Fleiri miðar á The Town í boði + meira

Notendur sem ekki náðu að vinna sér inn almenna boðsmiða á The Town um helgina geta fengið enn einn séns í viðbót. Ég tek það samt fram að það voru mjög margir sem sendu inn sinn lista yfir topp 3 uppáhalds glæpamyndir, sem þýðir að hlutfall sigurvegara var marg, margfalt minna en hlutfall þeirra sem tóku þátt – en það er hvort eð er alltaf þannig. Trikkið er samt að detta í þennan blessaða minnihluta 🙂

Fyrir þá sem misstu af forsýningunum um helgina þá er myndin frumsýnd á föstudaginn næsta. Miðarnir sem ég mun gefa núna gilda á hvaða almenna sýningu sem er fyrir tvo. Reglurnar haldast þær sömu; Menn segja sínar þrjár uppáhalds glæpamyndir og senda mér póst á tommi@kvikmyndir.is og segja fullt nafn og kennitölu. Ég mun samt ekki einungis gefa bíómiða, því fáeinir heppnir eiga einnig séns á bolum og húfum merktum myndinni, sem þeir þá fá með miðunum sínum.

The Town gerist í Boston, þar sem árlega eru framin yfir 300 bankarán. Flestir þeirra sem hafa lifibrauð sitt af bankaránum búa í sama hverfinu, Charlestown. Einn þeirra er Doug MacRay (Ben Affleck), en hann er ekki af sama meiði og hinir þjófarnir. Doug átti möguleika á heiðarlegu lífi, tækifæri á að feta ekki í fótspor föður síns í glæpastarfsemi, en kaus heldur að fara fyrir flokki harðsvíraðra bakaræningja sem hirða allt sem á vegi þeirra verður og skilja ekki eftir nein spor. Eina fjölskylda Doug eru félagar hans í glæpagenginu, sérstaklega hinn hættulegi Jem (Jeremy Renner) sem er Doug sem bróðir. Allt breytist hinsvegar í síðasta verkefni þeirra félaga þegar þeir taka bankastarfsmanninn Claire Keesey (Rebecca Hall) sem gísl. Eftir ránið komast þeir að því að Claire býr í Charlestown og til að fullvissa sig að Claire hafi ekki þekkt til þeirra fer Doug og leitar Claire uppi. Claire hefur enga hugmynd um að kynni þeirra Doug eru ekki af tilviljun og enn síður að Doug hélt henni í gíslingu aðeins viku áður. Þau fella hugi saman og Doug hyggst segja skilið við glæpalífið og gömlu félagana en þegar lögreglan kemst á slóð þeirra þá stendur Doug frammi fyrir erfiðri ákvörðun; að svíkja félaga sína að missa konuna sem hann elskar.

Ég minni enn og aftur á þá glæsilegu dóma sem ræman hefur verið að fá. Hún er með 95% á hinni margnefndu vefsíðu RottenTomatoes.com. Kíkið hér á nokkur safarík kvót:

4.5/5
„A riveting and explosive crime thriller and one of the year’s best pictures.“ – Box Office Magazine

3.5/4
„Ben Affleck, 38, kicks it up a notch with The Town, a gripping human drama disguised as a blazing heist film that comes on like gangbusters.“ – Rolling Stone

3.5/4
„Affleck shows this is how you f_ck_n’ direct a movie.“ – OK! Magazine

A-
„A rich, dark, pulpy mess of entanglements that fulfills all the requirements of the genre, and is told with an ease and gusto that make the pulp tasty.“ – Entertainment Weekly

9/10
„Proves GONE BABY GONE was no fluke, and also that Affleck’s rebirth works IN FRONT of the camera too.“ – JoBlo.com

„The Town is part of a career turnaround so amazing that he looks like the new Clint Eastwood. Seriously.“ – Newsweek

ATH. Ég dreg út nöfn vinningshafa snemma á miðvikudaginn. Þið hafið tvo daga til að senda ykkar svör inn. Ég sendi svo póst tilbaka á þá sem vinna og segi betur frá því hvar þeir nálgast miðana og varningana.

T.V.