Það getur verið skemmtilegt, eða amk. áhugavert, að skoða tölfræði úr spennumyndum og þá sérstaklega þegar um er að ræða seríur eins og Final Destination flokkinn.
Í gegnum árin þá hafa margir týnt lífinu í Final Destination myndunum og hér að neðan er tölfræði yfir hvað margir hafa verið drepnir í hverri þeirra fjögurra mynda sem búið er að sýna, og í kjölfarið er upptalning á því hvernig fólkið dó í myndunum. Góða skemmtun ( ekki fyrir viðkvæma ):
Final Destination: 6 dráp
Final Destination 2: 8 dráp
Final Destination 3: 10 dráp
The Final Destination: 11 dráp
… og 13 viðvörunardráp
48 dráp alls, og meira bætist við í nýju myndinni, nr. 5 sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta, þann 26. ágúst.
En hvernig lét þetta aumingja fólk lífið:
13 krömdust til bana
10 misstu höfuðið
8 létust í bruna eða sprengingum
8 þræddust upp á tein eða skárust í tvo helminga
4 urðu fyrir bíl eða öðru farartæki
2 voru stungnir í augun
1 var ristur á hol og raktar úr honum garnirnar
1 var kyrktur
Hvað finnst ykkur, er þetta nógu fjölbreytt?