RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, vakti mikla athygli þetta árið og komu hingað blaðamenn frá ýmsum heimshornum til að fylgjast með. Meðal þeirra fjölmiðla sem hingað komu var sjónvarpsfólk frá hinni frönsk-þýsku ARTE sjónvarpsstöð, en þáttur um RIFF var svo á dagskrá stöðvarinnar sl. föstudagskvöld. Sjónvarpsstöðin nær til mikils fjölda fólks og má gera ráð fyrir að einhverjar milljónir manna hafi séð þáttinn, og fengið þannig beint í æð stemninguna á hinni íslensku RIFF.
Í þættinum eru meðal annars myndir úr Sundöllinni og úr hvalbát, en á báðum þessum stöðum voru atburðir á vegum RIFF.
Arte segir meðal annars að kvikmyndahátíðin sé ólík öðrum sambærilegum hátíðum og kreppan virðist að minnsta kosti hafa haft jákvæð áhrif á sköpunargáfu Íslendinga.

