Leikstjórinn Zack Snyder dregur að sér leikara fyrir Superman mynd sína, Man of Steel, eins og enginn sé morgundagurinn. Nú þegar hefur hann fengið leikara á borð við Kevin Costner, Russell Crowe og Amy Adams til að taka að sér aukahlutverk í myndinni, en nýlega var staðfest að Christopher Meloni hefði gengið til liðs við framleiðsluna.
Meloni, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Law & Order: Special Victims Unit, vildi ekki gefa upp hvert hlutverkið væri í viðtali við vefsíðuna Vulture, en gaf þó í skyn að um væri að ræða yfirmann í bandaríska hernum.
Bretinn Henry Cavill fer með hlutverk Ofurmannsins á meðan Michael Shannon leikur hin illa Zod í Man of Steel, en tökur á myndinni eru sagðar hefjast innan skamms.