir mjög góðan leik sem og aðrir leikarar í myndinni. Það er hins vegar Paul Bettany sem stelur senunnu en hann leikur Dr. Stephen Maturin sem er læknirinn á skipinu og einnig er hann náttúrulífsfræðingur. Handritið er frábært og er synd að það skyldi ekki hljóta tilnefningu til óskarsverðlaunana. Master and Commander: The Far Side of the World var tilnefnd til 10 óskarsverðlauna og þar á meðal sem besta myndin og fyrir leikstjórn Peter Weir. Myndin hlaut þó aðeins 2 verðlaun og vöru þau fyrir kvikmyndatöku og fyrir hljóðvinnslu. Myndin sýnir með raunsægis augum hvernig lífið var á svona seglskipum og er því holt fyrir alla að sjá þessa mynd og eiga hana. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Starsky and Hutch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög leiðinleg mynd sem er með nokkur fyndin atriði. Myndin fjallar um tvær löggur á áttunda áratugnum sem eru fegnar til að leysa morðmál en flækkjast svo í eitt stærsta eiturlifjasmygl sögunar. Nær allt við þessa mynd er illa gert. Leikurinn er hræðilegur og er það aðeins Owen Wilson sem á þokkalegan leik en Ben Stiller nær engu sambandi við persónu sína. Snoop Dogg er líka hálf bjánalegur í hlutverki sínu. Handrið er slakt og er leikstjórnin mjög léleg. Sem sagt mynd sem ég mæli ekki með nema fyrir hörðustu aðdáendur Owen Wilson og Ben Stiller. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jaws
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins er ég búinn að sjá myndina sem kom Steven Spielberg á kortið og þar er enginn smá mynd á ferðinni. Myndin fjallar um friðsælan og róglegan baðstrandsstað á austurströn Bandaríkjana sem verður skyndilega fyrir árásum frá risa stórum manætuhákarli. Lögreglustjórinn bæjarins, Martin Broody (Roy Scheider) verður mjög áhyggjufullur og þegar þrjár manneskur hafa látið lífið ákveður hann að leita hákarlinn uppi og koma honnum fyrir kattarnef. Hann fær í lið með sér gamla sjómanninn Quint (Robert Shaw) og nátturufræðinginn Matt Hooper (Richard Dreyfuss). Og eftir það fylgist maður með spennandi eltingaleik milli þeirra félaga og hákarlisins. Þetta er topp spenumynd sem fær hárin á manni til að rísa. Myndin sló í gegn á sínum tíma og hreppti hún þrenn óskarsverðlaun en þau voru fyrir bestu klippingu, besta hljó og fyrir bestu tónlist. Einnig var myndin tilnefnd til verðlaunana sem besta mynd ársins. Það kom mér á óvart að komast að því að Steven Spielberg var ekki einnu sinni tilnefndur fyrir leikstjórn sína en að mínu mati er hún í hæsta gæðaflokki. Leikurinn í myndini er mjög góður og fara þeir Roy Scheider,Robert Shaw og Richard Dreyfuss þar fremstir í flokki. Tónlistin í myndini er einn af sterku þáttm myndarinar og magnar hún spennuna í myndini. Kvikmyndatakan er líka í sér flokki og er það fáránlegt að hún fékk ekki einnu sinni tilnefningu til óskarsverðlaunana. Jaws er einn af þessum gömlu klassísku myndum sem eingin má láta fram hjá sér fara. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Finding Nemo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er orðið ljóst að þegar maður fer á Pixar mynd í bíó þá á maður von á frábæri skemtun og þar er Finding Nemo enginn undantekning. Ég fór á þessa mynd á sérstakri forsýningu einhver tímann fyrir jól og skemmti mér svo vel að ég skelti mér á hana aftur í gær. Myndin byrjar á því að hákarl ræðst á öll eggin sem foreldrar Nemos voru búinn að hryggna og í örvæntingarfullri tilraun til að vernda eggin lætur móðir Nemos lífið og étur hákarlinn öll eggin nema eitt og áhveður Marel (það er nafnið á föður Nemos) að skíra hann Nemo. Myndin heldur svo áfram nokkrum árum seinna þegar Nemo littli er að fara byrja í skólanum. Kennarinn áhveður að fara með krakkana á stað sem heitir The Drop off. Marel er ekki allveg sáttur við það enda er það staðurinn þar sem móðir Nemos lét lífið. Elltir hann hópinn uppi og þegar hann sér Nemo og fjóra aðra krakka vera í keppni um hver geti synt nærst bát sem er þar fríkar hann út og hundskamar Nemo. Nemo sárnar það mjög og þegar faðir Nemos og kennari hans byrja að ræða málin syndir Nemo að stað og fer hann alveg upp að bátnum og snertir hann bátinn. En þegar Nemo er að synda til baka er honum rænt af köfurum sem nema hann á brot. Í skelfingu sinn fer Marel að elta bátinn en mysir hann sjónar af honum. Eftir þetta er myndin tvískipt. Annars vegar fylgist maður með Marel og leit hans að Nemo en á ferð hans kynnist hann bláum fiski sem heitir Dóra og þjáist hún af skamtíma mynnisleysi. Og hún slæst í för með Mareli þó hún sé oftar til vandræða frekar en til gagns. Á ferð þeirra í leit að Nemo hitta þá hákarla sem eru að reyna að hætta að borða fiska, þá lenta í marglitu geri, þau hitta risaskjalbökur á AÁS (austur ástralíu straumurinn), þau lenda í hvalsmaga svo fát eitt sé nefnd. Hinn hluti myndarinnar er að maður fylgist með Nemo littla en hann var tekinn af tanlækni til Sydney í Ástararlíu og ætllar hann að gefa frænku sinni Dæju Nemo í afmælisgjöf. Í búrinnu sem Nemo er í kynnist hann öðrum fiskum sem eru þar og kalla þeir Dæju fiska morðigjan. Og svo svo fylgist maður með flóttatilrunum þeira og áætlunum að koma Nemo unda Dæju. Þessi mynd er enn ein rósin í hnappagatið fyir Pixar og hlaut myndin verðskulduð óskarsverðlaun fyrir bestu teiknimynd ársinns 2003 en hún var einnig tilnefnd fyrir besta frumsamnda handritið, bestu tónlistina og fyrir hljó vinnslu. Ég sá myndina með íslensku tali og er hún mjög vel talsett og er þatta einn besta talsetning á teiknimynd á íslensku sem gerð hefur verið lengi. Leikstjóri myndarinar er Andrew Stanton og vferð ég að segja að þessi maður er snillingur en hann leikstýrði myndinni, skrifaði handritið og var einn af framleiðindum hennar. Sem sagt, hér er á ferðinni mynd sem einginn ætti að missa af og er hún skildu eignn á hverju siðmenntuðu heimili. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
No Man's Land
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd sem fékk óskarsverðlauni og Golden Globe-verðlaunin sem besta erlenda myndin árið 2001. Myndin gerist í Bosníustríðinu og byrjar hún á því að Bosnísk hersveit villist í þokku og lendir á miðjum vígmelli Serba og Bosníumanna og eru allir skotnir niður af Serbum nema tver sem ná að flýa í skotgröf og þar fær annar Bósníumaðurin sperngjubrot í sig og telur félagi hans hann af. Og þegar tveir Serbiskir hermenn koma til að athuga skotgröfina taka þeir manninn sem varð fyrir sprengjubrotinu og festa undir hann sprengju sem myndi springa þegar hann yrði hreyfður. En Bosníumaðurinn sem komst lifandi ofan í skotgröfina drepur annan Serban og skýtur hinn en ákveður að þyrma lífi hans. Og út frá því hefst ótrúleg atburðarás þar sem óvinnahermenirnir tveir gera allt til að ná atygli samfélagsins og fá björgun. Þetta er einn áhrifa mesta mynd sem ég hef séð og sömuleiðis besta mynd sem ég hef séð sem er hvorki Bandarísk, Bresk eða Íslensk. Danis Tanovic vinnur hér öndvegis verk og sýnir hann manni stríðið á mjög raunsæginn hátt. Sem sagt, hér er á ferðinni mynd sem enginn sanur kvikmyndáhugamaður má missa af. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The School of Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

School of Rock er létt geguð grínmynd sem kemur öllum í gott skap. Dewey Finn (Jack Black) er maður sem þráir ekkert ofar öllu en að slá í gegn sem rokktónlistarmaður. En þegar hann er rekinn úr hljómsveitinni sinni breitast áætlarnir hans. Hann býr með vinni sínum og kærustu hans en hún vill ekkert meira en hendanum á dyr vegna þess að hann borgar alldrei leiguna sína. Og þegar vinni hans er boðin staða við kennslu í skóla (vinnur Finn er afleysingakennari) þykkist Finn vera vinnur sinn og fer hann að kenna sem afleysingarkennari. En þegar hann sér að krakkarnir sem hann á að kenna geta spilað á hljóðfæri ákveður hann að stofna hljómsveit með þeim og fara í kepnni og vinna 20000 dollara. Og útfrá því hefst sprenghlægileg atburðarás. Þetta er toppgrín mynd og fer Jack Black á kostum sem hinn misheppnaði rokkari Dewey Finn og spái ég því að hann verði tilnefndur til Golden Globe verðlaunana sem besti leikari í gaman eða söngvamyndum. Aðrir leikarar myndarinar standa sig vel og koma þar krkkarnir á óvart en nær allir krakkarnir eiga góðan dag. Sem sagt skemntileg gamanmynd með rokk og ról stefningu sem allir ættu að sjá. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nothing to Lose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð gaman mynd sem skartar stórstjörnunum Tim Robbins og

Martin Lawrence í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ríkan og hamingjusaman mann sem heitir Nick Beam(Tim Robbins) sem kemur snema úr vinnuni til að bjóða konu sinn á óvænt stefnumót. En þegar hann kemur sér hann tvö fólk eiga mök heima hjá sér og heldur hann að þetta sé konan hans og yfirmaður hans. Hann ákveður að byrja nýu lífi með að keyra lengst út í r.gat. En þegar hann stoppar við gatnamót reynir ræningi (sem er leikin af Martin Lawrence) að ræna Nick. En hann valdi rangan mann á röngum deigi til að ræna. Nick gerir sér lítið fyrir og rænir þjófinum og fer mað hann í Þeysi reið um auðnir Arasona þar sem þeir fara svo að reyna fyrir sér saman í glæpum. Þetta er mjög góð mynd og kann Steve Oedekerk sem gerir handritið og leikstýrir myndini að láta fólk hlægja. Þeir félagar Tim Robbins og Martin Lawrence fara á kostum og er þetta mynd sem aðdáendur þeirra þurfa að sjá. Sem sagt hér er á ferðini frábær gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Myndin fjallar um Ethan Hunt (Tom Cruise) sem er hátækninjósnari og vinnur hann hjá CIA. Um tíma hefur CIA haft grun um að einhver hátsettur innan CIA sé að selja hátæknilyndamál til vopnasala að nafni Max. Spurningin er bara hver er svikarinn. Þegar Ethan og hópurinn hans eru að ransaka mál í Prag fer allt úrskeiðis og allir í hópnum deyja nema Ethan. Og allt í einu er Ethan orðin aðalskotmark CIA því að morðingin sem framndi morðin á hópnum vissi mjög vel hvernig áætlunin virkaði og er Ethan sá eini sem vissi um áætlunina. Og á hann því fótum sínum fjör að launa á flótanum undan CIA. En ekki er allt sem sínist. Þessi mynd hefur allt sem góðirspennutryllar þurfa og fara þar fremst í flokki tæknibrellurnar sem eru allgjör snild. Einnig er tónlist Danny Elfsman mjög góð eins og kvikmyndataka myndarinar. En það er leikurinn sem stendur upp úr sem mér finnst vera mjög sérstakt þegar um er að ræða svona myndir. Þau Tom Cruise, Jon Voight og Emmanuelle Béart fara á kostum sem og aðrir leikarar myndarinar. Handritið er mjög stekt sem og leikstjórn Brian De Palma en hún er mjög góð. Mission: Impossible er mynd sem allir aðdáendur spennutrylla eiga að sjá sem og aðrir kvikmynda áhugamenn. Takk fyrir:
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fugitive
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd sem fjallar um lækni sem er sakfelldur fyrir morð á konu sinni. Hann er dæmndur til dauða en á leiðini í fangelsið fer rútan sem flytur fangana útaf veginum og sleppur læknirin. Hann gerir ýmirslegt til að breyta útliti sínu svo löggan þekkir hann ekki og einnig fer hann að leita að raunverulegu morðingja konum sinar. Frábær spennu mynd og á Harrison Ford stórleik í myndini eins og þau Sela Ward, Julianne Moore, Joe Pantoliano, Andreas Katsulas og Jeroen Krabbé. En þau falla þó allir í skuggan á Tommy Lee Jones sem á hreinan stórleik sem FBI maður sem eltir læknin á röndunum enda hlaut hann verðskulduð óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndini. Mynd sem allir verða að sjá sem hafa gaman að góðum spennutryllum. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Fish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Big Fish er einn skrítnasta mynd sem maður getur séð og því frábær fjölskyldumynd. Myndin fjallar um Ed Bloom sem er maður sem elskar að segja ýktar sögur af sjálfum sér. Sonur hans er þó öllu jarðbundnari og þegar faðir hans segir sögu af sjálfum sér við brúðkaup sonar síns fær sonurinn nóg og tala þeir feðgar ekki saman í þrjú ár eftir það. En þegar Ed veikist illilega þarf sonurinn að koma og fer hann einnig að grenslast fyrir um það hvað í sögunum var satt og hvað var lygi. Þessi mynd er frábær skemntun og hefur Tim Burton skapað eithvað mjög sérstakt. Leikaranir standa sig frábærlega og fer þar fremstur í flokki Albert Finney sem á stórleik sem Ed Bloom í nútímanum. Einnig fer Ewan McGregor á kostum sem Ed Bloom ungur og eins og hann er í sögunum. Sterki þáttur myndarinar er leikurinn og handritð, sem er frábært og er skrítið að það skyldi ekki hljóta tilnefningu til óskarsverðlaunana. Myndin er hinns vegar tilnefnd fyrir tónlistina sem er mjög góð. Myndin er í anda Forrest Gump og allir sem höfðu gaman að þeiri mynd munu elska Big Fish. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Last Samurai er glæsileg kvikmynd og í alla staði vel gerð. Myndin fjallar um hermanninn Nathan Algren ( Tom Cruise )sem í upphafi myndarinar er að drekka sig í hel eftir að hafa tekið þátt í miskunarlausum árásum á Indána byggðir í Bandaríkjunum. Er hann svo ráðin til Japans til þess að þjálfa herdeildir keisarans í nútíma vopnaburði og einnig til þess að bæla niður uppreisn samúræjaforíngans Katsumoto (Ken Watanabe). En þegar Algren er tekin hondum af samúræjunum kynnist hann menningu samúræjana og snýst hann á band með þeim og myndast mikil vinátta milli hans og Katsumoto. Myndin er í alla staði vel gerð og skiptir umhverfi Japans þar miklu máli. Leikurinn í myndinni er mjög góður og á þá Tom Cruose stórleik sem hermaðurinn Nathan Algren og hefur hann aldrei verið betri. Einnig á Ken Watanabe mjög góðan leik sem samúræja forninginn Katsumoto. Bardaga atriði myndarinar eru stórkostleg og kemur samúræja bardagatæknin vel út. The Last Samurai er tilnefnd til þrennra Golden Globe-verðlauna og eru þau fyrir: besta leikara í aðalhlutverki (Tom Cruise), besta leikara í aukahlutverki (Ken Watanabe) og bestu tónlistina. Mér finnst líklegt að myndin fá líka einhverjar óskarstilnefningar og finnst mér líklegt að þær verði á bilinu 5-6. Og hreppir hún líklega tónlistar óskar. Sem sagt frábær mynd sem öllum er hollt að sjá. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Liar Liar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki besta mynd Jim Carrey, ekki besti leikur hans, en lang fyndnasta mynd hans. Myndin fjallar um Fletcher Reede sem er lygasjúkur lögmaður. Samband hans við fyrverandi eiginkonu sína og son hans er ekki alveg það sem best verður á kosið og þegar Fletcher kemur ekki í afmæli sonar síns Max óskar Max sér að í aðeins ein dag geti Fletcher ekki logið. Og viti menn. Óskin rætist. og í kjölfar þess hefst stórhlægileg atburðarrás. Myndin er góð á flesta kanta og eru sum atriðin alveg drep fyndin. Jim Carrey á fínan leik í þessari mynd eins og flestir aðrir leikarar myndarinar. Þessi mynd er frábær í afmæli eða yfir skyndibita mat. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja. Lokakaflinn í besta vísindaskáldsögu þríleik sögunar er kominn og nú dregur að úrslitum. Vélarnar ráðast inn í Zion og heyja mennirnir og vélanar þar stórfenglega orustu. Á meðan ferðast Neo og Trinity til vélaborgar og heyjir svo Neo sitt loka einvígi við Smith. Myndin er í alla staði ótrúlega vel gerð og má vart þar veikan blett finna. Ég fór í bíó með miklar væntingar og stóð myndin svo sanarlega undir þeim. Tæknibrellunar eru þær bestu sem ég hef séð og ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef þær fá ekki óskarainn. Leikaranir í myndini eru mjög góðir og ber þá helst að nefna þau Keanu Reeves, Carrie-Ann Moss, Laurence Fishburne og Jada Pinkett Smith sem leika mjög vel í sínum hlutverkum og líka aðrir leikarar eins og sú sem leikur véfrétinna. En eins og í öllum Matrix myndunum stendur einn leikari alltaf upp úr og er það án vafa í öllum myndunum Hugo Weaving. Hann leikur hinn illa Smith á svo sanfærandi hátt að maður á bátt með að trúa því. Eins og í atriðuni þar sem Smith er að missa sig þá leikur hann að slíkum krafti að það er hálf ótrúlegt. Ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef hann fær ekki óskarsverðlauna tilnefningu fyrir leik sinn í þessari mynd (og þá sérstaklega þessari) eða fyrir leik sinn í Reloaded. Handritið er sterkt og er leikstjórnin það líka og hefur Wachowski bræðrunum tekist mjög vel upp í þeim efnum. Kvikmyndatakan er snill eins os svo margt annað sem við kemur þessari mynd. Sem sagt í heildina litið er The Matrix Revolutions traust spennumynd sem allur ættu að sjá í bíó svo er hún líka næst besta Matrix myndin á eftir The Matrix. Svo ég segi bara eins og Tómas sagði hér fyrir ofan: Góða skemmtun!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Árið er 1942 og nasistar sækja hart að Rússum. Undir forustu Kruschevs (Bob Hoskins) veita borgarar Stalíngrad hetjulega mótspyrnu og þar fer aðalhetjan, Vassili Zaitsev (Jude Law) fremstur í flokki. Vassili er úrvalsleyniskytta og afrek hans hafa gert hann að goðsögn-þökk sé áróðri besta vinar hans, stjórnmálaleiðtogans Danilov (Joseph Fiennes). Til að stöðva Vassili, senda Þjóðverjar bestu leyniskyttu sína, Konig majór (Ed Harris) til Stalíngrad. Þegar Vassili og Danilov verða báðir ástfangnir af fallegum hermanni (Rachel Weisz), yfir gefur Danilov vin sinn og lætur Vassili hinum þýska andstæðingi sínum aleinn. Meðan borgin brennur hefja Vassili og Konig leik kattarins að múisinni og heyja einkastíð hugrekkis, heiðurs og föðurlands. Enemy at the Gates er mynd sem snerti mig mjög og fékk hún mig mikið til þess að hugsa hvernig það var að vera í rauða hernum og annar hvort falla fyrir kúlum Þýskra hermana eða fyrir kúlum Sovéskra hermana ef maður reyndi að flýja vígvöllinn. Jean-Jacques Annaud hefur unnið öndvegis starf og hefur honum með frábærum árángri tekist að sína af gríðarlegri nákvæmni tekist að færa ógn stríðsins inn í stofu til manns. Leikaranir eru frábærir og fara þar fremstir í flokki Jude Law, Joseph Fiennes og Ed Harris fremstir í flokki, en eiga þeir alli stórkostlegan leik. Einnig eiga þau Rachel Weisz og Bob Hoskins góðan dag. Handritið er sterkt og er vart veikan blett að finna. Kvikmyndatakan, klipingin, tónlistin, hljóðið, hljóðvinslan, förðinin, búninganir og tæknibrellunar eru lík með því besta. Enemy at the Gates er mynd sem hefði mátt hljóta þó nokkrar tilnefningar til óskarsin einns og t.d. fyrir leikstjórn, handrit og leik Jude Law og Ed Harris. Þetta er besta stríðsmynd sem ég hef séð síðan ég sá Saving Private Ryan og því skyldu áhorf fyrir unnendur góðra stríðsmynda og kvikmyndaáhugamana almennt. Svo nú bíð ég spenntur eftir að sjá The Thin Red Line á rúv um næstu helgi og sjá hvort hún getur slegið þessu meistaraverki við. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Terminator 2: Judgment Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Terminator 2: Judgment Day er frábær mynd og án efa besta mynd Arnolds Schwarzeneggers. Terminator 2: Judgment Day gerist 10 árum eftir fyrstum myndina eða árið 1994. Nú er barnið sem aldrei átti að fæðast, John Connor (Edward Furlong)

10 ára og býr hann hjá fóstur foreldrum þar sem mamma hans Sara Connor (Linda Hamilton) situr föst á geðsjúkrahúsi. En nú er T-800 (Arnold Schwarzenegger) aftur sendur í gegnum tíma en nú ekki í þeim tilgangi að drepa Sara Connor heldur til að vernda hana og son henner John gegn vélmeninu T-1000 (Robert Patrick) sem vélarnar sendu í gegnum tíman til að drepa John. Upphefst svo spennandi atburðar rás sem heldur manni í heljargreipum allan tímann. Þessi mynd er frábærlega vel útfærð og spilar þar hasinn og spennan lykilatriði. James Cameron hefur tekist að skapa frábæra mynd sem er blanda af spennu og vísindaskáldskapi sem svíkur einngan. Tæknibrellunar í myndinni eru snild og ekki skrítið að þær skyldu fá óskarinn. Leikaranir í myndini eru líka góðir og þá sérstaklega þau Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton og Edward Furlong sem eiga öll stórleik. Robert Patrick er líka góður sem T-1000. Terminator 2: Judgment Day hlaut 4 óskarsverðlaun fyrir árið 1991 og voru þau eftirfarandi: Besta förðun, bestu tæknibrellur, besta hljóð og besta hljóðvinnsla. Sem sagt hér er á ferðinni mynd sem allir ættu að sjá og hún er trúlega einn besta framhaldsmynd sem gerð hefur verið svo hún svíkur einngan. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spy Kids 3-D: Game Over
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemteleg mynd um Juni Cortes sem fær það erfiða verkefni að fara inn í tölvuleik og bjarga systur sinni sem horfið hefur þar. Þessi mynd er nokkuð lakari en fyrsta myndin (hef ekki séð númer 2). Samt er þetta hinn fínasta skemmtun og afþreying. Helsti galli myndarinar er það sem á að gera hana svona flotta en það er það að hún er í 3-d. Hún hefði trúlega komið munn betur út venjulega. Samt er mjög gott að hafana svona. Leikaranair í myndini eru fínir og þá sérstaklega Sylvester Stallone sem er óborganlega fyndinn. En sá sem stelur senunni er án vafa Elijah Wood (Frodo úr The Lord of the Rings) sem er kannski í myndini í rúmar 3 mínutur en hann á svo sankallaðan stórleik á þeim mínutum að það er ótrúlegt. Sem sagt fín afþreying sem allir ættu að sjá. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Truman Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað er hægt að segja um The Truman Show? SNILLD!. Myndin fjallar um Truman Burbank (Jim Carrey) sem hefur alla ævi búið í bænum Seahaven í Bandaríkjunum. Það er hreinn og rólegur bær og Truman heldur að hann lifi alveg eðlilegt en svo er ekki. Trumann veit nefnilega ekki það sem allir vita að hann er aðall stjarnan í vinsælasta sjónvarps þætti í heimi og að heimabær hans er inn í stærsta stúdíói í heimi og að íbúar bæjarins og jafnvel konan hans foreldrar og besti vinnur eru bara leikarar. Þeim sem er að þakka að Truman hefur alldrei komist að hinnu sanna um tilveru hans er maður að nafni Christof (Ed Harris) en hann er skapari og höfundur þáttarins. En eitt atvik sem gerist fær svo Truman til að efast um tilveru sína og fer hann að reinna að komast að hinu sanna. The Truman Show var útnefnd til þrennra óskarsverðlauna árið 1999, fyrir leik Ed Harris, leikstjórn Peter Weir og fyrir handritið. Mér finnst hinsvegar hálf skrítið að Jim Carrey hafi ekki hlotið tilneningu fyrir þennan stórkostlega leiksigur sinn. einnig finnst mér að myndin hefði átt að ver útnefnd fyrir bestu kvikmyndatöku, besta tónlist og besta mynd ársins. Sem sagt frábær mynd sem var tvímælanlaust ein besta mynd ársins 1998 og ein sú frumlegasta sem gerð hefur verið og er það skylda að sjá hana. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ástríkur og Steinríkur gegn Sesari
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemtileg mynd um þá Ástrík og Steinrík í barátu sinni gegn rómverjum og Sesari. Myndin er vel leikin og einig vel talset á íslensku. Tæknibrellunar í myndini eru mjög góðar og einig eru búninganir mjög flottir. Mynd sem öll fjölskildan verður að sjá. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ástríkur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemtileg mynd um Ástrík og Steinrík sem eru í bannastuði í byggingar brasanum í Egiptalandi. Þessi mynd er önnur myndin í röðini um gallana Ástrík og Steinrík og verður það að segjast að hún slær forvera sínum við. Mynd sem öll fjölskyldan verður að sjá og skemir ekki íslenska talsetningin fyrir en hún er mjög vel útfærð. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Pirates of the Caribbean - The Curse of the Black Pearl, er frábær mynd og sú besta á árinu það sem af er að mínu mati. Myndin gerist á 17. öld þegar sjóræningar skunduðu um Karíbahafið og rændu og rupluðu. Myndin byrjar þannig að drengi að nafni Will Turner (Orlando Bloom) er bjargað upp úr sjónum eftir að skipinu sem hann hafði verið á var sökkt. Stúlka að nafni Elizabeth Swann (Keira Knightley) er um borð (hún er dóttir ríkisstjórans Weatherby Swann (Jonathan Pryce)) og er henni falið að sjá um Will áður en þau koma í land. Þá tekur hún eftir furðulegum gullpeningi sem Will ber um hálsinn og tekur hún hann. Svo heldur myndin áfram um það bil 10. árum seinna þegar Elizabeth er rænt af sjóræningjum og Will vill ólmur bjarga henni (en hann hafði verið ástfangin af henni allt frá deginum sem honum var bjargað) þarf hann að fá hjálp hjá sjóraningjanum Jack Sparrow því hann er sá eini sem getur rakið slóð svörtu perlunar (það er sem sagt skipið sem rændi Elizabeth) og saman mynda þeir eitt ólíklegasta björgunar teymi sem sögur fara af. Myndin er frábær og spila leikaranir þar stóru inn í. Keira Knightley er mjög góð sem Elizabeth og er hér á ferðini mjög efnileg leikona sem á eftir að gera það gott í framtíðinni. Orlando Bloom er lika frábær sem Will Turner og ég verð að viðurkenna að ég var frekar kvíðinn að sjá hann í svona stóru hlutverki í annari mynd heldur en í The Lord of the rings, en hann vinnur mjög vel úr hlutverkinu. Geoffrey Rush er líka mjög góður sem illmennið Barbossa. En þessir leikarar sem ég er búinn að nefna falla algjörlega í skugga Johnny Depp sem á algjöran stórleik sem hinn hálfklikkaði sjóræningi Jack Sparrow og á hann tilnefningu til óskasverðlaunana svo sannarlega skilið fyrir þennan stórleik sinn en hann er sá sem færir húmor og alvöruna í myndina. Allt annað er mjög vel gert og þá sérstaklega tæknibrellunar sem eru frábærar. Svo í lokin ætla ég að koma með spá um þær óskarsverðlauna tilnefningar sem ég vill að The Pirates of the Caribbean - The Curse of the Black Pearl fái og eru þær eftirfarandi: Besta myndin, besta leikstjórn (Gore Verbinski), besti leikari í aðalhlutverki (Johnny Depp), besta handrit (Ted Elliott, Terry Rossio), besta tónlist, besta kvikmyndatakan, besta klipping, bestu búningarnir, besta hljóð, bestu tæknibrellunar og að lokum besta hljóðvinnsla. Sem sagt ellevu tilnefningar sem vonandi rætast. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Terminator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær spennu-og hassamynd frá James Cameron sem færði okkur hinna stórkostlegu Titanic. Myndin fjallar um konu að nafni Sarah Connor sem hefur einga hugmynd um það hvað sé í gangi þegar tvær konur með sama nafn og hún eru myrtar og það í sömu röð og í símaskránni og hún virðist vera næst. Og henni þykkir það enn undarlegra þegar annar maður bjargar henni úr klóm morðingjans. Hann segist heita Kyle Reese og hann segirað hann komi úr framtíðini og Sarah sé orðin takmark Terminator. Sarah trúir honum aðvitað ekki en þegar líður á sér hún að það er ekki allt sem sýnist. Flott mynd og djöfull er Schwarznegger svalur sem sjálfur Tortímandinn. Aðrir leikarar standa sig með prýði og þá sérstaklega Linda Hamilton sem er frábær sem Sarah Connor. Aðal vonbrigðin eru þó Michael Biehn sem leikur Kyle Reese, manninn sem er sendur í gegnum tíman til að vernda Sarah en hann sýnir frekar slakan leik. Sem nútíma strákur þá finnst mér tæknibrellunar frekar gerfilegr og þá sérstaklega þegar þeir nota dúkku í atriðinu þegar Schwarznegger tekkur úr sér augað frekar en grímu eins og í öðru atriði þegar vélaugað sést. atriði í myndini eins og í byssubúðini og á lögustöðini eru líka ógleymanleg. Góð spennumynd sem ég hvet alla til að sjá. Takk fyrir.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chain Reaction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd sem fjallar un ungan nema við háskóla í Chicago sem er sakaður um að hafa sprengt vetnisverksmiðjuna sem hann lærði í. Í helstu aðalhlutverkum eru Keanu Reeves og Morgan Freeman. Þessi mynd er aðeins ágætis afþreying en ekkert meira. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dansinn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemtileg mynd sem ég get horft á aftur og aftur og þá sérstaklega vegna leiks Gunnars Helgasonar en hann á sankallaðan stórleik. Myndin fjallar um brúðkaup í Færeyjum en þegar veislan hefst fara ýmisir dularfullir atburðir að gerast. Skemtileg Íslensk mynd sem allir verða að sjá. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sixth Sense
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

I see dead people. Þvílík snilld. The Sixth Sense er trúlega einn besta hrollvekju drama mynd sem gerð hefur verið og besta mynd ársins 1999 á eftir Matrix (ég er ekki búinn að sjá American Beauty). Myndin fjallar um barnasálfræðingin Malcolm Crowe (Bruce Willis) sem á við vandamál að stríða. Hann er með sektarkent yfir því að fyrverandi sjúklingur hans brýst inn á heimili hans og skítur sig til banna og einig skítur hann Malcolm. Einig virðist samband Malcolm og eiginkonu hans Önnu vera fara í vaskinn. Hún er virðist fjarlæg honum og hún vill ekki hlusta á hann. Hún virðist lík vera farinn að halda fram hjá honum. En einn daginn fær Malcolm sjúkling að nafni Cole Sear (Haley Joel Osment). Hann er 9. ára og er hann stöðugt hræddur við eithvað hræðilegt sem hann vill eingum segja. Malcolm reynir að fá drenginn til að segja honum við hvað hann sé svona hræddur við en það gengur ekki vel þanngað til atvik gerist sem fær Cole til að leisa frá skjóðunni. Það virðist vera að hann sjái dáið fólk. Malcolm trúir Cole aðvitað ekki en þagar hann byrjar að rannsaka málið betur kemur í ljós að það er ekk bara vitleysa sem drengurinn er að segja. Þessi mynd er meistaraverk eftir M. Night Shyamalan sem bæði gerði handritið og leikstírði myndinni og hefði hann átt skilið að fá óskar fyrir handritið. Leikurinn í myndinni er góður. Bruce Willis er mjög góður sem sálfræðingurinn Malcolm og Toni Collette er frábær sem Lynn Sear en hún er móðir Cole. En senuþjófur myndarinar er tvímælanlaust Haley Joel Osment en hann á sankalaðan stjörnuleik sem Cole Sear, sem er drengurinn sem hefur sjötta skilningarvitið. Ég varð mjög svekktur þegar ég las hér á kvikmyndir.is að hann hefði ekki hlotið óskarinn hyrir þennan snildar leik sinn. Kvikmyndatakan í myndinini er mjög góð eins og allt annað sem viðkemur myndini. The Sixth Sense var tilnefnd til sex óskarsverðlauna fyrir árið 1999; sem besta kvikmynd ársins, fyrir bestu leikstjórn, besta frumsamda kvikmyndahandrit, bestu klippinguna og síðast en ekki síst fyrir besta leik í aukahlutverki karla (Haley Joel Osment) og kvenna (Toni Collette). Og mér finnst að hún hefði átt að fá óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda kvikmyndahandrit og besta leik í aukahlutverki karla (Haley Joel Osment). The Sixth Sense er stórmynd og skyldueign á hverju siðmenntuðu heimili. Takk fyrri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gladiator er sankallað stórvirki sem fjallar um rómverska hershöfðingjan Maximus (Russell Crowe) sem í byrjun myndarinnar leiðir fram sveit rómveskra hermanna gegn villmönum í Germaníu (núverandi Frakklandi) og sigrar, hinnum dauðvonandi keisara Markúsar Árelíusar (Richard Harris) til mikillar ánægju. Hann lítur á Maximus sem soninn sem hann eignaðist aldrei en í staðinn eignaðist hann Commodus (Joaquin Phoenix), sem er spiltur og grimur og hann bíður aðeins eftir því að faðir hans deyji svo hann geti tekið við völdum. En þegar keisarinn áhveður að gera Maximus að erfingja krúnunar myrðir Commodus keisarann til að geta hrifsað völdinn til sýn. Svo þegar hann ætlar að lífláta Maximus tekst Maximus að flýja og fer hann beinaleið heim til sín en þegar hann kemur að húsi sínu í rústum og konu hans og syni dánum legst hann sem bugaðu maður til svefns. En þegar þrælasalar ræna honum og selja hann Proximo (Oliver Reed) sem gerir hann að skylmyngaþrælli og svo þegar þeir halda svo til Colosseum á leika sem nýli keisarinn hafði sett á stólinn til heiðurs föðurs sín (Markús Árelíus lagði þessa leika af reindar nokkrum árum áður) fær Maximus loksins tækifæri tla að hefna sín á Commodus. Það er hinn frábæri leikstjóri Ridley Scott sem gerir þessa mynd og hefði hann átt skilið að hljóta óskarinn fyrir hana. Leikurinn í myndini er frábær og þá sérstaklega hjá þeim félögum Crowe og Phoenix en eru þeir stórkostlegir í myndinni. Oliver Reed er líka mjög góður sem fyrverandi skylmingaþrællinn Proximo. allt annað sem við kemur myndini er frábærlega vel unnið og á það hrós skilið. Gladiator hlaut fimm óskarsverðlaun en voru þau eftirfarandi: besta kvikmynd ársins, besti karlleikari í aðalhlutverki (Russell Crowe), besta búningahönnunin, besta hljóð og bestu tæknibrellurnar en var hún einig til nefnd fyrir Ridley Scott, leikara í aukahlutverki (Joaquin Phoenix), kvikmyndatöku, kvikmyndatónlist, frumsamið handrit, kvikmyndaklippingu og listræna leikstjórn. Galdiator gefur manni góða innsýn inn í líf rómverja og er því skylada að sjá þetta meistara verks. Takk fyrri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Private Ryan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Saving Private Ryan er ógleymanlegt meistaraverk eftir snillinginn Steven Spielberg sem hlaut óskarinn fyrir leikstjórn sína í myndinni. Myndin hefst á Omaha ströndinni í Normandí í Frakklandi D-daginn,6.júní 1944 í seinni heimstyrjiöldini, þar sem um 2400 bandarískir hermenn og 1200 þýskir hermenn féllu. Árásin sem er í byrjun myndarinnar er svakalega vel gerð og það sem mér er minnistæðast úr því atriði er þegar bandarískur hermaður heldur á hendi sinni eftir að hafa misst hann í sprengingu. Svo heldur myndin áfram og er hún sögð frá sjónarhólli lítillar hersveitar sem er send til að bjarga óbreytum James Ryan en bræður hans höfðu fallið í stríðinu og fannst stjórnvöldum í Bandaríkjunum endilega að hann ætti að vera sendur heim svo móðir hans myndi ekki missa alla syni sína í stríðinu. Kaptein John Miller fær það hlutverk að leiða sveit hermanna inn fyrir víglínuna til að bjarga Ryan. Allt í sambandi við þessa mynd er í hæsta gæðaflokki og er leikurinn í myndini frábær. Tom Hanks fer á kostum sem Kaptein John Miller og er synd að skildi ekki hljóta óskarinn fyrir myndina því svo frábær er hann. Matt Damon er líka góður sem Ryan sem og aðrir leikarar í myndini. Tæknibrellunar í myndini eru gargandi snilld og er það skrítið að þær skildu ekki hljóta óskarinn. Saving Private Ryan hlaut fimm óskarsverðlaun og var það fyrir leikstjóri ársinns(Steven Spielberg), kvikmyndataka, klipping,hljóð og hljóklipping og hefði myndin alveg átt skylið að vinna fleiri óskara ens og besta myndin en hlaut hún Golden Globe-verðlaunin sem besta myndin í flokki drama mynda í sárabætur. Saving Private Ryan er trúlega einn besta stríðsmynd sem gerð hefur verið og verða allir kvikmynda áhugamenn að sjá hana. Takk fyrir mig.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ó VÁÁÁÁÁÁÁÁ. Þvílík mynd. Tæknibrellunar standa þó upp úr og verða The Matrix Revolutions og The Lord of the Rings: The Return of the King að gera eithvað magnað til að vinna óskarsverðlaunin af The Matrix Reloaded fyrir tæknibrellur. Þessi mynd heldur eiginlega áfram þar sem sú fyrir endaði (ég hef bara séð síðasta klukkutíman af The Matrix þaneig ég hef misst dálítið út úr af söguþræðinum en ég skil þetta nokkurn vegin). Neo er orðin en máttugri en fyrr og sést það best þegar hann tekur 100 Agent Smith í bakaríið í einu flottasta atriði myndarinar en Smith snýr aftur í þessari mynd. Leikurinn í myndini er mjög sannfærandi og eru þau Keanu Reeves, Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss mjög góð sem Neo, Morpheus og Trinity en þó er Hugo Weaving besti leikarinn í myndini þó hlutverk hans sé lítið en hann leikur Agent Smith. Myndin er frábærlega leikstýrð og hafa Wachowski bræðurnir náð mjög góðum árangri. Í sambandi við tæknilegatriði þarf ekki að fara nánar út í það þar sem þar er allt fullkomið. Og svona í lokinn ætlla ég að að koma með spá um hvaða óskarsverðlauna tilnefningar Matrix Reloaded fær og verða þær eftirfarandi: Besta leikstjórn (Andy Wachowski og Larry Wachowski, besti leikari í aukahlutverki (Hugo Weaving), tónlist, kvikmyndataka, klipping, tæknibrellur, hljóð, hljóðvinnsla, búninngar og listræn stjórnun. Sem sagt 10. tilnefningar til óskarsverðlaunana og nú er bara að vonna að það gangi eftir. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Godfather er að mínu mati lélegasta myndin í þríleiknum (þó fæstir séu samála mér) en hún er samt góð mynd. Hún er byggð á sögu Mario Puzo og fjallar um síðustu ár don Vitos Corleone og um það hvernig sonur hans, Micheal, tók við mafíuni og varð donnin. Marlon Brando fékk óskarinn fyrir leik sinn í myndini og skyldi engan undra enda fer hann á kostum sem Vito Corleone. Þetta er mynd sem allir þurfa að sjá ættli þeir að horfa á Godfather þríleikin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Shawshank Redemption fjallar um Andy (Tim Robbins) sem er dæmdur í fangelsi fyrir morð á konu sinni og ástmanni hennar. Hann er sendur í Shawshank fangelsið þar sem hann kynnist Red (Morgan Freeman) sem er maðurin sem reddar ýmisu fyrir fangana. Myndin gerist á rúmlega 20 árum og fjallar hún um vist þeirra vina Andys og Reds í fangelsinu og baráttu þeira fyrir rétlæti fangana. Fáar myndir hafa haft eins mikil áhrif á mig eins og The Shawshank Redemption og hún vakti mig, eins og trúlega marga aðra, til umhugsunar um hvernig fangar þurftu að lifa í fangelsum á þeim árum sem myndin gerist á. Ég er að pæla í því hvað óskarsverðlaunaakademían var að hugsa þegar hún veiti The Shawshank Redemption ekki óskarsverðlaunin fyrir besta myndin þó Forrest Gump væri góð. Í þessari mynd er vart veikan blett fyna. Leikstjórnin er frábær, leikurinn sömuleiðis og þá sérstaklega hjá þeim félögum Tim og Morgan, kvikmyndatakan stórkostleg og síðast og ekki síst tónlistin sem er framúrskarandi. Að eins The Lord of the rings myndinar eru betri en þessi og munnar þar nær engu. The Shawshank Redemption er mynd sem er skylda að sjá og ef þú ert ekki búinn að sjá hanna farðu þá út á næstu vídíóleigu og leigðu hana og njótu svo hennar í botn.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Matilda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemtileg fjölskyldu mynd um Mathildi sem er sniðgengin af foreldrum sínum en í raun og veru undrabarn en hún býr yfir galdra mætti. Mathilda er mynd sem eingin má missa af og mæli ég með því fyrir fjölskyldufólk að taka þessa mynd á leigu og notta eitt kvöld til að horfa á hana. Frábær mynd sem er með frábæra leikara og einngin má missa af þessari mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raiders of the Lost Ark
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Indiana Jones: Raders of the Lost Ark er frábær mynd og er hún sú næsta besta í syrpuni um forleifafræðingin Indiana Jones. Myndin fjallar um það að Jones er sendur til Egiptalands til að finna hinna tíndu örk sem geyma á leifarnar af töflunum sem boðorðin 10 standa á. Bandaríska leyniþjónustan kemst á snoðir um að Nasistar eru einnig að leita af örkinni. Þegar Indiana leggur af stað fer hann til Nepal og kynnist hann þar stúlku sem verður svo fylgdar mær hans í ferðinni. Og þegar komið er til Egiptalands hefst fjörið fyrir alvöru. Handritið af þessari mynd er mjög gott og hefur snillingnum George Luckas tekist vel upp. Spilberg heldur trausta tökum um taumana á myndini sem leikstjóri og á hann hrós skilið. Öll tækniatriði í myndini eru mjög vel gerð og ef það er einhver sem ekki hefur séð Indiana Jones myndirnar þá skal hann hlaupa út á næstu leigu og taka allar þrjár myndinar og horfa á þær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Great Dictator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er gjörsamlega óborganleg og er hún fyrir löngu orðin klasík. Charlie Chaplin er frábær sem bæði Gyðinga hárskerinn en þó er hann mun betri sem Hitler eða Hynkel eins og Hitler hét í myndinni. Þessi mynd er sú fyrsta sem ég sé eftir Chaplin og hljóta hinnar myndirnar líka að vera ótrúlega góðar fyrst þessi er svona góð. Kvikmyndatakan er bara mjög fín og sömuleiðis tónlistin sem er mjög flott. Þessi mynd er í alla staði mjög flott þó hún sé í svarthvítu og er þetta víst fyrsta myndin sem Chaplin gerði með tali. Þessa mynd verða allir að sjá ef þeir villja sjá gamla og góða klasíska Charlie Chplin mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Titanic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gef Titanic hiklaust fjórar stjörnur enda er hér á ferðinni en af þeim bestu myndum sem gerðar hafa verið. Leonardo DiCaprio fer á kostum sem Jack Dawson og sömuleiðis Kate Winslet sem Rose. James Cameron heldur vel um taumana sem leikstjóri og handritshöfundur enda fékk hann óskarsverðlauninn fyrir hvort tveggja. Tæknibrellunar í myndinni eru afbragð og er búninga hönunnin það líka. Þó er kvikmyndatakn í þessari mynd best gerð og er ekki furða að maðurinn sem sá um hana fékk óskarsverðlaunin. Titanic er mynd sem einginn má missa af enda er þessi mynd sannsöguleg og er hún um frægasta sjóslys sögunar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er frábær. Tæknibrellunar eru frábærar og einnig tónlistin og ekki síst kvikmyndatakan sem er frábær. Leikaranir eru frábærir og fer þar fremstur í flokki Ewan McGregor sem Obi Wan en Frank Oz er líka flottur sem Yoda. Hayden Christensen er ágætur sem Anakin en hefði þó getað gert mun betri hluti. Í heildina litið er þetta mjög góð mynd og skipar hún sér sæti sem þriðja besta Star Wars myndin á eftir A new hope og Return of the Jedi. Sem sagt frábær mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Johnny English
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er gjörsamlega óborganlega fyndin og Rowan Atkinson fer gjörsamlega á kostum sem Johnny English. Söguþráðurinn er algjört bull en hann virkar enda er þetta með bestu gaman myndum sem ég hef séð og er síðasti hálftímunn af myndinni drepfyndinn en myndin er voðalega fyndin allan tímann. Er þessi mynd besta Atkinson myndin hingað til og toppar hún hina drepfyndnu Mr. Bean mynd. Þetta er mynd sem einginn má missa af og ég segji nú bara ÁFRAM SIR JOHNNY ENGLISH.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
There's Something About Mary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

There´s Something About Mary var mjög fyndin á sínum tíma en þegar ég sá hana aftur um daginn þá áttaði ég mig á að þessi mynd er rugl. Leiðinlegur söguþráður og það eina sem bætir þessa mynd upp er ágætt kvikmyndataka og leikur Cameron Diaz sem heldur þessari mynd uppi. Mynd sem er vinsælasta mynd sem tekin hefur verið á leigu frá upphafi en í raun og veru er hún ekkert sérstök.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dalalíf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er einn sú besta af íslenskum gamanmyndum. Þessi mynd er vel leikin og eru Karl Ágúst og Eggert alveg frábærir. Mynd sem enginn ætti að missa af.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

VÁÁÁÁ!! The Lord of the rings:The Two Towers er betri en fyrri myndin og er þessi mynd besta mynd sem ég hef séð. Peter Jackson er snili og er leikurin í myndinni frábær. Andy Serkis stendur þó upp úr fyrir túlkun sína á Gollri og er hann frábær sem þessi tölvugerða skeppna. Elijah Wood er líka frábær sem Fróði og er Viggo Mortensen líka ágætur sem maðurinn Aragorn. Miranda Otto er líka flott sem Jóvin og er Ian McKellen er líka frábær sem viktin Gandalf og er leikurin í þessari mynd bara óborganlegur. Myndin byrjar með voða flottu atriði þar sem Gandalfi fellur niður í myrkrið í námum Moría og svo er sögunni haldið áfram þar sem henni er skipt í þrjá kafla en það er ferð þeirra Fróða og Sóma, ferð Aragorns,Legolasar,Gimla og Gandalfs og er þessum sögum svo blandað saman á frábæran hátt. Myndin er mjög líkt saman við bókina og hefur Jackson tekist á ótrulegan hátt að færa bókinna á hvíta tjaldið. Tæknibrellurnar í þessari mynd fá 10 og sömuleiðis tónlistin sem er stókostleg. The Lord of the rings:The Two Towers er mynd sem einngin má missa af og er þetta einn af bestu myndum kvikmyndarsögunar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Star Wars: Episode 1 er því miður lélegasta Star Wars myndin hingað til en samt er hún allveg ágætt. Tæknibrellurnar eru flottar og er leikurinn í myndini fínn. Strákurinn sem leikur Anakin er frábær og er Obi Wan fín. Lucas hefðis samt getað gert miklu betri hluti og því miður tóst það ekki. Fínn mynd samt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Return of the Jedi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Star Wars: Return of the Jedi er lang besta Star wars myndin hingað til. Frábærar tæknibrellur og Mark Hamill er með óskarsverðlauna leik. Söguþráðurinn er góður og er George Lucas að gera frábæra hluti en hann var handritshöfundurin af þessari mynd en Richard Marquand var leikstjórinn en hann er greinilega frábær leikstjóri. Þetta er einn af bestu myndum kvikmyndarsögunar og er Star Wars serían ein besta kvikmynda sería sögunar. Frábær mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Empire Strikes Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Star Wars: The Empire Strikes Back nær ekki að fylgja fyrri myndini A New Hope nógu vel eftir en nær er valla hægt að komast. Þetta er frábær mynd og er leikstjórinn fínn en Lucas hefði öruglega gert betri hluti hefði hann leikstýrt myndinni en þessi Irvin er fínn. Harrison Ford fer á kostum og Mark Hamill líka. Söguþráðurinn er fínn og eru tæknibrellurnar frábærar. Tónlistin í myndini er frábær og eru búningarnir líka fínir. Ég mæli með því að allir sjái þessa mynd enda er hér á ferðini frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: A New Hope
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Star Wars: A New Hope er mynd sem breitti gangi kvikmyndasögunar. Fólk hafði aldrei áður séð slíka mynd sem var bökkuð af tæknibrellum og frábærum leikurum. Söguþráðurinn er frábær og það var mjög sniðugt af George Lucas að byrja inn í myðri söguni og sýna svo fólkinu hvernig þetta hófst allt saman. Star Wars: A New Hope byrjar með mjög flottu atriði þegar ráðist er á geimskip og svo þróast sagan áfram eftir það. Mark Hamill fer á kostum sem Logi sem dreymir um að verða Jeda-riddari og taka þátt í bardögum. Alec Guinnes er frábær sem Obi-Wan enda var han tilnefndur til Óskarsverðlauna fyri leik sinn í myndinni. Harrison Ford er líka mjög góður sem flugmaður sem er að drukkna í skuldum. Carrie Fisher er líka mjög góð sem Lilja prinsesa. George Lucas er frábær leikstjóri og hefði hann átt skilið að fá óskarsverðlaunin sem besti leikstjóri fyrir þessa mynd. Kvikmyndatakan í þessari mynd er til fyrimyndar og tæknibrellurnar eru líka allveg frábærar. Hins vegar er tónlistin í þessari mynd ásamt tónlistinni úr The Lord of the rings besta tónlist kvikmyndarsögunar. Star Wars: A New Hope er mynd sem allir verða að sjá og er þetta ein sú besta mynd allra tima.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter and the Philosopher's Stone er að mínu mati frábær og er söguþráðurinn vel útskýrður og er myndin í flesta staði frábær. Daniel Radcliffe sem leiku Harry er ágætur í þessu hlutverki og sömuleiðis Emma Watson. Rupert Grint á hins vegar stórleik sem Ron og er greinilegt að hér er komin fram einn sá efnilegasti leikar sem heimurinn hefur séð. Aðrir leikarar standa sig vel og þá sérstaklega Alan Rickman sem leikur prófessor Snape. Tónlistin í þessari mynd er mögnuð og eru búningarnir líka mjög flottir. Tæknibrellurna eru ágætar en samt ekkert spess. Harry Potter and the Philosopher´s Stone er mjög góð mynd og hentar hún öllum þeim sem hafa gaman af ævintýrmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er sankallað stórvirki í kvikmyndarsögunni. Ég hef lesið bókina og myndin nær henni fullkomlega. Söguþráðurinn er vel útskýrður í byrjun myndarinar og hefur Nýsjálendingurinn Peter Jackson gert það sem margir héldu að væri ómugulegt, að kvikmynda The Lord of the rings. Leikararnir eru snillingar og er Elijah Wood þar fremstur í flokki sem Fróði. Hann leikur hann af þvílíkri snild að það hálfa værin nóg. En eins og Peter Jackson sagðiu eitt sinn þá er helsti kostur Elijah að hann getur tjáð allar tilfiningar með augunum. Ian McKellen fer á kostum sem Gandalfur enda fékk hann óskarsverðlauna- tilnefnigu fyrir leik sinn í myndinni. Viggo Mortensen er líka fín sem maðurinn Aragorn en að mínu mati er Christopher Lee einn besti leikarin í þessari mynd þó hlutverk hans sé ekki stórt. En Sean Bean á lokin á myndini og fer hann þá á kostum sem Boromír. Tæknibrellurnar í þessari mynd eru stórkostlega og einig er tónlistin í myndini stórkostleg. The Lord of the rings: The Fellowship of the ring er mynd sem allir ættu að sjá enda er á ferðini þarna einn af bestu myndum kvikmyndsögunar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter and the Chamber of secrets er að mínu mati ekki jafn góð og fyrri myndin. Söguþráðurinn er illa útskýrður og ekki bæta sumir af leikurunum myndina. Daniel Radcliffe á hörmulega lélegan leik sem Harry Potter og Emmma Watson á líka slæman leik. Hinnsvegar á Rupert Grint stórleik eins og í fyrri myndini og er hann því miður einni krakkinn í þessari mynd sem kann að leika en hann leikur Ron. Jason Isaacs á frábæran leik sem faðir Lucius Malfoy. Tæknibrellurnar í þessari myndi eru mjög lélegar og hefur greinilega ekki verið lögð mikil vinna í þær en tónlistin í myndini bætir það kannski upp enda er hún mjög góð. Mér finnst Harry Potter og Leyniklefinn næst besta Harry Potter bókin en því miður nær myndin ekki að fylgja bókini eftir og nú vaknar sú spurnig hjá mér hvort það voru mistök að kvikmynda Harry Potter bækurnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nói albínói
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nói Albínói er í stuttu máli besta mynd íslands að mínu mati. Söguþráðurinn er góður en það eru leikaranir sem gera þessa mynd óborganlega. Tómas Lamarquis sem leiku Nóa er trúlega efnilegasti leikari landsins og er hann frábær í myndini. Þröstur Leó Gunnarsson er stórkoslegur sem faðir Nóa og Anna Friðrisdóttir er svakalega góð sem amma Nóa. Elín Hansdóttir er einnig fín sem kærasta Nóa. Nói Albínói er í senn fyndin, skemtileg og spennandi og er Dagur Kári frábær leikstjór og er tónlistin sem hann samndi líka mjög góð. Þanneig að ég hvet all til að fara Nóa Albínóa ef þeir vilja sjá frábæra Íslenska mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chicago
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chicago kom mér skemtilega á óvar og eru sönglekir að ná sínu striki. Ég hélt áður en ég sá Chicago að þetta væri bara einhver bull mynd en annað kom í ljós. Það sem er best við hana er að söguþráðurinn er vel út skýrðu en ég ælla ekki að fara út í það nánar til að eiðilegja ekki myndina fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Renée Zellweger á fínan leik en mér finnst samt Catherine Zeta-Jones standa sig bestí myndini enda vann hún Óskarsverðlaunin fyrir myndidna. Richard Gere er frábær eins og Queen Latfah og einig er Christine Baranski frábær. Þanneig að ég hvet alla til að fara að sjá Chicago ef þeir vilja horfa á skemmtilega og góða mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei