Fimman: Ólafur Jóhannesson

(Fimman er fastur liður á síðunni þar sem frægir fagmenn opinbera sínar topp fimm uppáhalds bíómyndir og lýsa stutt hvers vegna myndirnar á listanum voru valdar)

 

Leikstjórinn að þessu sinni er Ólafur Jóhannesson, betur þekktur sem Olaf de Fleur – leikstjóri myndarinnar Borgríki, sem gerði stórgóða hluti í miðasölunni yfir helgina og er sögð vera bráðlega endurgerð af fagmanninum James Mangold (Walk the Line, 3:10 to Yuma).

Óli er talinn vera einn virkasti íslenski leikstjórinn í dag og er hann oftast kominn langt inn í aðra mynd þegar ný er frumsýnd. Hann átti til dæmis tvær frumsýndar myndir á þessu ári: Borgríki og Kurteist fólk.

Hér sjáið þið hvað er í mesta uppáhaldi hjá leikstjóranum:

 

1) Allt með Martin Scorcese!

Allt sem þessi maður kemur nálægt er ótrúlega kröftugt, Casino, Goodfellas, Departed, Raging Bull etc …

  2) Thin Red Line.

Malick er guð. Svo allt öðruvísi en allt annað.

3) Magnolia

P.T. Anderson gerir ótrúlega hluti í þessari mynd.

4) Days of Thunder

Ehmm, já, ótrúlega góð mynd.

5) Galaxy Quest

Frábært dæmi um hvernig er hægt að gera jarðtengda gamanmynd í súrum heimi.