Endurgerðir eru alltaf jafn vinsælar í Hollywood. Nú á að endurgera myndina Footloose frá árinu 1984. Planið er að gera úr myndinni alsherjar söngleik, en þegar er búið að gera Broadway söngleik úr myndinni, enda er í henni mikið af dans- og söngatriðum.
Zac Efron mun feta í fótspor Kevin Bacon og leika Ren McCormack, uppreisnarsegginn sem flyst í bæ þar sem dans hefur verið bannaður. Þeir skeptísku geta fylgst með Efron í myndinni Hairspray sem kemur út á næstunni, til að athuga hvort hann sé verkinu vaxinn.

