Gamanleikararnir Will Ferrell og Jack Black hafa verið staðfestir í kvikmynd sem fjallar um fjóra vini á fimmtugsaldri sem leika sér ennþá í eltingaleik. Kvikmyndin er byggð á raunverulegum vinahópi og hafa framleiðslufyrirtæki slegist um kvikmyndaréttinn eftir að sagan breiddist út.
Sagan um vinina fjóra breiddist hratt út eftir að Wall Street Journal gerði grein um þá og kallaði þá Klukk bræðurna. Á hverju ári í febrúar fara þessir fjórir vinir á fimmtugsaldri í eltingaleik og reyna að klukka hvorn annan. Leikurinn er einfaldur og byggist á að elta, klukka og segja „þú ert’ann“. Eini munurinn á krökkunum og umrædda vinahópi er sá að þeir eru allir í háttsettum vinnum og að leikurinn stendur yfir í mánuð. Klukk bræðurnir taka leiknum mjög alvarlega og hafa meðal annars brotist inn á heimili og vinnustaði hvors annars til þess eins að klukka viðkomandi.
Vinirnir eru fjórir og hafa aðeins tveir verið staðfestir í aðalhlutverk og verður því forvitnilegt að sjá hverjir munu leika hina tvo.
Black er þessa dagana á tónleikaferðalagi með hljómsveitinni sinni Tenacious D, á meðan Ferrell er að rifja upp hlutverk sitt sem Ron Burgundy í framhaldssmyndinni Anchorman 2. Þess má einnig geta að í fyrstu Anchorman myndinni léku þeir einmitt á móti hvor öðrum í stuttu en mjög hlægilegu atriði.