Stikla með enskum texta er komin fyrir nýjustu teiknimynd Hayao Miyazaki, sem er jafnframt sú fyrsta frá honum í fimm ár, The Wind Rises.
Myndin er byggð á skáldsgöu Tatsuo Hori og segir skáldaða sögu byggða á Jiro Horikoshi, verkfræðingnum sem smíðaði Mitsubishi A6M Zero orrustu flugvélina sem Japanir notuðu í Síðari heimsstyrjöldinni.
Myndin er búin að vera gríðarlega vinsæl í Japan og hefur þénað 57 milljónir Bandaríkjadala hingað til þar í landi. Myndin verður frumsýnd í Ameríku á kvikmyndahátíðinni í Toronto nú í september.
Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan: