Michael Fassbender fer með titilhlutverkið í gamanmyndinni Frank. Þar leikur hann sérvitran rokktónlistarmann, sem lifir sínu daglega lífi með risastórt gervihöfuð af fígúru á hausnum. Domnhall Gleeson fer svo með hlutverk mislukkaðs tónlistarmanns sem óvart gengur í raðir rokksveitar Franks.
Rithöfundurinn Jon Ronson og handritshöfundinn Peter Staughan skrifuðu myndina, og unnu þeir áður að gerð myndarinnar The Men Who Stare at Goats. Írinn Lenny Abrahamson leikstýrir myndinni.
Frank vakti mikla lukku á Sundance-kvikmyndahátíðinni og hefur myndin fengið góða gagnrýni og er jafnan sögð vera ferskur blær inn í gamanmyndaformið.
Ný stikla úr myndinni var sýnd nýverið og fer þar Fassbender á kostum sem Frank. Myndin fer síðan í kvikmyndahús þann 2. maí næstkomandi.