Toby Kebbell, sem lék illmennið Doctor Doom í endurgerðinni Fantastic Four, er hræddur um myndin sé að skemma feril sinn.
Myndin fékk slæmar viðtökur gagnrýnenda og almennings og Kebbell segist fyrir vikið ekki lengur fá eins mörg handrit send til sín og áður en hann lék í henni.
„Sem leikari þá ertu meðvitaður um að ferill þinn er í húfi í hverri einustu mynd, sérstaklega myndum sem kosta mikinn pening,“ sagði Kebbell í viðtali við IGN. „Þegar mynd eins og þessi er að koma út fæ ég send kannski fjögur handrit á viku. Þessi fjöldi fer niður í núllið þegar myndinni gengur ekki vel.“
Kebbell sér eftir því að hafa ekki skipt sér af tökum myndarinnar og reynt að fá einhverju breytt. „Aðdáendurnir hafa ekki rangt fyrir sér. Ef þeir fá ekki það sem þeir vilja sjá þá láta þeir þig vita. Sem listamaður þá er ég ánægður með það.“