Febrúarblað Mynda mánaðarins er farið í prentun og kemur út nú fyrir helgi. Þar sem Kvikmyndir.is eru nýi besti vinur Mynda mánaðarins fá lesendur síðunnar að sjá forsíðu bíóblaðsins fyrstir allra, en hana skartar Leonardo DiCaprio og nýjasta mynd hans og Martins Scorsese, Shutter Island.
Í blaðinu verður að finna viðtöl við DiCaprio sjálfan, Logan Lerman sem leikur í The Lightning Thief, Carey Mulligan aðalleikkonu An Education og Jake Gyllenhaal, sem leikur í Brothers. Auk viðtalanna verða allir fastir liðir blaðsins á sínum stað, kynningar á útgáfu mánaðarins, vinsældalistar og gullkornin auk fleira efnis.
Blaðið sjálft kemur út á fimmtudaginn, en hér er forsíðan frumsýnd auk þess sem hægt verður að lesa blaðið í heild hér á kvikmyndir.is á morgun.

