![]()
Verkefni leikstjórans David Fincher (Se7en, Fight Club, Zodiac) eru einhverra hluta vegna alltaf forvitnileg og þessi nýjasta mynd hans er engin undantekning. Hún heitir The Social Network og fjallar um hvernig Facebook varð til. Íslendingar ættu a.m.k. að fá aðeins meira út úr þessari mynd heldur en aðrir þar sem okkar þjóð notar Facebook einna mest miðað við höfðatölu (heyrði ég).
Annars getið þið séð plakatið fyrir myndina hér. Hún verður frumsýnd í október.
T.V.


