Getur verið að Steve Jobs fráfarandi forstjóri Apple, hafi fengið hugmyndina að iPad spjaldtölvunni úr bíómynd stórmeistarans Stanleys Kubricks frá árinu 1968?
Apple á í stöðugum málaferlum út um allan heim, eins og reyndar fleiri tæknifyrirtæki, útaf einkaleyfum á ýmsu því sem þeir eru að vinna að. Í vikunni notaði Samsung fyrirtækið, sem framleiðir Android síma og spjaldtölvur ofl., meðal annars vídeóbrot úr mynd Stanley Kubrick 2001: A Space Oddyssey í dómssal til að benda á hvort að tölvan í myndinni gæti mögulega verið fyrirmyndin að iPad Apple.
Skoðið vídeóið hér að neðan. Hvað finnst ykkur?

